Ráðherra segir koma til greina að Ísraelsmenn drepi Assad Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2018 12:55 Bashar Al-Assad, forseti Sýrlands. Vísir/AFP Yuval Steinitz, orkumálaráðherra Ísrael, segir koma til greina að Ísraelsmenn drepi Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, komi hann ekki í veg fyrir að Íranar noti Sýrland til að gera árásir á Ísrael. Fregnir hafa borist af því að Íranar íhugi nú að gera árásir á Ísrael vegna árása sem Ísraelsmenn hafa gert gegn sveitum Íran og Hezbollah í Sýrlandi.Samkvæmt Times of Israel féllu minnst sjö íranskir hermenn í árásum í Sýrlandi sem talið er að Ísraelsmenn hafi gert.„Haldi Assad áfram að leyfa Írönum að athafna sig í Sýrlandi, ætti hann að vita að hann er að skrifa undir eigin dauðadóm. Við munum fella ríkisstjórn hans,“ sagði Steinitz. „Assad getur ekki setið rólegur í höll sinni, endurbyggt stjórnvöld sín og á sama tíma leyft árásir gegn Ísrael frá Sýrlandi. Það er svo einfalt.“Yuval Steinitz, orkumálaráðherra Ísrael.Vísir/AFPEiga von á árásum Embættismenn í Ísrael segjast hafa heimildir fyrir því að Íran ætli að láta sveitir sínar í Sýrlandi skjóta eldflaugum að Ísrael. Að uppreisnarvörðurinn, Hezbollah og málaliðar Íran í Sýrlandi ætli sér að skjóta eldflaugum að hernaðarlegum skotmörkum í norðurhluta Ísrael. Íbúum svæðisins hefur þó ekki verið gert að grípa til nokkurra aðgerða og er þeim sagt að haga sér eðlilega. Steinitz var spurður hvort það væri réttmætt að ógna lífi Assad í aðdraganda fundar Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Vladimir Putin, forseta Rússlands, sem er dyggur stuðningsmaður Assad. „Fólk verður að skilja að við erum með rauðar línur. Ef einhver sér hag í því að verja Assad ætti sá að segja honum að koma í veg fyrir eldflauga- og drónaárásir á Ísrael. Assad getur leyft Íran að flytja eldflaugar, loftvarnarkerfi og dróna til Sýrlands, eða hann getir komið í veg fyrir það. Ef hann leyfi það ætti hann að vita að því fylgir ákveðið gjald.“ Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
Yuval Steinitz, orkumálaráðherra Ísrael, segir koma til greina að Ísraelsmenn drepi Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, komi hann ekki í veg fyrir að Íranar noti Sýrland til að gera árásir á Ísrael. Fregnir hafa borist af því að Íranar íhugi nú að gera árásir á Ísrael vegna árása sem Ísraelsmenn hafa gert gegn sveitum Íran og Hezbollah í Sýrlandi.Samkvæmt Times of Israel féllu minnst sjö íranskir hermenn í árásum í Sýrlandi sem talið er að Ísraelsmenn hafi gert.„Haldi Assad áfram að leyfa Írönum að athafna sig í Sýrlandi, ætti hann að vita að hann er að skrifa undir eigin dauðadóm. Við munum fella ríkisstjórn hans,“ sagði Steinitz. „Assad getur ekki setið rólegur í höll sinni, endurbyggt stjórnvöld sín og á sama tíma leyft árásir gegn Ísrael frá Sýrlandi. Það er svo einfalt.“Yuval Steinitz, orkumálaráðherra Ísrael.Vísir/AFPEiga von á árásum Embættismenn í Ísrael segjast hafa heimildir fyrir því að Íran ætli að láta sveitir sínar í Sýrlandi skjóta eldflaugum að Ísrael. Að uppreisnarvörðurinn, Hezbollah og málaliðar Íran í Sýrlandi ætli sér að skjóta eldflaugum að hernaðarlegum skotmörkum í norðurhluta Ísrael. Íbúum svæðisins hefur þó ekki verið gert að grípa til nokkurra aðgerða og er þeim sagt að haga sér eðlilega. Steinitz var spurður hvort það væri réttmætt að ógna lífi Assad í aðdraganda fundar Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Vladimir Putin, forseta Rússlands, sem er dyggur stuðningsmaður Assad. „Fólk verður að skilja að við erum með rauðar línur. Ef einhver sér hag í því að verja Assad ætti sá að segja honum að koma í veg fyrir eldflauga- og drónaárásir á Ísrael. Assad getur leyft Íran að flytja eldflaugar, loftvarnarkerfi og dróna til Sýrlands, eða hann getir komið í veg fyrir það. Ef hann leyfi það ætti hann að vita að því fylgir ákveðið gjald.“
Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira