Ríkir miðaldra menn ógna með málssóknum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 5. maí 2018 09:30 Steinunn Stefánsdóttir, Auður Jónsdóttir og Bára Huld Beck skyggndust inn í heim fjölmiðla en aðbúnaður blaðamanna þykir vondur og ótryggur. Fréttablaðið/Eyþór Þær koma allar hver úr sinni áttinni, þær Auður Jónsdóttir rithöfundur, Steinunn Stefánsdóttir, blaðamaður og þýðandi, og Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum. Síðustu mánuði hafa þær skoðað starfsemi innlendra fjölmiðla og blaðamennsku og brátt kemur út bók þeirra, Þjáningarfrelsið. Þær ræddu við mikinn fjölda fólks sem hefur unnið eða starfar enn í fjölmiðlum. Sömuleiðis ræddu þær við heimspekinga, rithöfunda og ýmsa aðra sem í störfum sínum vinna með fjölmiðla á einn eða annan hátt. Reynsla Auðar af því að vera stefnt fyrir orð sín er kveikjan að bókinni. Hún var í lok janúar sýknuð í héraðsdómi í meiðyrðamáli sem Þórarinn Jónasson, landeigandi í Laxnesi, höfðaði á hendur henni. Málið gegn Auði var höfðað vegna aðsendrar stuðningsgreinar Auðar á Kjarnanum fyrir framboð Andra Snæs Magnasonar til forseta Íslands. Í greininni fjallaði Auður um umhverfismál á bernskuslóðum sínum í Mosfellsdal. Þórarinn hefur áfrýjað málinu. Auður: Ég ætlaði að gera bók um málaferlin. Ég var í hálfgerðri skilnaðarmaníu. Ég ætlaði að tala við blaðamenn með sambærilega reynslu sem höfðu lent í málaferlum og verið stefnt fyrir orð sín. Svo ákvað ég að tala við lögfræðinga mína, Ragnar Aðalsteinsson og Sigríði Rut Júlíusdóttur, og þá vildi ég tala við Sjón, því hann er formaður alþjóðlegra samtaka rithöfunda, útgefenda og blaðamanna. Þegar ég ræddi við allt þetta fólk opnaðist fyrir mér þessi veruleiki. Hvað það er erfitt að vera fjölmiðlamaður á Íslandi. Ég fór og ræddi við Elvu Ýr Gylfadóttur og Heiðdísi Magnúsdóttur hjá fjölmiðlanefnd um efni bókarinnar. Þær sögðu mér frá öllu þessu lagaverki um fjölmiðla. Þær gáfu mér ofgnótt upplýsinga. Ég uppgötvaði eftir að hafa talað við þær að ég gæti alls ekki gert þessa bók ein á nokkrum vikum. Á leiðinni heim gekk ég inn á skrifstofu Kjarnans og var frekar buguð. Ég ætlaði að finna einhvern til að gera þetta með mér. Á skrifstofunni var stödd Arndís Þorgeirsdóttir, fyrrverandi fréttastjóri á Fréttablaðinu og blaðamaður DV. Hún fékk glampa í augun þegar ég sagði henni frá hugmynd minni. En Bára var þarna líka og hlustaði á þetta allt saman og brosti góðlátlega til okkar.Fjárskortur fjölmiðla Auður segir að um leið og Arndís hafi sest yfir verkið hafi komið í ljós að þær réðu ekki tvær við verkið á þeim nokkurra mánaða tíma sem var til útgáfu. Auður: Hún Arndís vildi fá Steinunni til liðs við okkur, þær eru gamlar samstarfskonur af Fréttablaðinu. Steinunn var þá upptekin við að gera mastersritgerð í þýðingarfræðum og sótti landvarðarnámskeið. En ég sá að hún byrjaði að iða þegar ég sagði henni frá bókinni. Steinunn: Ég gat ekki sagt nei. Svo fékk Arndís stöðuhækkun hjá Kennarasambandinu og varð útgáfustjóri þar. Þá komum við og grátbáðum Báru um að taka hennar stað. Þá fórum við að gera þetta fyrir alvöru. Bára: Ég gat auðvitað heldur ekki sagt nei. Hafði hlustað á þær tala saman á skrifstofunni og fannst verkefnið spennandi. Vinnuveitendur mínir hafa sýnt þessu skilning. En vinnan hefur mest farið fram á kvöldin og um helgar. Kom eitthvað í vinnslu bókarinnar ykkur mjög á óvart? Steinunn: Það sem kom mér mest á óvart var hvað ólíkt fólk sagði sömu hlutina út frá mismunandi forsendum. Bára: Ég tek undir þetta. Auður: Hugsjónir liggja ekki til hægri eða vinstri þegar kemur að þessum grunngildum í blaðamennsku. Steinunn: Það sem fólk talar um, það er auðvitað þessi fjárskortur. Það er verið að gera hið ómögulega. Ýmsir bentu á að í raun væri stór hluti gagnrýni á íslenska fjölmiðla ómakleg. Vegna þess að það væri verið að ætlast til þess að þeir gerðu bara sömu hluti og New York Times. Fyrir utan svo alla ómálefnalegu gagnrýnina þar sem litið er fram hjá grunngildum blaðamennsku og ætlast til að fjölmiðlafólk gangi erinda einhverra hagsmunaaðila í stað þess að ástunda góð vinnubrögð. Bára: Viðmælendur okkar voru líka meira og minna á einu máli um að vinnuaðstaðan væri engan veginn nógu góð og vinnuumhverfið einkennist af óstöðugleika. Steinunn: Það er skortur á atvinnuöryggi og launin eru rosalega lág. Einn góðan veðurdag er kannski búið að leggja niður fjölmiðilinn, reglulega er blaðamönnum sagt upp til þess að spara og þá verða þeir oft fyrir valinu sem eru á aðeins hærri launum en hinir. Eða það eru komnir nýir eigendur sem bara skipta um starfsfólk.Karlaheimur Steinunn: Yngsta röddin í bókinni er líklega um þrítugt. Og elstu, Styrmir Gunnarsson og Jónas Kristjánsson, eru um áttrætt. Auður: Við ætluðum að láta kaflann um fortíðina heita Gamlir hundar. Þetta er svo mikill karlaheimur. Auður: Við reyndum að halda miklu kynjajafnvægi í þessari bók, Steinunn er mikill talsmaður þess. Það kostaði barning og umræður. Ég held að okkur hafi tekist ágætlega upp. Steinunn: Við erum líka mikið að tala við stjórnendur. Það býr líka til slagsíðu. Þannig að við erum inni í heimi þar sem er mjög mikil slagsíða. Stuðningur við fjölmiðla, er hann nægilegur? Steinunn: Það gerðist ýmislegt á meðan við vorum að skrifa þessa bók. Meðal annars kom út skýrsla um rekstrarumhverfi fjölmiðla í janúar. Þar er fjallað ítarlega um stöðu fjölmiðla, bæði hér á landi og erlendis. Það sem kemur fram í henni er sláandi þó að við sem störfum við fjölmiðla vitum staðreyndir málsins fullvel. Stjórnvöld styrkja fjölmiðla á öllum Norðurlöndum fyrir utan Ísland. Þar sem þó eru stærri málsamfélög en er hér. Og ekki bara stærri málsamfélög heldur stærri markaður. Fleiri áskrifendur, stærri auglýsendamarkaður sem hækkar auglýsingaverð. Ytri aðstæður fjölmiðla á Norðurlöndum eru miklu betri en hér á landi. Hér er allt á einhverjum örskala. Á Norðurlöndum eru ýmiss konar styrkir eða ívilnanir til fjölmiðla. Nú eru auðvitað skiptar skoðanir um það hvernig slíkar ívilnanir geta verið eða eiga að vera. Sumir eru mjög óánægðir með það fyrirkomulag að hafa skattaafslátt sem hangir á áskriftargjöldum. Það myndi til dæmis ekki henta Fréttablaðinu en myndi henta Morgunblaðinu mjög vel. Það myndi þýða, ef svoleiðis yrði innleitt, að þá þyrfti miðill á borð við Kjarnann að gerast áskriftarmiðill. Þá eru líka til skattaafslættir sem tengjast tekjum af auglýsingum. Síðan eru í sumum löndum einhvers konar launasjóðir blaðamanna. Sem eru reknir með svipuðum hætti og launasjóðir rithöfunda. Þar sem blaðamenn eða fjölmiðlar geta sótt um styrki til að vinna tiltekin verkefni. Hér á Íslandi er ekkert. Það er alveg sama hvert litið er. Það tíðkast einnig víða að styrkja landsbyggðarmiðla. Í Noregi er til dæmis myndarlegur stuðningur við næststærsta miðilinn á hverju svæði. Til þess að jafna samkeppnisaðstöðu. Þá er litið svo á að það þurfi tvo miðla til að koma í veg fyrir einokun og einsleitni og að það sé raunhæft að markaðurinn beri tvo en ekki fleiri miðla.Kveikjan að bókinni voru málaferli sem Auður stóð í. Henni var stefnt fyrir orð sín í aðsendri grein. Fréttablaðið/EyþórEignarhaldi fylgir ábyrgð Auður: Eignarhaldi fjölmiðla fylgir líka mikil ábyrgð. Eigendur fjölmiðla leyfa sér ákveðna hluti sem eru ekki alveg vatnsheldir og það er vanvirðing við störf fjölmiðlafólks. Bára: Margir viðmælenda greina frá slíkri vanvirðingu. Steinunn: Já, það kemur aftur og aftur fram í bókinni. Íslenska þjóð skortir einnig virðingu fyrir fjölmiðlum. Auður: Það þarf að sýna aðhald. En við verðum líka að sýna fjölmiðlum virðingu, einmitt til að eigendurnir sýni þessa virðingu líka. Steinunn: Þannig að þeir umgangist fjölmiðilinn sinn af virðingu. Þessi viðvarandi vanvirðing kemur til dæmis fram í yfirlýsingum ýmissa stjórnmálamanna. Þar sem er vaðið uppi og hlutum haldið fram sem standast ekki skoðun. Bára: Slíkt lýsir vanþekkingu á starfi og tilgangi ritstjórna. Steinunn: Og vanvirðingu á gildum blaðamennsku. Auður: Stjórnmálamenn þurfa að láta sér annt um fjölmiðla, þeir leyfa sér oft að tala þá niður sér í hag. Almenningur getur líka tekið stöðu með fjölmiðlum og hafnað þessu. Ekki hlustað á þetta. Hafnað því að það sé talað svona um fjölmiðla hans. Bára: Ábyrgðin er mikil. Auðvitað skipta orð ráðamanna um fjölmiðla máli. Auðvitað má gagnrýna fjölmiðla en það verður að gera það málefnalega. Við tölum við blaðamenn og ritstjóra á Stundinni, þeirra saga er mjög áhugaverð. Þau lýsa því hvernig það er að lenda í þessum málsóknum og hvaða áhrif það hefur. Svo er talað við Jóhannes Kr. Kristjánsson sem er með lítið fjölmiðlafyrirtæki sem varð fyrir árásum. Hann lyfti þó grettistaki með fréttaflutningi sínum.Á annan tug málsókna Auður: Ég held að Jón Trausti Reynisson, annar ritstjóri Stundarinnar, hafi orðið fyrir á annan tug málsókna á sínum ferli. Hann hefur unnið öll þessi mál nema eitt og hann heldur að hann hefði getað unnið þetta eina mál ef hann hefði farið með það fyrir mannréttindadómstól Evrópu. En að lifa með þessu, vinna við það. Það er fáránlegt. Steinunn: Í raun og veru má leiða líkur að því að, alla vega í einhverjum tilvikum, þá sé í þessum málsóknum fólgin ógn um fjárhagsleg skakkaföll fyrir fjölmiðilinn. Þetta eru peningamenn. Auður: Þetta eru oft karlmenn yfir miðjum aldri. Bára: Og þeir eru efnaðir, sem fara í mál. Steinunn: Kannski vita þeir frá upphafi að þeir munu tapa málinu. En þeim er alveg sama. Vegna þess að þeir vita að ógnin er sú að litli miðillinn stendur og fellur eftir því hvort málið vinnst eða tapast. Auður: Saga Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Kjarnans, er merkileg. Afskipti af hans störfum komu úr öllum áttum á nokkrum miðlum og hann endar á því að stofna eigin fjölmiðil. Það er áhugavert hvað það útheimtir. Saga hans er mjög lýsandi fyrir heim íslenskra fjölmiðla. Þær segja viðmælendur greina frá miklu vinnuálagi. Þá sé blaðamannsstarfið ófjölskylduvænt starf. Ástríðan fyrir starfinu fleyti þeim áfram. Steinunn: Ég þekki meira og minna öll börn blaðamanna sem ég hef unnið með því þessir ræflar hafa meira og minna verið lafandi inni á ritstjórnum eftir að skóla og leikskóla lýkur og þangað til mamma eða pabbi eru búin að vinna fréttina sína einhvern tíma og einhvern tíma. Auður: Fólk er að vinna eitt að stórum úttektum, flóknum málum upp á sitt eindæmi. Í málum sem í nágrannalöndunum stór teymi vinna saman. Það er mikið álag sem fylgir því. Bára: Fólk endist í þessu af ástríðu. Maður getur svo sannarlega dregið þá ályktun. Steinunn: Svo eru margir sem átta sig á því að þeir hafa ekki efni á því að elta ástríðuna lengur. Eða að þeir velja frekar að eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni. En sumir þeirra koma svo til baka af því að þeir átta sig á því að hjartað slær í fjölmiðlum. Fjölmiðlar Menning Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Þær koma allar hver úr sinni áttinni, þær Auður Jónsdóttir rithöfundur, Steinunn Stefánsdóttir, blaðamaður og þýðandi, og Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum. Síðustu mánuði hafa þær skoðað starfsemi innlendra fjölmiðla og blaðamennsku og brátt kemur út bók þeirra, Þjáningarfrelsið. Þær ræddu við mikinn fjölda fólks sem hefur unnið eða starfar enn í fjölmiðlum. Sömuleiðis ræddu þær við heimspekinga, rithöfunda og ýmsa aðra sem í störfum sínum vinna með fjölmiðla á einn eða annan hátt. Reynsla Auðar af því að vera stefnt fyrir orð sín er kveikjan að bókinni. Hún var í lok janúar sýknuð í héraðsdómi í meiðyrðamáli sem Þórarinn Jónasson, landeigandi í Laxnesi, höfðaði á hendur henni. Málið gegn Auði var höfðað vegna aðsendrar stuðningsgreinar Auðar á Kjarnanum fyrir framboð Andra Snæs Magnasonar til forseta Íslands. Í greininni fjallaði Auður um umhverfismál á bernskuslóðum sínum í Mosfellsdal. Þórarinn hefur áfrýjað málinu. Auður: Ég ætlaði að gera bók um málaferlin. Ég var í hálfgerðri skilnaðarmaníu. Ég ætlaði að tala við blaðamenn með sambærilega reynslu sem höfðu lent í málaferlum og verið stefnt fyrir orð sín. Svo ákvað ég að tala við lögfræðinga mína, Ragnar Aðalsteinsson og Sigríði Rut Júlíusdóttur, og þá vildi ég tala við Sjón, því hann er formaður alþjóðlegra samtaka rithöfunda, útgefenda og blaðamanna. Þegar ég ræddi við allt þetta fólk opnaðist fyrir mér þessi veruleiki. Hvað það er erfitt að vera fjölmiðlamaður á Íslandi. Ég fór og ræddi við Elvu Ýr Gylfadóttur og Heiðdísi Magnúsdóttur hjá fjölmiðlanefnd um efni bókarinnar. Þær sögðu mér frá öllu þessu lagaverki um fjölmiðla. Þær gáfu mér ofgnótt upplýsinga. Ég uppgötvaði eftir að hafa talað við þær að ég gæti alls ekki gert þessa bók ein á nokkrum vikum. Á leiðinni heim gekk ég inn á skrifstofu Kjarnans og var frekar buguð. Ég ætlaði að finna einhvern til að gera þetta með mér. Á skrifstofunni var stödd Arndís Þorgeirsdóttir, fyrrverandi fréttastjóri á Fréttablaðinu og blaðamaður DV. Hún fékk glampa í augun þegar ég sagði henni frá hugmynd minni. En Bára var þarna líka og hlustaði á þetta allt saman og brosti góðlátlega til okkar.Fjárskortur fjölmiðla Auður segir að um leið og Arndís hafi sest yfir verkið hafi komið í ljós að þær réðu ekki tvær við verkið á þeim nokkurra mánaða tíma sem var til útgáfu. Auður: Hún Arndís vildi fá Steinunni til liðs við okkur, þær eru gamlar samstarfskonur af Fréttablaðinu. Steinunn var þá upptekin við að gera mastersritgerð í þýðingarfræðum og sótti landvarðarnámskeið. En ég sá að hún byrjaði að iða þegar ég sagði henni frá bókinni. Steinunn: Ég gat ekki sagt nei. Svo fékk Arndís stöðuhækkun hjá Kennarasambandinu og varð útgáfustjóri þar. Þá komum við og grátbáðum Báru um að taka hennar stað. Þá fórum við að gera þetta fyrir alvöru. Bára: Ég gat auðvitað heldur ekki sagt nei. Hafði hlustað á þær tala saman á skrifstofunni og fannst verkefnið spennandi. Vinnuveitendur mínir hafa sýnt þessu skilning. En vinnan hefur mest farið fram á kvöldin og um helgar. Kom eitthvað í vinnslu bókarinnar ykkur mjög á óvart? Steinunn: Það sem kom mér mest á óvart var hvað ólíkt fólk sagði sömu hlutina út frá mismunandi forsendum. Bára: Ég tek undir þetta. Auður: Hugsjónir liggja ekki til hægri eða vinstri þegar kemur að þessum grunngildum í blaðamennsku. Steinunn: Það sem fólk talar um, það er auðvitað þessi fjárskortur. Það er verið að gera hið ómögulega. Ýmsir bentu á að í raun væri stór hluti gagnrýni á íslenska fjölmiðla ómakleg. Vegna þess að það væri verið að ætlast til þess að þeir gerðu bara sömu hluti og New York Times. Fyrir utan svo alla ómálefnalegu gagnrýnina þar sem litið er fram hjá grunngildum blaðamennsku og ætlast til að fjölmiðlafólk gangi erinda einhverra hagsmunaaðila í stað þess að ástunda góð vinnubrögð. Bára: Viðmælendur okkar voru líka meira og minna á einu máli um að vinnuaðstaðan væri engan veginn nógu góð og vinnuumhverfið einkennist af óstöðugleika. Steinunn: Það er skortur á atvinnuöryggi og launin eru rosalega lág. Einn góðan veðurdag er kannski búið að leggja niður fjölmiðilinn, reglulega er blaðamönnum sagt upp til þess að spara og þá verða þeir oft fyrir valinu sem eru á aðeins hærri launum en hinir. Eða það eru komnir nýir eigendur sem bara skipta um starfsfólk.Karlaheimur Steinunn: Yngsta röddin í bókinni er líklega um þrítugt. Og elstu, Styrmir Gunnarsson og Jónas Kristjánsson, eru um áttrætt. Auður: Við ætluðum að láta kaflann um fortíðina heita Gamlir hundar. Þetta er svo mikill karlaheimur. Auður: Við reyndum að halda miklu kynjajafnvægi í þessari bók, Steinunn er mikill talsmaður þess. Það kostaði barning og umræður. Ég held að okkur hafi tekist ágætlega upp. Steinunn: Við erum líka mikið að tala við stjórnendur. Það býr líka til slagsíðu. Þannig að við erum inni í heimi þar sem er mjög mikil slagsíða. Stuðningur við fjölmiðla, er hann nægilegur? Steinunn: Það gerðist ýmislegt á meðan við vorum að skrifa þessa bók. Meðal annars kom út skýrsla um rekstrarumhverfi fjölmiðla í janúar. Þar er fjallað ítarlega um stöðu fjölmiðla, bæði hér á landi og erlendis. Það sem kemur fram í henni er sláandi þó að við sem störfum við fjölmiðla vitum staðreyndir málsins fullvel. Stjórnvöld styrkja fjölmiðla á öllum Norðurlöndum fyrir utan Ísland. Þar sem þó eru stærri málsamfélög en er hér. Og ekki bara stærri málsamfélög heldur stærri markaður. Fleiri áskrifendur, stærri auglýsendamarkaður sem hækkar auglýsingaverð. Ytri aðstæður fjölmiðla á Norðurlöndum eru miklu betri en hér á landi. Hér er allt á einhverjum örskala. Á Norðurlöndum eru ýmiss konar styrkir eða ívilnanir til fjölmiðla. Nú eru auðvitað skiptar skoðanir um það hvernig slíkar ívilnanir geta verið eða eiga að vera. Sumir eru mjög óánægðir með það fyrirkomulag að hafa skattaafslátt sem hangir á áskriftargjöldum. Það myndi til dæmis ekki henta Fréttablaðinu en myndi henta Morgunblaðinu mjög vel. Það myndi þýða, ef svoleiðis yrði innleitt, að þá þyrfti miðill á borð við Kjarnann að gerast áskriftarmiðill. Þá eru líka til skattaafslættir sem tengjast tekjum af auglýsingum. Síðan eru í sumum löndum einhvers konar launasjóðir blaðamanna. Sem eru reknir með svipuðum hætti og launasjóðir rithöfunda. Þar sem blaðamenn eða fjölmiðlar geta sótt um styrki til að vinna tiltekin verkefni. Hér á Íslandi er ekkert. Það er alveg sama hvert litið er. Það tíðkast einnig víða að styrkja landsbyggðarmiðla. Í Noregi er til dæmis myndarlegur stuðningur við næststærsta miðilinn á hverju svæði. Til þess að jafna samkeppnisaðstöðu. Þá er litið svo á að það þurfi tvo miðla til að koma í veg fyrir einokun og einsleitni og að það sé raunhæft að markaðurinn beri tvo en ekki fleiri miðla.Kveikjan að bókinni voru málaferli sem Auður stóð í. Henni var stefnt fyrir orð sín í aðsendri grein. Fréttablaðið/EyþórEignarhaldi fylgir ábyrgð Auður: Eignarhaldi fjölmiðla fylgir líka mikil ábyrgð. Eigendur fjölmiðla leyfa sér ákveðna hluti sem eru ekki alveg vatnsheldir og það er vanvirðing við störf fjölmiðlafólks. Bára: Margir viðmælenda greina frá slíkri vanvirðingu. Steinunn: Já, það kemur aftur og aftur fram í bókinni. Íslenska þjóð skortir einnig virðingu fyrir fjölmiðlum. Auður: Það þarf að sýna aðhald. En við verðum líka að sýna fjölmiðlum virðingu, einmitt til að eigendurnir sýni þessa virðingu líka. Steinunn: Þannig að þeir umgangist fjölmiðilinn sinn af virðingu. Þessi viðvarandi vanvirðing kemur til dæmis fram í yfirlýsingum ýmissa stjórnmálamanna. Þar sem er vaðið uppi og hlutum haldið fram sem standast ekki skoðun. Bára: Slíkt lýsir vanþekkingu á starfi og tilgangi ritstjórna. Steinunn: Og vanvirðingu á gildum blaðamennsku. Auður: Stjórnmálamenn þurfa að láta sér annt um fjölmiðla, þeir leyfa sér oft að tala þá niður sér í hag. Almenningur getur líka tekið stöðu með fjölmiðlum og hafnað þessu. Ekki hlustað á þetta. Hafnað því að það sé talað svona um fjölmiðla hans. Bára: Ábyrgðin er mikil. Auðvitað skipta orð ráðamanna um fjölmiðla máli. Auðvitað má gagnrýna fjölmiðla en það verður að gera það málefnalega. Við tölum við blaðamenn og ritstjóra á Stundinni, þeirra saga er mjög áhugaverð. Þau lýsa því hvernig það er að lenda í þessum málsóknum og hvaða áhrif það hefur. Svo er talað við Jóhannes Kr. Kristjánsson sem er með lítið fjölmiðlafyrirtæki sem varð fyrir árásum. Hann lyfti þó grettistaki með fréttaflutningi sínum.Á annan tug málsókna Auður: Ég held að Jón Trausti Reynisson, annar ritstjóri Stundarinnar, hafi orðið fyrir á annan tug málsókna á sínum ferli. Hann hefur unnið öll þessi mál nema eitt og hann heldur að hann hefði getað unnið þetta eina mál ef hann hefði farið með það fyrir mannréttindadómstól Evrópu. En að lifa með þessu, vinna við það. Það er fáránlegt. Steinunn: Í raun og veru má leiða líkur að því að, alla vega í einhverjum tilvikum, þá sé í þessum málsóknum fólgin ógn um fjárhagsleg skakkaföll fyrir fjölmiðilinn. Þetta eru peningamenn. Auður: Þetta eru oft karlmenn yfir miðjum aldri. Bára: Og þeir eru efnaðir, sem fara í mál. Steinunn: Kannski vita þeir frá upphafi að þeir munu tapa málinu. En þeim er alveg sama. Vegna þess að þeir vita að ógnin er sú að litli miðillinn stendur og fellur eftir því hvort málið vinnst eða tapast. Auður: Saga Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Kjarnans, er merkileg. Afskipti af hans störfum komu úr öllum áttum á nokkrum miðlum og hann endar á því að stofna eigin fjölmiðil. Það er áhugavert hvað það útheimtir. Saga hans er mjög lýsandi fyrir heim íslenskra fjölmiðla. Þær segja viðmælendur greina frá miklu vinnuálagi. Þá sé blaðamannsstarfið ófjölskylduvænt starf. Ástríðan fyrir starfinu fleyti þeim áfram. Steinunn: Ég þekki meira og minna öll börn blaðamanna sem ég hef unnið með því þessir ræflar hafa meira og minna verið lafandi inni á ritstjórnum eftir að skóla og leikskóla lýkur og þangað til mamma eða pabbi eru búin að vinna fréttina sína einhvern tíma og einhvern tíma. Auður: Fólk er að vinna eitt að stórum úttektum, flóknum málum upp á sitt eindæmi. Í málum sem í nágrannalöndunum stór teymi vinna saman. Það er mikið álag sem fylgir því. Bára: Fólk endist í þessu af ástríðu. Maður getur svo sannarlega dregið þá ályktun. Steinunn: Svo eru margir sem átta sig á því að þeir hafa ekki efni á því að elta ástríðuna lengur. Eða að þeir velja frekar að eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni. En sumir þeirra koma svo til baka af því að þeir átta sig á því að hjartað slær í fjölmiðlum.
Fjölmiðlar Menning Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira