Byltingin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 7. maí 2018 10:00 Niðurstöður skoðanakannana fyrir kosningar jafngilda sannarlega ekki úrslitum en gefa samt iðulega góða mynd af stemningunni í þjóðfélaginu. Nýlegar skoðanakannanir um fylgi flokka í borginni sýna að kjósendur eru upp til hópa ekki sérlega nýjungagjarnir. Þeir hafa úr nógu að velja en halla sér flestir annaðhvort að Samfylkingunni eða Sjálfstæðisflokki. Hin nýju framboð sem spruttu skyndilega upp eins og gorkúlur eru ekki að sanka að sér fjöldafylgi, enda verður ekki séð að frambjóðendur þeirra hafi mikið fram að færa annað en upphrópanir og innihaldslausa frasa. Það er enginn byltingarandi í kjósendum en byltingartal má samt vissulega greina í kosningabaráttunni. Það einskorðast við forsvarsmenn tveggja flokka sem enginn eftirspurn er eftir, það er að segja Alþýðufylkingarinnar og Sósíalistaflokksins. Í nýjustu skoðanakönnun Gallups mælist fylgi Sósíalistaflokksins um tvö prósent og fylgi Alþýðufylkingarinnar svo lítið að það mælist vart. Ekki er þetta árangur sem hægt er að státa sig af. Furðulegt er síðan af hverju þessir flokkar, sem unna sósíalismanum svo heitt og eiga því málefnasamstöðu, hafi ekki sameinast fyrir borgarstjórnarkosningar. Ef einhver munur er á þessum flokkum, annar en sá að þeir heita ólíkum nöfnum, þá verður það væntanlega útskýrt fyrir þeim fáu áhugasömu í sjónvarpsumræðum seinna í þessum mánuði. Hið æpandi áhugaleysi kjósenda á sósíalískri byltingu kemur engan veginn á óvart. Kjósendur telja það réttilega vera algjöra tímaskekkju að vekja upp vofu Karls Marx, enda vitað að hún hefur ekki skapað mikla gæfu þar sem hún hefur reikað um. Á sama tíma og ljóst er að kjósendur hafa lítinn áhuga á flokkum þar sem farið er með gamla frasa um alþýðu í hlekkjum eru byltingarsinnar innan verkalýðsforystunnar í miklum ham. Ræða Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á 1. maí hefur eflaust hljómað eins og sætasta músík í eyrum þeirra sem láta sig dreyma um byltingu og rauða fána. Formaðurinn boðaði aðgerðir sem ekki hafa sést hér á landi í áratugi. Af máli hans mátti ætla að ekkert yrði gefið eftir í baráttunni við atvinnurekendur (hina illu arðræningja) og ríkisstjórnina (bandalag sérhagsmunaflokka). Einhver myndi kannski freistast til að túlka orð hans einungis sem dæmigert slagorðatal á baráttudegi verkalýðsins, sem ekki ætti að taka of bókstaflega. Formanninum virðist hins vegar vera full alvara. Hann vill skapa upplausn og ringulreið og vera bálreiður og viðskotaillur við samningaborðið. Kjósendur í landinu eru pollrólegir, kannski um of, því áhugi þeirra á komandi kosningum sýnist ekki sérlega mikill. Síst eru þeir á harðahlaupum í faðm flokkanna sem boða sósíalíska byltingu. Ekkert bendir heldur til að þeir líti á byltingarsinna innan verkalýðshreyfingarinnar sem fulltrúa sína. Í staðinn fyrir að reyna að hafa vit fyrir þjóðinni ættu byltingarsinnarnir að spyrja sig: Hvað vill þjóðin? En þeir spyrja ekki því þeir vita að þeim mun ekki líka svarið. Sjálfsagt lifa þeir í þeirri trú að sá tími komi að þjóðin ranki við sér og æpi á byltingu. Það mun ekki gerast. Öllum leyfist samt að láta sig dreyma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Niðurstöður skoðanakannana fyrir kosningar jafngilda sannarlega ekki úrslitum en gefa samt iðulega góða mynd af stemningunni í þjóðfélaginu. Nýlegar skoðanakannanir um fylgi flokka í borginni sýna að kjósendur eru upp til hópa ekki sérlega nýjungagjarnir. Þeir hafa úr nógu að velja en halla sér flestir annaðhvort að Samfylkingunni eða Sjálfstæðisflokki. Hin nýju framboð sem spruttu skyndilega upp eins og gorkúlur eru ekki að sanka að sér fjöldafylgi, enda verður ekki séð að frambjóðendur þeirra hafi mikið fram að færa annað en upphrópanir og innihaldslausa frasa. Það er enginn byltingarandi í kjósendum en byltingartal má samt vissulega greina í kosningabaráttunni. Það einskorðast við forsvarsmenn tveggja flokka sem enginn eftirspurn er eftir, það er að segja Alþýðufylkingarinnar og Sósíalistaflokksins. Í nýjustu skoðanakönnun Gallups mælist fylgi Sósíalistaflokksins um tvö prósent og fylgi Alþýðufylkingarinnar svo lítið að það mælist vart. Ekki er þetta árangur sem hægt er að státa sig af. Furðulegt er síðan af hverju þessir flokkar, sem unna sósíalismanum svo heitt og eiga því málefnasamstöðu, hafi ekki sameinast fyrir borgarstjórnarkosningar. Ef einhver munur er á þessum flokkum, annar en sá að þeir heita ólíkum nöfnum, þá verður það væntanlega útskýrt fyrir þeim fáu áhugasömu í sjónvarpsumræðum seinna í þessum mánuði. Hið æpandi áhugaleysi kjósenda á sósíalískri byltingu kemur engan veginn á óvart. Kjósendur telja það réttilega vera algjöra tímaskekkju að vekja upp vofu Karls Marx, enda vitað að hún hefur ekki skapað mikla gæfu þar sem hún hefur reikað um. Á sama tíma og ljóst er að kjósendur hafa lítinn áhuga á flokkum þar sem farið er með gamla frasa um alþýðu í hlekkjum eru byltingarsinnar innan verkalýðsforystunnar í miklum ham. Ræða Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á 1. maí hefur eflaust hljómað eins og sætasta músík í eyrum þeirra sem láta sig dreyma um byltingu og rauða fána. Formaðurinn boðaði aðgerðir sem ekki hafa sést hér á landi í áratugi. Af máli hans mátti ætla að ekkert yrði gefið eftir í baráttunni við atvinnurekendur (hina illu arðræningja) og ríkisstjórnina (bandalag sérhagsmunaflokka). Einhver myndi kannski freistast til að túlka orð hans einungis sem dæmigert slagorðatal á baráttudegi verkalýðsins, sem ekki ætti að taka of bókstaflega. Formanninum virðist hins vegar vera full alvara. Hann vill skapa upplausn og ringulreið og vera bálreiður og viðskotaillur við samningaborðið. Kjósendur í landinu eru pollrólegir, kannski um of, því áhugi þeirra á komandi kosningum sýnist ekki sérlega mikill. Síst eru þeir á harðahlaupum í faðm flokkanna sem boða sósíalíska byltingu. Ekkert bendir heldur til að þeir líti á byltingarsinna innan verkalýðshreyfingarinnar sem fulltrúa sína. Í staðinn fyrir að reyna að hafa vit fyrir þjóðinni ættu byltingarsinnarnir að spyrja sig: Hvað vill þjóðin? En þeir spyrja ekki því þeir vita að þeim mun ekki líka svarið. Sjálfsagt lifa þeir í þeirri trú að sá tími komi að þjóðin ranki við sér og æpi á byltingu. Það mun ekki gerast. Öllum leyfist samt að láta sig dreyma.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun