Útrýmum kynbundnum launamun Dagur B. Eggertsson og Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 8. maí 2018 07:00 Í dag fer fram ráðstefna um kynbundinn launamun hjá Reykjavík. Kynbundinn launamunur hjá borginni var fyrst mældur árið 1995, skömmu eftir að Ingibjörg Sólrún varð borgarstjóri – fyrir það skipti kynbundinn launamunur greinilega engu máli. Um leið og þessar mikilvægu mælingar hófust tók launamunurinn að minnka – en á undanförnum árum hefur hann minnkað hraðar og meira í kjölfar markvissra aðgerða af hálfu borgaryfirvalda þar sem stærsti þátturinn er framfylgd jafnlaunastefnu. Við fengum nýlega niðurstöður frá Félagsvísindastofnun Háskólans sem hefur fylgst með þróun launamunar frá árinu 1995. Skemmst er frá því að segja að á því tímabili hefur kynbundinn launamunur farið úr 21,1% niður í 2,2% eins og sést á línuritinu hér fyrir neðan.Starfsmat er jafnréttistæki Jafnlaunastefnan er hornsteinn í launastefnu Reykjavíkurborgar. Með því er átt við þá einbeittu stefnu að greiða starfsfólki sömu laun fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf líkt og jafnréttislög kveða á um. Til að vinna að því marki hefur Reykjavíkurborg frá árinu 2001 byggt launaröðun starfa á starfsmatskerfi hjá þeim stéttarfélögum sem um það hafa samið. Mikill meirihluti starfsmanna Reykjavíkurborgar tekur laun samkvæmt starfsmati sem er í raun það launajafnandi tæki sem hefur reynst okkur best.Gegn kynbundnum launamun Sú sérfræðiþekking sem hefur myndast innan borgarinnar á undanförnum árum er ótrúlega mikil og næstu skref hjá okkur verða að miðla þeim árangri til annarra sveitarfélaga og stórra vinnustaða. Sá meirihluti sem nú situr hefur farið í umfangsmiklar aðgerðir gegn kynbundnum launamun sem hafa skilað þessum góða árangri sem við fögnum nú í dag. Höfundar eru borgarstjóri og borgarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dagur B. Eggertsson Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag fer fram ráðstefna um kynbundinn launamun hjá Reykjavík. Kynbundinn launamunur hjá borginni var fyrst mældur árið 1995, skömmu eftir að Ingibjörg Sólrún varð borgarstjóri – fyrir það skipti kynbundinn launamunur greinilega engu máli. Um leið og þessar mikilvægu mælingar hófust tók launamunurinn að minnka – en á undanförnum árum hefur hann minnkað hraðar og meira í kjölfar markvissra aðgerða af hálfu borgaryfirvalda þar sem stærsti þátturinn er framfylgd jafnlaunastefnu. Við fengum nýlega niðurstöður frá Félagsvísindastofnun Háskólans sem hefur fylgst með þróun launamunar frá árinu 1995. Skemmst er frá því að segja að á því tímabili hefur kynbundinn launamunur farið úr 21,1% niður í 2,2% eins og sést á línuritinu hér fyrir neðan.Starfsmat er jafnréttistæki Jafnlaunastefnan er hornsteinn í launastefnu Reykjavíkurborgar. Með því er átt við þá einbeittu stefnu að greiða starfsfólki sömu laun fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf líkt og jafnréttislög kveða á um. Til að vinna að því marki hefur Reykjavíkurborg frá árinu 2001 byggt launaröðun starfa á starfsmatskerfi hjá þeim stéttarfélögum sem um það hafa samið. Mikill meirihluti starfsmanna Reykjavíkurborgar tekur laun samkvæmt starfsmati sem er í raun það launajafnandi tæki sem hefur reynst okkur best.Gegn kynbundnum launamun Sú sérfræðiþekking sem hefur myndast innan borgarinnar á undanförnum árum er ótrúlega mikil og næstu skref hjá okkur verða að miðla þeim árangri til annarra sveitarfélaga og stórra vinnustaða. Sá meirihluti sem nú situr hefur farið í umfangsmiklar aðgerðir gegn kynbundnum launamun sem hafa skilað þessum góða árangri sem við fögnum nú í dag. Höfundar eru borgarstjóri og borgarfulltrúi
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar