Ráðherra ferðamála vill herða eftirlitið Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. maí 2018 08:00 Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir þingvelli ár hvert. Innlendar ferðaskrifstofur óttast samdrátt í bókunum vegna lakrar samkeppnisstöðu. Vísir/Pjetur „Það er algjört grundvallaratriði að tryggja að allir borgi lögleg laun og standi skil á sköttum og gjöldum og við þurfum að gera betur í því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, vegna fréttar í Fréttablaðinu í gær um erlend ferðaþjónustufyrirtæki og undirboð á vinnumarkaði. Þórdís Kolbrún segir að greiningar sem unnar hafi verið um þessi efni bendi til þess að mikilvægast sé að auka eftirlit og herða eftirfylgni með gildandi reglum, frekar en að stór brotalöm sé í sjálfum reglunum. Ráðherra vísar þó til nokkurra frumvarpa sem liggi fyrir þinginu núna sem ætlað er að bæta úr brotalömum í regluverkinu og varði meðal annars öryggisáætlanir, úrbætur vegna launakjara starfsmanna erlendra fyrirtækja og um aðgerðir og hert eftirlit gegn skattaundanskotum.Sjá einnig: Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Forsvarsmenn íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála því að herða þurfi eftirlit og nefna til dæmis vettvangseftirlit Ríkisskattstjóra á ferðamannastöðum og segja því eingöngu beint að íslenskum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra. Guðrún Jenný Jónsdóttir hjá embætti Ríkisskattstjóra segir ekki rétt að vettvangseftirlitinu sé eingöngu beint gegn íslenskum fyrirtækjum.Þórdís Kolbrún Reykfjörð GylfadóttirVÍSIR/EYÞÓR„Embættið er með vettvangseftirlit í samstarfi við lögreglu og það sem við erum að kanna er hvort viðkomandi leiðsögumenn, bílstjórar og aðrir starfsmenn í þessum ferðum, séu rétt skráðir á Íslandi og séu að skila þeim sköttum og gjöldum sem á að skila hér á landi,“ segir Guðrún. Yfir háannatímann séu sjö manns sem sinni svona eftirliti á helstu ferðamannastöðum. Einnig hefur verið gagnrýnt að umræddum erlendum fyrirtækjum sé hampað á vefsíðum íslenskra markaðsátaka eins og Inspired by Iceland, þótt þau skili litlu sem engu inn í hagkerfið. Á vefsíðunni inspiredbyiceland.com má finna lista yfir íslensk og erlend ferðaþjónustufyrirtæki sem bjóða ferðir hér á landi. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, segir þau ekki sinna eftirliti og hafi engar forsendur til að meta hvort fyrirtæki stundi ólöglega starfsemi. Almennt sé ekkert óeðlilegt að kynna erlend fyrirtæki líkt og íslensk, enda vilja margir vera með leiðsögumann frá sínu heimalandi. Inga Hlín segist þó muna eftir tveimur tilvikum um að fyrirtæki hafi verið fjarlægð af umræddum lista yfir þjónustuaðila vegna ábendinga frá öruggum aðila. Bandaríska fyrirtækið Backroads, sem fjallað var um í Fréttablaðinu í gær, er samkvæmt heimildum blaðsins annað þeirra fyrirtækja sem fjarlægð voru af fyrrnefndri vefsíðu vegna tilkynningar frá ASÍ um undirboð og brot á réttindum launafólks. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
„Það er algjört grundvallaratriði að tryggja að allir borgi lögleg laun og standi skil á sköttum og gjöldum og við þurfum að gera betur í því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, vegna fréttar í Fréttablaðinu í gær um erlend ferðaþjónustufyrirtæki og undirboð á vinnumarkaði. Þórdís Kolbrún segir að greiningar sem unnar hafi verið um þessi efni bendi til þess að mikilvægast sé að auka eftirlit og herða eftirfylgni með gildandi reglum, frekar en að stór brotalöm sé í sjálfum reglunum. Ráðherra vísar þó til nokkurra frumvarpa sem liggi fyrir þinginu núna sem ætlað er að bæta úr brotalömum í regluverkinu og varði meðal annars öryggisáætlanir, úrbætur vegna launakjara starfsmanna erlendra fyrirtækja og um aðgerðir og hert eftirlit gegn skattaundanskotum.Sjá einnig: Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Forsvarsmenn íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála því að herða þurfi eftirlit og nefna til dæmis vettvangseftirlit Ríkisskattstjóra á ferðamannastöðum og segja því eingöngu beint að íslenskum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra. Guðrún Jenný Jónsdóttir hjá embætti Ríkisskattstjóra segir ekki rétt að vettvangseftirlitinu sé eingöngu beint gegn íslenskum fyrirtækjum.Þórdís Kolbrún Reykfjörð GylfadóttirVÍSIR/EYÞÓR„Embættið er með vettvangseftirlit í samstarfi við lögreglu og það sem við erum að kanna er hvort viðkomandi leiðsögumenn, bílstjórar og aðrir starfsmenn í þessum ferðum, séu rétt skráðir á Íslandi og séu að skila þeim sköttum og gjöldum sem á að skila hér á landi,“ segir Guðrún. Yfir háannatímann séu sjö manns sem sinni svona eftirliti á helstu ferðamannastöðum. Einnig hefur verið gagnrýnt að umræddum erlendum fyrirtækjum sé hampað á vefsíðum íslenskra markaðsátaka eins og Inspired by Iceland, þótt þau skili litlu sem engu inn í hagkerfið. Á vefsíðunni inspiredbyiceland.com má finna lista yfir íslensk og erlend ferðaþjónustufyrirtæki sem bjóða ferðir hér á landi. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, segir þau ekki sinna eftirliti og hafi engar forsendur til að meta hvort fyrirtæki stundi ólöglega starfsemi. Almennt sé ekkert óeðlilegt að kynna erlend fyrirtæki líkt og íslensk, enda vilja margir vera með leiðsögumann frá sínu heimalandi. Inga Hlín segist þó muna eftir tveimur tilvikum um að fyrirtæki hafi verið fjarlægð af umræddum lista yfir þjónustuaðila vegna ábendinga frá öruggum aðila. Bandaríska fyrirtækið Backroads, sem fjallað var um í Fréttablaðinu í gær, er samkvæmt heimildum blaðsins annað þeirra fyrirtækja sem fjarlægð voru af fyrrnefndri vefsíðu vegna tilkynningar frá ASÍ um undirboð og brot á réttindum launafólks.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00