Erlent

Hæfði innanríkisráðherrann í handlegginn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ráðherrann var fluttur í snatri á sjúkrahús.
Ráðherrann var fluttur í snatri á sjúkrahús. Vísir/epa
Innanríkisráðherra Pakistan, Ahsan Iqbal, var skotinn á fjöldafundi í gær. Byssumaðurinn var handtekinn á staðnum og fluttur til yfirheyrslu. Ekki er vitað hvað býr að baki árásinni.

Iqbal var skotinn í miðri heimsókn sinni til borgarinnar Narowal, sem er í kjördæmi hans. Byssumaðurinn er sagður á vef breska ríkisútvarpsins hafa hæft ráðherrann að minnsta kosti einu sinni í handlegginn.

Iqbal var fluttur á sjúkrahús en hann er ekki talinn vera lífshættulega slasaður. Ætti hann því að geta tekið frekari þátt í kosningabaráttunni, en Pakistanar ganga til þingkosninga þann 15. júlí.

Iqbal, sem er einn af framámönnum stjórnarflokksins Nawaz, skrifaði orðsendingu til stuðningsmanna sinna á Twitter eftir árásina. Hana má sjá hér að neðan en þar þakkar hann Allah fyrir miskunnsemina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×