Vilja hækka laun kennara um 100 þúsund á mánuði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. maí 2018 20:01 Framsóknarflokkurinn í Reykjavík lofar launahækkunum til kennara, að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri og að frítt verði í strætó í eitt ár, komist flokkurinn í meirihluta í borginni. Oddvitinn er bjartsýnn á að ná tveimur mönnum inn og kveðst reiðubúinn að starfa með öllum flokkum. Framsókn kynnti helstu stefnumál sín fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í dag. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri leiðir listann og í öðru sæti er Snædís Karlsdóttir lögfræðingur og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er í því þriðja. Umferðar- og samgöngumál eru Framsóknarmönnum í borginni ofarlega í huga fyrir kosningarnar í vor en flokkurinn hyggst meðal annars beita sér fyrir því aðfrítt verði í strætó í eitt ár í tilraunaskyni. „Þetta eru alls ekki háleit markmið. Þetta er mjög ódýr og góð lausn fyrir borgarbúa, þeir finna strax fyrir þessu vegna þess að frítt í strætó mun draga verulega úr álagi á gatnakerfi borgarinnar,” segir Ingvar. Þá fái háskólanemar sem velji vistvæna ferðamáta, 20 þúsund krónur í mánaðarlegan samgöngustyrk. Segir raunhæft loforð að hækka laun kennara Flokkurinn bauð síðast fram undir nafninu Framsókn og flugvallarvinir en notast aðeins við nafn Framsóknarflokksins í komandi kosningum. „Við erum heldur betur flugvallarvinir,” segir Ingvar, spurður hvort Framsóknarmenn í borginni séu ekki lengur flugvallarvinir. Hann segir það algjört glapræði að verja fjármunum í að færa flugvöllinn. „Ég er flugmaður og flugstjóri og búinn að vera það í 22 ár hjá Icelandair og ég get sagt ykkur það að Reykjavíkurflugvöllur er mesti flugöryggisventill landsins.” Þá vill flokkurinn hækka laun leik- og grunnskólakennara um 100 þúsund krónur á mánuði og stytta vinnuvikuna ískólum borgarinnar í 35 klukkustundir. Aðspurður segir hann kosningaloforðið um hækkun launa vel vera raunhæft. „Þetta kostar um tvo milljarða á ári og ég vil benda á það að hagnaður Orkuveitunar var yfir 10 milljarðar, bæði í fyrra og árið þar á undan, þannig að það er mjög einfallt að fjármagna þetta,” segir Ingvar. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær grænt ljós fyrir dómi Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira
Framsóknarflokkurinn í Reykjavík lofar launahækkunum til kennara, að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri og að frítt verði í strætó í eitt ár, komist flokkurinn í meirihluta í borginni. Oddvitinn er bjartsýnn á að ná tveimur mönnum inn og kveðst reiðubúinn að starfa með öllum flokkum. Framsókn kynnti helstu stefnumál sín fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í dag. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri leiðir listann og í öðru sæti er Snædís Karlsdóttir lögfræðingur og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er í því þriðja. Umferðar- og samgöngumál eru Framsóknarmönnum í borginni ofarlega í huga fyrir kosningarnar í vor en flokkurinn hyggst meðal annars beita sér fyrir því aðfrítt verði í strætó í eitt ár í tilraunaskyni. „Þetta eru alls ekki háleit markmið. Þetta er mjög ódýr og góð lausn fyrir borgarbúa, þeir finna strax fyrir þessu vegna þess að frítt í strætó mun draga verulega úr álagi á gatnakerfi borgarinnar,” segir Ingvar. Þá fái háskólanemar sem velji vistvæna ferðamáta, 20 þúsund krónur í mánaðarlegan samgöngustyrk. Segir raunhæft loforð að hækka laun kennara Flokkurinn bauð síðast fram undir nafninu Framsókn og flugvallarvinir en notast aðeins við nafn Framsóknarflokksins í komandi kosningum. „Við erum heldur betur flugvallarvinir,” segir Ingvar, spurður hvort Framsóknarmenn í borginni séu ekki lengur flugvallarvinir. Hann segir það algjört glapræði að verja fjármunum í að færa flugvöllinn. „Ég er flugmaður og flugstjóri og búinn að vera það í 22 ár hjá Icelandair og ég get sagt ykkur það að Reykjavíkurflugvöllur er mesti flugöryggisventill landsins.” Þá vill flokkurinn hækka laun leik- og grunnskólakennara um 100 þúsund krónur á mánuði og stytta vinnuvikuna ískólum borgarinnar í 35 klukkustundir. Aðspurður segir hann kosningaloforðið um hækkun launa vel vera raunhæft. „Þetta kostar um tvo milljarða á ári og ég vil benda á það að hagnaður Orkuveitunar var yfir 10 milljarðar, bæði í fyrra og árið þar á undan, þannig að það er mjög einfallt að fjármagna þetta,” segir Ingvar.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær grænt ljós fyrir dómi Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira