Trump vildi koma óorði á samningamennina Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 6. maí 2018 09:53 Donald Trump ásamt öðrum eldheitum andstæðingi íranska kjarnorkusamningsins, Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Vísir/AFP Samkvæmt skjölum sem breska blaðið The Observer hefur undir höndum réðu aðstoðarmenn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, ísraelskt fyrirtæki til að skipuleggja óhróðursherferð gegn þeim sem stjórnuðu samningaviðræðum við Íran þegar gerður var svokallaður kjarnorkusamningur. Samingurinn fól í sér að Íran myndi láta af öllum áformum um þróun á kjarnorkutækni. Trump er mjög nöp við téðan samning og lét hann þá skoðun sína títt í ljós í kosningaherferð sinni, sem og æ síðan. Einna helst var markmið fulltrúa Trumps að grafa upp skít á Ben Rhodes, aðalsamningamann í samningaviðræðum við Íran, og Colin Kahl, þjóðaröryggisráðgjafa Joe Biden í varaforsetatíð hans. Biden var varaforseti í embættistíð Barack Obama. Meðal annars átti að leita að vinatengslum við íranska hagsmunagæsluaðila og hvort þeir Rhodes og Kahl hefðu hagnast persónulega á samningnum. Einnig átti að hafa samband við blaðamenn sem vitað er til að skrifað höfðu jákvæðar fréttir um samninginn. Þó að staðfest sé að frumkvæðið að þessari rannsókn hafi komið frá fulltrúum Trump þá liggur ekki fyrir hve langt rannsóknin komst eða hvaða efni kom upp við rannsóknina. Rhodes vissi ekki af rannsókninni en hafði þetta um hana að segja: „Því miður kemur þetta mér ekki á óvart. Ég myndi segja að það að reyna að grafa upp óhróður á einhvern sem er einfaldlega að sinna sínum skyldum sem starfsmaður Hvíta hússins líkist óhugnanlega mikið tilburðum einræðisherra.“ Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um málið. Trump mætir þessa dagana miklum alþjóðlegum þrýstingi að halda í kjarnorkusamninginn við Íran. Til að mynda hefur Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvatt hann til þess opinberlega. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, kemur svo í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna í dag þar sem eitt af markmiðunum mun vera að sannfæra Trump um að halda sig við samninginn. Donald Trump Tengdar fréttir „Hnífar, hnífar, hnífar“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag ársfund NRA, Skotvopnasamtök Bandaríkjanna. Varði hann skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna og sagði spítala í miðborg London líkjast spítala á stríðssvæðum vegna tíðra hnífaárása. 4. maí 2018 21:58 Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna reynir að ná til Trump Antonio Guterres óttast að það skapist raunveruleg hætta á stríði. 3. maí 2018 08:49 Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Þúsund hagfræðingar vara Trump við að endurtaka fyrri mistök Rúmlega eitt þúsund hagfræðingar, þar á meðal 14 nóbelsverðlaunahafar, hafa sett nafn sitt við viðvörun til Bandaríkjaforsetans Donald Trump. 4. maí 2018 07:00 Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Samkvæmt skjölum sem breska blaðið The Observer hefur undir höndum réðu aðstoðarmenn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, ísraelskt fyrirtæki til að skipuleggja óhróðursherferð gegn þeim sem stjórnuðu samningaviðræðum við Íran þegar gerður var svokallaður kjarnorkusamningur. Samingurinn fól í sér að Íran myndi láta af öllum áformum um þróun á kjarnorkutækni. Trump er mjög nöp við téðan samning og lét hann þá skoðun sína títt í ljós í kosningaherferð sinni, sem og æ síðan. Einna helst var markmið fulltrúa Trumps að grafa upp skít á Ben Rhodes, aðalsamningamann í samningaviðræðum við Íran, og Colin Kahl, þjóðaröryggisráðgjafa Joe Biden í varaforsetatíð hans. Biden var varaforseti í embættistíð Barack Obama. Meðal annars átti að leita að vinatengslum við íranska hagsmunagæsluaðila og hvort þeir Rhodes og Kahl hefðu hagnast persónulega á samningnum. Einnig átti að hafa samband við blaðamenn sem vitað er til að skrifað höfðu jákvæðar fréttir um samninginn. Þó að staðfest sé að frumkvæðið að þessari rannsókn hafi komið frá fulltrúum Trump þá liggur ekki fyrir hve langt rannsóknin komst eða hvaða efni kom upp við rannsóknina. Rhodes vissi ekki af rannsókninni en hafði þetta um hana að segja: „Því miður kemur þetta mér ekki á óvart. Ég myndi segja að það að reyna að grafa upp óhróður á einhvern sem er einfaldlega að sinna sínum skyldum sem starfsmaður Hvíta hússins líkist óhugnanlega mikið tilburðum einræðisherra.“ Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um málið. Trump mætir þessa dagana miklum alþjóðlegum þrýstingi að halda í kjarnorkusamninginn við Íran. Til að mynda hefur Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvatt hann til þess opinberlega. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, kemur svo í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna í dag þar sem eitt af markmiðunum mun vera að sannfæra Trump um að halda sig við samninginn.
Donald Trump Tengdar fréttir „Hnífar, hnífar, hnífar“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag ársfund NRA, Skotvopnasamtök Bandaríkjanna. Varði hann skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna og sagði spítala í miðborg London líkjast spítala á stríðssvæðum vegna tíðra hnífaárása. 4. maí 2018 21:58 Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna reynir að ná til Trump Antonio Guterres óttast að það skapist raunveruleg hætta á stríði. 3. maí 2018 08:49 Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Þúsund hagfræðingar vara Trump við að endurtaka fyrri mistök Rúmlega eitt þúsund hagfræðingar, þar á meðal 14 nóbelsverðlaunahafar, hafa sett nafn sitt við viðvörun til Bandaríkjaforsetans Donald Trump. 4. maí 2018 07:00 Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
„Hnífar, hnífar, hnífar“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag ársfund NRA, Skotvopnasamtök Bandaríkjanna. Varði hann skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna og sagði spítala í miðborg London líkjast spítala á stríðssvæðum vegna tíðra hnífaárása. 4. maí 2018 21:58
Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna reynir að ná til Trump Antonio Guterres óttast að það skapist raunveruleg hætta á stríði. 3. maí 2018 08:49
Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00
Þúsund hagfræðingar vara Trump við að endurtaka fyrri mistök Rúmlega eitt þúsund hagfræðingar, þar á meðal 14 nóbelsverðlaunahafar, hafa sett nafn sitt við viðvörun til Bandaríkjaforsetans Donald Trump. 4. maí 2018 07:00