Indverskar borgir þær menguðustu á jörðinni Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2018 07:37 Útblástur frá bifreiðum og mengun frá byggingarsvæðum á ekki síst þátt í menguninni í Nýju Delí. Vísir/AFP Nýja Delí á Indlandi er mengaðasta stórborg í heimi eftir að kínversk yfirvöld gripu til aðgerða til að draga úr loftmengun samkvæmt greiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Níu af hverjum tíu jarðarbúum anda að sér menguðu lofti og um sjö milljónir manna deyja árlega af völdum mengunar í lofti.Greining WHO nær til borgar með fleiri en fjórtán milljónir íbúa frá árinu 2010 til 2016. Höfuðborgarsvæði Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, er næstmengaðasta borgin með tilliti til stærra svifryks (PM10), og Dakka, höfuðborg Bangladess, í því þriðja. Önnur indversk stórborg, Múmbaí, er í fjórða sætinu. Indverskar borgir eru einnig í sérflokki hvað varðar fínna svifryk (PM2,5). Fjórtán af fimmtán menguðustu borgunum í þeim flokki eru á Indlandi, samkvæmt frétt Washington Post. Flest dauðsföllin af völdum loftmengunar eru í Asíu og Afríku. Þar af látast 3,8 milljónir manna vegna lélegra loftgæða innandyra af völdum lélegrar eldunaraðstöðu. Það er sagt sérstaklega mikið vandamál á Indlandi. Mengunin leiðir til ýmissa sjúkdóma eins og hjartaáfalla, hjartasjúkdóma, lungnakrabbameins og öndunarfærasjúkdóma og sýkinga.Aðgerðirnar hafa bitnað á snauðu fólki Kínverska borgin Beijing er nú í fimmta sæti en hefur lengi verið talin ein mengaðasta borgin á jörðinni. Yfirvöld í Kína hafa gripið til aðgerða eins og að loka eða breyta verksmiðjum og draga úr kolanotkun til að létta á mengunarskýjunum sem hafa legið yfir mörgum borgum þar. Hreinsun loftsins þar er þó hafa kostað sitt. Þannig hafi fátæku fólki verið bannað að nota kol til að ylja sér að vetri eða það misst vinnuna. WHO hvetur indversk stjórnvöld engu að síður til þess að feta í fótspor Kínverja þar sem stjórnvöld hafi tekið mengunina föstum tökum. Bangladess Indland Umhverfismál Tengdar fréttir Lítið gengur að ráða við loftmengun á Indlandi Mengunin er svo mikil yfir Nýju-Delí að krikketleikmenn hafa ælt á miðjum vellinum. 6. desember 2017 14:32 Loftmengunin í Delí á við að reykja fimmtíu sígarettur á dag „Þeir ná ekki andanum,“ segir læknir á sjúkrahúsi í Delí um lungnasjúklingana sem nú fylla gjörgæsludeildir. 8. nóvember 2017 12:17 Köstuðu látlaust upp meðan á leiknum stóð Gríðarleg loftmengun varð þess valdandi að leikmenn krikketliða Indlands og Sri Lanka þurftu ítrekað að stöðva leikinn til þess að kasta upp. 3. desember 2017 22:01 Vara skólastjórnendur í borginni við loftmengun Áfram er gert ráð fyrir lélegum loftgæðum nærri umferðaræðum í höfuðborginni í dag. 28. nóvember 2017 12:09 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Nýja Delí á Indlandi er mengaðasta stórborg í heimi eftir að kínversk yfirvöld gripu til aðgerða til að draga úr loftmengun samkvæmt greiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Níu af hverjum tíu jarðarbúum anda að sér menguðu lofti og um sjö milljónir manna deyja árlega af völdum mengunar í lofti.Greining WHO nær til borgar með fleiri en fjórtán milljónir íbúa frá árinu 2010 til 2016. Höfuðborgarsvæði Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, er næstmengaðasta borgin með tilliti til stærra svifryks (PM10), og Dakka, höfuðborg Bangladess, í því þriðja. Önnur indversk stórborg, Múmbaí, er í fjórða sætinu. Indverskar borgir eru einnig í sérflokki hvað varðar fínna svifryk (PM2,5). Fjórtán af fimmtán menguðustu borgunum í þeim flokki eru á Indlandi, samkvæmt frétt Washington Post. Flest dauðsföllin af völdum loftmengunar eru í Asíu og Afríku. Þar af látast 3,8 milljónir manna vegna lélegra loftgæða innandyra af völdum lélegrar eldunaraðstöðu. Það er sagt sérstaklega mikið vandamál á Indlandi. Mengunin leiðir til ýmissa sjúkdóma eins og hjartaáfalla, hjartasjúkdóma, lungnakrabbameins og öndunarfærasjúkdóma og sýkinga.Aðgerðirnar hafa bitnað á snauðu fólki Kínverska borgin Beijing er nú í fimmta sæti en hefur lengi verið talin ein mengaðasta borgin á jörðinni. Yfirvöld í Kína hafa gripið til aðgerða eins og að loka eða breyta verksmiðjum og draga úr kolanotkun til að létta á mengunarskýjunum sem hafa legið yfir mörgum borgum þar. Hreinsun loftsins þar er þó hafa kostað sitt. Þannig hafi fátæku fólki verið bannað að nota kol til að ylja sér að vetri eða það misst vinnuna. WHO hvetur indversk stjórnvöld engu að síður til þess að feta í fótspor Kínverja þar sem stjórnvöld hafi tekið mengunina föstum tökum.
Bangladess Indland Umhverfismál Tengdar fréttir Lítið gengur að ráða við loftmengun á Indlandi Mengunin er svo mikil yfir Nýju-Delí að krikketleikmenn hafa ælt á miðjum vellinum. 6. desember 2017 14:32 Loftmengunin í Delí á við að reykja fimmtíu sígarettur á dag „Þeir ná ekki andanum,“ segir læknir á sjúkrahúsi í Delí um lungnasjúklingana sem nú fylla gjörgæsludeildir. 8. nóvember 2017 12:17 Köstuðu látlaust upp meðan á leiknum stóð Gríðarleg loftmengun varð þess valdandi að leikmenn krikketliða Indlands og Sri Lanka þurftu ítrekað að stöðva leikinn til þess að kasta upp. 3. desember 2017 22:01 Vara skólastjórnendur í borginni við loftmengun Áfram er gert ráð fyrir lélegum loftgæðum nærri umferðaræðum í höfuðborginni í dag. 28. nóvember 2017 12:09 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Lítið gengur að ráða við loftmengun á Indlandi Mengunin er svo mikil yfir Nýju-Delí að krikketleikmenn hafa ælt á miðjum vellinum. 6. desember 2017 14:32
Loftmengunin í Delí á við að reykja fimmtíu sígarettur á dag „Þeir ná ekki andanum,“ segir læknir á sjúkrahúsi í Delí um lungnasjúklingana sem nú fylla gjörgæsludeildir. 8. nóvember 2017 12:17
Köstuðu látlaust upp meðan á leiknum stóð Gríðarleg loftmengun varð þess valdandi að leikmenn krikketliða Indlands og Sri Lanka þurftu ítrekað að stöðva leikinn til þess að kasta upp. 3. desember 2017 22:01
Vara skólastjórnendur í borginni við loftmengun Áfram er gert ráð fyrir lélegum loftgæðum nærri umferðaræðum í höfuðborginni í dag. 28. nóvember 2017 12:09