Innlent

Bein útsending: Endurhæfing alla leið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Krabbameinsfélagið stendur fyrir málþinginu.
Krabbameinsfélagið stendur fyrir málþinginu. vísir/Vilhelm
Í dag klukkan 15 verður haldið málþingið Endurhæfing alla leið í hátíðarsal Háskóla Íslands þar sem farið verður yfir stöðu endurhæfingar krabbameinsgreindra á Íslandi og fjallað um nýjustu vitneskju um árangursríkar aðferðir. Bent verður á leiðir til úrbóta í utanumhaldi, eflingu úrræða og hvernig hægt er að styrkja þær stoðir sem fyrir eru hér á landi.

Horfa má á beina útsendingu frá málþinginu hér að neðan.

Alma Möller landlæknir setur þingið en á því koma meðal annars fram Susanne O. Dalton, danskur sérfræðingur í endurhæfingu krabbameina, Agnes Smáradóttir, sérfræðingur í krabbameinslækningum og tveir einstaklingar deila persónulegri reynslu.

Dagskrá málþings:

15:00 - Ávarp og setning málþings, Alma Möller landlæknir

15:10 - Susanne O. Dalton danskur sérfræðingur í endurhæfingu krabbameina: Multidisciplinary care is essential in the rehabilitation of the cancer patients during and after treatment. Experiences from Denmark. - Hennar erindi fer fram á ensku

15:50 - Agnes Smáradóttir sérfræðingur í krabbameinslækningum:  Hlutverk endurhæfingar í meðferð við krabbameinum - hver er staðan?

16:15 - Kaffihlé

16:30 - Einar Magnússon: Reynslusaga - 9 ár í endurhæfingu; að lifa með krabbameini

16:45 - Jónatan Jónatansson: Reynslusaga - Endurhæfingin mín; vangaveltur í baksýnisspegli

17:00 - Pallborðsumræður

17:35 - Samantekt af hálfu fundarstjóra.

Fundarstjóri: Sigrún Gunnarsdóttir.


Tengdar fréttir

Ávinningur endurhæfingar fyrir krabbameinsgreinda

Fólk sem greinist með krabbamein og fer í krabbameinsmeðferð glímir oft við fjölþættan vanda, meðal annars af líkamlegum, sálrænum og félagslegum toga sem getur haft mikil áhrif á lífsgæði einstaklinganna og aðstandenda þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×