Bæjarfulltrúar í Borgarbyggð vilja efla grunnþjónustuna til að laða að fleiri íbúa Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. maí 2018 20:33 Bæjarfulltrúar í Borgarbyggð búast við hraðri íbúafjölgun næstu árin og vilja efla grunnþjónustuna til að laða að fleiri í sveitarfélagið. Fjölskylduvænni bær og fjölbreyttara atvinnulíf eru meðal stefnumála fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Ríflega 3700 manns býr í Borgarbyggð og þar af helmingur í Borgarnesi. Síðustu ár hefur verið tveggja prósenta fjölgun íbúa í Borgarnesi, sem er talsvert hægari fjölgun en til dæmis á Akranesi. „Auðvitað viljum við fá fleira fólk, það liggur í hlutarins eðli. Við erum aðeins seinni á bylgjunni en á Skaga því við erum aðeins lengra frá höfuðborgarsvæðinu,“ segir Gunnlaugur Auðunn Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar. Oddvitar flokkanna sem bjóða fram í Borgarbyggð eru allir sammála um að grunnþjónustan í Borgarnesi geti tekið við fleiri íbúum. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafa verið í meirihluta síðustu ár og reikna með mikilli fjölgun íbúa næstu ár.En hvernig? „Það er nú fyrst og fremst með því að lyfta upp því flotta umhverfi sem er hér í Borgarbyggð. Koma skilaboðum til skila til þeirra sem við viljum ná til,“ segir Magnús Smári Snorrason, oddviti Samfylkingarinnar og óháðra. Sjálfstæðismenn vilja bæta þjónustuna til að laða að fólk. „Þar með talið endurskoða gjaldskrár og lækka stórlega leikskólagjöld til að laða að fjölskyldufólk og frítt í íþróttir og sund fyrir eldri borgara sveitarfélagsins,“ segir Lilja Björg Ágústsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks. Oddviti Framsóknarflokks vill fjölga leiguíbúðum og efla atvinnulífið. Sama segir oddviti Vinstri grænna sem segir mikla þörf á fjölbreyttum störfum, sérstaklega fyrir háskólamenntaða. „Við viljum auka fjölbreytni í atvinnulífinu hér. Það er hægt að gera það með auknu framboði á lóðum og koma til móts við fyrirtæki svo þau sjái hag sinn í að reka sinn rekstur hér frekar en annars staðar,“ segir Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Borgarbyggð. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Holóttar götur, atvinnuskortur kvenna og hækkun fasteignaverðs í huga Skagamanna Þó Skagamenn séu heilt yfir frekar afslappaðir fyrir kosningarnar eru nokkur málefni sem krauma undir yfirborðinu. 7. maí 2018 08:45 Segja skort á atvinnutækifærum ástæðu fólksfækkunar á Stöðvarfirði Íbúar á Stöðvarfirði kenna skorti á atvinnutækifærum um viðvarandi fólksfækkun í bænum. 7. maí 2018 20:00 Karlalistinn berst fyrir réttindum umgengnisfeðra og barna Stjórnmálasamtökin Karlalistinn kynnti helstu stefnumál sín í dag sem lúta helst að réttindum umgengnisfeðra. 7. maí 2018 19:17 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Bæjarfulltrúar í Borgarbyggð búast við hraðri íbúafjölgun næstu árin og vilja efla grunnþjónustuna til að laða að fleiri í sveitarfélagið. Fjölskylduvænni bær og fjölbreyttara atvinnulíf eru meðal stefnumála fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Ríflega 3700 manns býr í Borgarbyggð og þar af helmingur í Borgarnesi. Síðustu ár hefur verið tveggja prósenta fjölgun íbúa í Borgarnesi, sem er talsvert hægari fjölgun en til dæmis á Akranesi. „Auðvitað viljum við fá fleira fólk, það liggur í hlutarins eðli. Við erum aðeins seinni á bylgjunni en á Skaga því við erum aðeins lengra frá höfuðborgarsvæðinu,“ segir Gunnlaugur Auðunn Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar. Oddvitar flokkanna sem bjóða fram í Borgarbyggð eru allir sammála um að grunnþjónustan í Borgarnesi geti tekið við fleiri íbúum. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafa verið í meirihluta síðustu ár og reikna með mikilli fjölgun íbúa næstu ár.En hvernig? „Það er nú fyrst og fremst með því að lyfta upp því flotta umhverfi sem er hér í Borgarbyggð. Koma skilaboðum til skila til þeirra sem við viljum ná til,“ segir Magnús Smári Snorrason, oddviti Samfylkingarinnar og óháðra. Sjálfstæðismenn vilja bæta þjónustuna til að laða að fólk. „Þar með talið endurskoða gjaldskrár og lækka stórlega leikskólagjöld til að laða að fjölskyldufólk og frítt í íþróttir og sund fyrir eldri borgara sveitarfélagsins,“ segir Lilja Björg Ágústsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks. Oddviti Framsóknarflokks vill fjölga leiguíbúðum og efla atvinnulífið. Sama segir oddviti Vinstri grænna sem segir mikla þörf á fjölbreyttum störfum, sérstaklega fyrir háskólamenntaða. „Við viljum auka fjölbreytni í atvinnulífinu hér. Það er hægt að gera það með auknu framboði á lóðum og koma til móts við fyrirtæki svo þau sjái hag sinn í að reka sinn rekstur hér frekar en annars staðar,“ segir Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Borgarbyggð.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Holóttar götur, atvinnuskortur kvenna og hækkun fasteignaverðs í huga Skagamanna Þó Skagamenn séu heilt yfir frekar afslappaðir fyrir kosningarnar eru nokkur málefni sem krauma undir yfirborðinu. 7. maí 2018 08:45 Segja skort á atvinnutækifærum ástæðu fólksfækkunar á Stöðvarfirði Íbúar á Stöðvarfirði kenna skorti á atvinnutækifærum um viðvarandi fólksfækkun í bænum. 7. maí 2018 20:00 Karlalistinn berst fyrir réttindum umgengnisfeðra og barna Stjórnmálasamtökin Karlalistinn kynnti helstu stefnumál sín í dag sem lúta helst að réttindum umgengnisfeðra. 7. maí 2018 19:17 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Holóttar götur, atvinnuskortur kvenna og hækkun fasteignaverðs í huga Skagamanna Þó Skagamenn séu heilt yfir frekar afslappaðir fyrir kosningarnar eru nokkur málefni sem krauma undir yfirborðinu. 7. maí 2018 08:45
Segja skort á atvinnutækifærum ástæðu fólksfækkunar á Stöðvarfirði Íbúar á Stöðvarfirði kenna skorti á atvinnutækifærum um viðvarandi fólksfækkun í bænum. 7. maí 2018 20:00
Karlalistinn berst fyrir réttindum umgengnisfeðra og barna Stjórnmálasamtökin Karlalistinn kynnti helstu stefnumál sín í dag sem lúta helst að réttindum umgengnisfeðra. 7. maí 2018 19:17