Klæjaði í puttana alla úrslitakeppnina Kristinn Páll Teitsson skrifar 3. maí 2018 17:30 Íris Björk Símonardóttir. Markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir skrifaði í gær undir samning hjá Val eftir tveggja ára fjarveru frá handbolta. Var hún einn fimm leikmanna sem Valsliðið kynnti til leiks á blaðamannafundi en eftir að hafa tapað í úrslitaeinvíginu gegn Fram á dögunum stefnir Valsliðið á alla titla á komandi tímabili. Íris var valin handboltakona ársins árið 2015 eftir að hafa verið lykilleikmaður í Íslandsmeistaratitli Gróttu. Hefur hún fjórum sinnum verið valin besti markvörður Íslandsmótsins og leikið 69 landsleiki. Hún sagði að það hefði hjálpað til við ákvörðunina að kannast við nokkur andlit í Valsliðinu. „Ég kannast við nokkur andlit hérna, ég hef spilað fyrir Ágúst áður og Lovísa kemur með mér úr Gróttu. Svo hef ég bestu vinkonu mína, Önnu Úrsúlu, í liðinu og það hjálpar. Það var því auðvelt að segja já og ég get ekki beðið eftir því að fara af stað,“ sagði Íris sem fékk fleiri tilboð. „Það voru fleiri lið sem komu til greina en þetta var niðurstaðan og ég er afar sátt við hana. Umgjörðin og hefðin hérna er frábær og hér getum við, ef við höldum rétt á spilunum, barist um alla titla.“ Hún tók sér pásu frá handbolta til að einbeita sér að barneignum en hún er núna tilbúin til að snúa aftur á völlinn. „Ég held að ég hafi mætt á nánast hvern einasta leik í úrslitakeppninni og þá kemur þessi löngun til að spila aftur. Allt tímabilið hefur mig klæjað í puttana að komast aftur af stað,“ sagði Íris, sem vildi ekki fara sömu leið og Steinunn Björnsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, sem sneru aftur inn á völlinn nokkrum vikum eftir barnsburð. „Þær eru þvílíkar ofurkonur, þær fæddust held ég með mikla magavöðva en ég vildi gefa mér sumarið til að komast aftur í stand,“ sagði Íris hlæjandi að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lovísa og Sandra í Val │Íris Björk tekur fram skóna Silfurlið Vals, sem tapaði úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna gegn Fram á dögunum, kynnti í dag um komu fjögurra nýrra leikmanna á Hlíðarenda fyrir næsta tímabil. 2. maí 2018 12:30 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Sjá meira
Markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir skrifaði í gær undir samning hjá Val eftir tveggja ára fjarveru frá handbolta. Var hún einn fimm leikmanna sem Valsliðið kynnti til leiks á blaðamannafundi en eftir að hafa tapað í úrslitaeinvíginu gegn Fram á dögunum stefnir Valsliðið á alla titla á komandi tímabili. Íris var valin handboltakona ársins árið 2015 eftir að hafa verið lykilleikmaður í Íslandsmeistaratitli Gróttu. Hefur hún fjórum sinnum verið valin besti markvörður Íslandsmótsins og leikið 69 landsleiki. Hún sagði að það hefði hjálpað til við ákvörðunina að kannast við nokkur andlit í Valsliðinu. „Ég kannast við nokkur andlit hérna, ég hef spilað fyrir Ágúst áður og Lovísa kemur með mér úr Gróttu. Svo hef ég bestu vinkonu mína, Önnu Úrsúlu, í liðinu og það hjálpar. Það var því auðvelt að segja já og ég get ekki beðið eftir því að fara af stað,“ sagði Íris sem fékk fleiri tilboð. „Það voru fleiri lið sem komu til greina en þetta var niðurstaðan og ég er afar sátt við hana. Umgjörðin og hefðin hérna er frábær og hér getum við, ef við höldum rétt á spilunum, barist um alla titla.“ Hún tók sér pásu frá handbolta til að einbeita sér að barneignum en hún er núna tilbúin til að snúa aftur á völlinn. „Ég held að ég hafi mætt á nánast hvern einasta leik í úrslitakeppninni og þá kemur þessi löngun til að spila aftur. Allt tímabilið hefur mig klæjað í puttana að komast aftur af stað,“ sagði Íris, sem vildi ekki fara sömu leið og Steinunn Björnsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, sem sneru aftur inn á völlinn nokkrum vikum eftir barnsburð. „Þær eru þvílíkar ofurkonur, þær fæddust held ég með mikla magavöðva en ég vildi gefa mér sumarið til að komast aftur í stand,“ sagði Íris hlæjandi að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lovísa og Sandra í Val │Íris Björk tekur fram skóna Silfurlið Vals, sem tapaði úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna gegn Fram á dögunum, kynnti í dag um komu fjögurra nýrra leikmanna á Hlíðarenda fyrir næsta tímabil. 2. maí 2018 12:30 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Sjá meira
Lovísa og Sandra í Val │Íris Björk tekur fram skóna Silfurlið Vals, sem tapaði úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna gegn Fram á dögunum, kynnti í dag um komu fjögurra nýrra leikmanna á Hlíðarenda fyrir næsta tímabil. 2. maí 2018 12:30