Jafn margar kvartanir vegna flugfélaga í byrjun árs og allt árið 2016 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. maí 2018 06:00 Icelandair og WOW eru umsvifamestu flugfélögin á Keflavíkurflugvelli. Vísir/GVA Samgöngustofu bárust jafn margar kvartanir vegna seinkunar á flugferðum á fyrstu þremur mánuðum ársins 2018 og bárust allt árið 2016. Kvörtunum hafði fjölgað jafnt og þétt samhliða auknum straumi um Keflavíkurflugvöll en sprenging varð á síðasta ári. Komi til tafa eða aflýsingar á flugferð eiga farþegar margvíslegan rétt á grundvelli Evrópureglugerðar um efnið. Bæði getur þar verið um að ræða hressingu og gistingu ef þörf er á. Sé flugi aflýst eða seinkun varir lengur en þrjár klukkustundir eiga farþegar rétt á stöðluðum skaðabótum sem eru misháar eftir lengd flugsins. Bæturnar eru á bilinu 250 til 600 evrur.Þórhildur Elínardóttir, upplýsingafulltrúi SamgöngustofuÁ fyrstu þremur mánuðum ársins bárust Samgöngustofu 424 kvartanir vegna slíkra mála en það er nákvæmlega sami fjöldi og allt árið 2016. Í fyrra barst alls 1.121 kvörtun. Stofnunin tekur málin til meðferðar og kannar hvort réttur neytandans sé til staðar eður ei. „Þessi aukning kemur okkur ekki í opna skjöldu og er í raun eðlileg afleiðing af fjölgun flugferða,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. „Afgreiðslutími mála hjá okkur hefur lengst og við höfum brugðist við því með því að fjölga starfsfólki.“ Meðal annars hafi þjónustusvið tekið til við að svara fyrirspurnum sem ekki lúta að eiginlegri afgreiðslu málanna. Það hafi minnkað álagið mikið. „Við höfum einnig lagt áherslu á samstarf við flugfélögin enda er mikilvægt að þau svari sjálf sínum viðskiptavinum fljótt og vel til að færri mál endi í kvörtun eða ákvörðun. Eðlilegasta afgreiðslan er ef viðskiptavinir og flugrekendur geta komist að niðurstöðu án aðkomu Samgöngustofu,“ segir Þórhildur. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira
Samgöngustofu bárust jafn margar kvartanir vegna seinkunar á flugferðum á fyrstu þremur mánuðum ársins 2018 og bárust allt árið 2016. Kvörtunum hafði fjölgað jafnt og þétt samhliða auknum straumi um Keflavíkurflugvöll en sprenging varð á síðasta ári. Komi til tafa eða aflýsingar á flugferð eiga farþegar margvíslegan rétt á grundvelli Evrópureglugerðar um efnið. Bæði getur þar verið um að ræða hressingu og gistingu ef þörf er á. Sé flugi aflýst eða seinkun varir lengur en þrjár klukkustundir eiga farþegar rétt á stöðluðum skaðabótum sem eru misháar eftir lengd flugsins. Bæturnar eru á bilinu 250 til 600 evrur.Þórhildur Elínardóttir, upplýsingafulltrúi SamgöngustofuÁ fyrstu þremur mánuðum ársins bárust Samgöngustofu 424 kvartanir vegna slíkra mála en það er nákvæmlega sami fjöldi og allt árið 2016. Í fyrra barst alls 1.121 kvörtun. Stofnunin tekur málin til meðferðar og kannar hvort réttur neytandans sé til staðar eður ei. „Þessi aukning kemur okkur ekki í opna skjöldu og er í raun eðlileg afleiðing af fjölgun flugferða,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. „Afgreiðslutími mála hjá okkur hefur lengst og við höfum brugðist við því með því að fjölga starfsfólki.“ Meðal annars hafi þjónustusvið tekið til við að svara fyrirspurnum sem ekki lúta að eiginlegri afgreiðslu málanna. Það hafi minnkað álagið mikið. „Við höfum einnig lagt áherslu á samstarf við flugfélögin enda er mikilvægt að þau svari sjálf sínum viðskiptavinum fljótt og vel til að færri mál endi í kvörtun eða ákvörðun. Eðlilegasta afgreiðslan er ef viðskiptavinir og flugrekendur geta komist að niðurstöðu án aðkomu Samgöngustofu,“ segir Þórhildur.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira