Ráðherra ferðamála vill herða eftirlitið Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. maí 2018 08:00 Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir þingvelli ár hvert. Innlendar ferðaskrifstofur óttast samdrátt í bókunum vegna lakrar samkeppnisstöðu. Vísir/Pjetur „Það er algjört grundvallaratriði að tryggja að allir borgi lögleg laun og standi skil á sköttum og gjöldum og við þurfum að gera betur í því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, vegna fréttar í Fréttablaðinu í gær um erlend ferðaþjónustufyrirtæki og undirboð á vinnumarkaði. Þórdís Kolbrún segir að greiningar sem unnar hafi verið um þessi efni bendi til þess að mikilvægast sé að auka eftirlit og herða eftirfylgni með gildandi reglum, frekar en að stór brotalöm sé í sjálfum reglunum. Ráðherra vísar þó til nokkurra frumvarpa sem liggi fyrir þinginu núna sem ætlað er að bæta úr brotalömum í regluverkinu og varði meðal annars öryggisáætlanir, úrbætur vegna launakjara starfsmanna erlendra fyrirtækja og um aðgerðir og hert eftirlit gegn skattaundanskotum.Sjá einnig: Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Forsvarsmenn íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála því að herða þurfi eftirlit og nefna til dæmis vettvangseftirlit Ríkisskattstjóra á ferðamannastöðum og segja því eingöngu beint að íslenskum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra. Guðrún Jenný Jónsdóttir hjá embætti Ríkisskattstjóra segir ekki rétt að vettvangseftirlitinu sé eingöngu beint gegn íslenskum fyrirtækjum.Þórdís Kolbrún Reykfjörð GylfadóttirVÍSIR/EYÞÓR„Embættið er með vettvangseftirlit í samstarfi við lögreglu og það sem við erum að kanna er hvort viðkomandi leiðsögumenn, bílstjórar og aðrir starfsmenn í þessum ferðum, séu rétt skráðir á Íslandi og séu að skila þeim sköttum og gjöldum sem á að skila hér á landi,“ segir Guðrún. Yfir háannatímann séu sjö manns sem sinni svona eftirliti á helstu ferðamannastöðum. Einnig hefur verið gagnrýnt að umræddum erlendum fyrirtækjum sé hampað á vefsíðum íslenskra markaðsátaka eins og Inspired by Iceland, þótt þau skili litlu sem engu inn í hagkerfið. Á vefsíðunni inspiredbyiceland.com má finna lista yfir íslensk og erlend ferðaþjónustufyrirtæki sem bjóða ferðir hér á landi. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, segir þau ekki sinna eftirliti og hafi engar forsendur til að meta hvort fyrirtæki stundi ólöglega starfsemi. Almennt sé ekkert óeðlilegt að kynna erlend fyrirtæki líkt og íslensk, enda vilja margir vera með leiðsögumann frá sínu heimalandi. Inga Hlín segist þó muna eftir tveimur tilvikum um að fyrirtæki hafi verið fjarlægð af umræddum lista yfir þjónustuaðila vegna ábendinga frá öruggum aðila. Bandaríska fyrirtækið Backroads, sem fjallað var um í Fréttablaðinu í gær, er samkvæmt heimildum blaðsins annað þeirra fyrirtækja sem fjarlægð voru af fyrrnefndri vefsíðu vegna tilkynningar frá ASÍ um undirboð og brot á réttindum launafólks. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
„Það er algjört grundvallaratriði að tryggja að allir borgi lögleg laun og standi skil á sköttum og gjöldum og við þurfum að gera betur í því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, vegna fréttar í Fréttablaðinu í gær um erlend ferðaþjónustufyrirtæki og undirboð á vinnumarkaði. Þórdís Kolbrún segir að greiningar sem unnar hafi verið um þessi efni bendi til þess að mikilvægast sé að auka eftirlit og herða eftirfylgni með gildandi reglum, frekar en að stór brotalöm sé í sjálfum reglunum. Ráðherra vísar þó til nokkurra frumvarpa sem liggi fyrir þinginu núna sem ætlað er að bæta úr brotalömum í regluverkinu og varði meðal annars öryggisáætlanir, úrbætur vegna launakjara starfsmanna erlendra fyrirtækja og um aðgerðir og hert eftirlit gegn skattaundanskotum.Sjá einnig: Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Forsvarsmenn íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála því að herða þurfi eftirlit og nefna til dæmis vettvangseftirlit Ríkisskattstjóra á ferðamannastöðum og segja því eingöngu beint að íslenskum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra. Guðrún Jenný Jónsdóttir hjá embætti Ríkisskattstjóra segir ekki rétt að vettvangseftirlitinu sé eingöngu beint gegn íslenskum fyrirtækjum.Þórdís Kolbrún Reykfjörð GylfadóttirVÍSIR/EYÞÓR„Embættið er með vettvangseftirlit í samstarfi við lögreglu og það sem við erum að kanna er hvort viðkomandi leiðsögumenn, bílstjórar og aðrir starfsmenn í þessum ferðum, séu rétt skráðir á Íslandi og séu að skila þeim sköttum og gjöldum sem á að skila hér á landi,“ segir Guðrún. Yfir háannatímann séu sjö manns sem sinni svona eftirliti á helstu ferðamannastöðum. Einnig hefur verið gagnrýnt að umræddum erlendum fyrirtækjum sé hampað á vefsíðum íslenskra markaðsátaka eins og Inspired by Iceland, þótt þau skili litlu sem engu inn í hagkerfið. Á vefsíðunni inspiredbyiceland.com má finna lista yfir íslensk og erlend ferðaþjónustufyrirtæki sem bjóða ferðir hér á landi. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, segir þau ekki sinna eftirliti og hafi engar forsendur til að meta hvort fyrirtæki stundi ólöglega starfsemi. Almennt sé ekkert óeðlilegt að kynna erlend fyrirtæki líkt og íslensk, enda vilja margir vera með leiðsögumann frá sínu heimalandi. Inga Hlín segist þó muna eftir tveimur tilvikum um að fyrirtæki hafi verið fjarlægð af umræddum lista yfir þjónustuaðila vegna ábendinga frá öruggum aðila. Bandaríska fyrirtækið Backroads, sem fjallað var um í Fréttablaðinu í gær, er samkvæmt heimildum blaðsins annað þeirra fyrirtækja sem fjarlægð voru af fyrrnefndri vefsíðu vegna tilkynningar frá ASÍ um undirboð og brot á réttindum launafólks.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00