Ástandið á Landspítala alvarlegt vegna ljósmæðradeilunnar að mati heilbrigðisráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2018 21:00 Heilbrigðisráðherra segir ástandið á Landspítalanum nú þegar vera orðið alvarlegt vegna uppsagna ljósmæðra. Brýnt sé að ná víðtækri sátt um leiðréttingu launa kvennastétta og óskandi að niðurstaða fengist fyrir alþjóðlegan dag ljósmæðra á laugardag. Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í sérstakri umræðu um málið á Alþingi í dag. Þær nytu ekki framhaldsmenntunar sinnar að loknu hjúkrunarnámi, væru á þrískiptum vöktum og brotin væru á þeim lög um hvíldartíma. Tíu vikna kjaradeila þeirra fyrir þremur árum sæti enn í þeim. „Þær unnu vinnuna sína samkvæmt skyldu í því verkfalli en var neitað um laun. Þær fara ekki í verkfall í þetta sinn heldur boða uppsagnir. Þær gera sér ljóst að verkfall er bitlaust verkfæri í þeirra höndum þar sem þeim er gert að tryggja neyðarmönnun,” sagði Guðjón og spurði heilbrigðisráðherra hvort skýringanna á stöðu ljósmæðra væri ef til vill að leita í þeirri staðreynd að um hreina kvennastétt væri að ræða. „Erum við að upplifa það enn hæstvirtur ráðherra og kynsystir ljósmæðra að við séum enn að fá staðfest að sú mismunun sem við horfum upp á sé vegna kerfislægs kynjamisréttis,“ spurði þingmaðurinn. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði brýnt að bæta kjör kvennastétta. Hún hafi beitt sér fyrir samningum við ljósmæður í heimaþjónustu sem heyrðu undir hennar ráðuneyti en fjármálaráðherra færi með samninga við ljósmæður á Landspítalanum. „En hins vegar þá er það mín afstaða að þegar hnúturinn er orðinn svo harður sem raun ber vitni hér þarf að hugsa út fyrir boxið,“ sagði Svandís. Það væri ánægjulegt að þverpólitísk samstaða væri að myndast um leiðréttingu á kjörum stórra kvennastétta og stjórnvöld og verkalýðshreyfing þyrftu að vinna saman að því. En Guðjón beindi því til ráðherra að stuðla að því að hægt verði að fagna nýjum kjarasamningum á alþjóðlegum degi ljósmæðra á laugardag. „Staðan er alvarleg á Landspítalanum nú þegar og verður alvarlegri með hverjum deginum sem líður. það er staðan. Við getum náð niðurstöðu í þessari stöðu og eigum að gera það. Ég mun leggja mitt að mörkum svo það megi verða og það væri auðvitað mér sérstakt gleðiefni ef það gæti orðið á laugardaginn kemur á alþjóðlegum degi ljósmæðra,“ sagði Svandís Svavarsdóttir á Alþingi í dag. Alþingi Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir ástandið á Landspítalanum nú þegar vera orðið alvarlegt vegna uppsagna ljósmæðra. Brýnt sé að ná víðtækri sátt um leiðréttingu launa kvennastétta og óskandi að niðurstaða fengist fyrir alþjóðlegan dag ljósmæðra á laugardag. Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í sérstakri umræðu um málið á Alþingi í dag. Þær nytu ekki framhaldsmenntunar sinnar að loknu hjúkrunarnámi, væru á þrískiptum vöktum og brotin væru á þeim lög um hvíldartíma. Tíu vikna kjaradeila þeirra fyrir þremur árum sæti enn í þeim. „Þær unnu vinnuna sína samkvæmt skyldu í því verkfalli en var neitað um laun. Þær fara ekki í verkfall í þetta sinn heldur boða uppsagnir. Þær gera sér ljóst að verkfall er bitlaust verkfæri í þeirra höndum þar sem þeim er gert að tryggja neyðarmönnun,” sagði Guðjón og spurði heilbrigðisráðherra hvort skýringanna á stöðu ljósmæðra væri ef til vill að leita í þeirri staðreynd að um hreina kvennastétt væri að ræða. „Erum við að upplifa það enn hæstvirtur ráðherra og kynsystir ljósmæðra að við séum enn að fá staðfest að sú mismunun sem við horfum upp á sé vegna kerfislægs kynjamisréttis,“ spurði þingmaðurinn. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði brýnt að bæta kjör kvennastétta. Hún hafi beitt sér fyrir samningum við ljósmæður í heimaþjónustu sem heyrðu undir hennar ráðuneyti en fjármálaráðherra færi með samninga við ljósmæður á Landspítalanum. „En hins vegar þá er það mín afstaða að þegar hnúturinn er orðinn svo harður sem raun ber vitni hér þarf að hugsa út fyrir boxið,“ sagði Svandís. Það væri ánægjulegt að þverpólitísk samstaða væri að myndast um leiðréttingu á kjörum stórra kvennastétta og stjórnvöld og verkalýðshreyfing þyrftu að vinna saman að því. En Guðjón beindi því til ráðherra að stuðla að því að hægt verði að fagna nýjum kjarasamningum á alþjóðlegum degi ljósmæðra á laugardag. „Staðan er alvarleg á Landspítalanum nú þegar og verður alvarlegri með hverjum deginum sem líður. það er staðan. Við getum náð niðurstöðu í þessari stöðu og eigum að gera það. Ég mun leggja mitt að mörkum svo það megi verða og það væri auðvitað mér sérstakt gleðiefni ef það gæti orðið á laugardaginn kemur á alþjóðlegum degi ljósmæðra,“ sagði Svandís Svavarsdóttir á Alþingi í dag.
Alþingi Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira