Stálu bleikjuflökum, bjórkútum og bíllyklum Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. maí 2018 07:56 Parið lét greipar sópa á Ísafirði. Vísir/gva Karlmaður og kona játuðu í Héraðsdómi Vestfjarða að hafa stundað ítrekaðar gripdeildir á síðustu mánuðum. Meðal þess sem parið hefur stolið á síðustu mánuðum eru tveir bjórkútar, bleikjuflök, kjúklingabringur, léttvín, Tonic-flöskur og 12 hálfslítra dósir af pilsner. Þá lét maðurinn einnig greipar sópa í fatahengi Ísafjarðarkirkju í desember. Þeim var gert að greiða um 45 þúsund krónur í skaðabætur og hlutu hvort um sig tveggja mánaða dóm. Karlmaðurinn hlaut skilorðsbundinn dóm en í ljósi fyrri glæpaferils konunnar þarf hún að afplána refsingu sína á bakvið lás og slá. Ránsferill fólksins er sagður hafa byrjað í upphafi síðastliðins septembermánaðar. Þá er maðurinn sagður hafa brotist inn á tvo veitingastaði á Ísafirði og stolið sitthvorum bjórkútnum. Um var að ræða 25 lítra bjórkút af gerðinni Egils Gull og 30 lítra kút fullan af Víking lager. Báðir kútarnir fundust svo við húsleit lögreglu á heimili mannsins daginn eftir. Um þremur vikum síðar rændu karlinn og konan Bónus á Nýbýlavegi í Kópavogi. Þaðan eru þau sögð hafa haft á brott með sér umtalsvert magn af mat og drykk; til að mynda sjö bakka af bleikjuflökum, 19 bakka af kjúklingabringum, tvær hálfslítra flöskur af Tonic-vatni og 12 hálfslítra dósir af pilsner. Alls er varningurinn talinn vera um 45 þúsund króna virði. Í dómnum yfir parinu er Bónusráninu lýst. Þar segir að konan hafi gengið um verslunina með innkaupakerru, tekið vörur úr hillum og lagt í hana. Þegar hún kom svo aftur að inngangsdyrum verslunarinnar sá maðurinn til þess að hún gæti gengið út með kerruna, með því að ganga sjálfur inn í verslunina í gegnum sjálfvirkar einstefnudyr, þannig að dyrnar opnuðust. Þannig komust þau út úr versluninni með vörurnar, án þess að greiða fyrir.Parið ók kerru fullri af vörum út úr Bónus, án þess að greiða fyrir.Vísir/eyþórÞað var svo að kvöldi 11. desember í fyrra sem maðurinn lét greipar sópa í fatahengi Ísafjarðarkirkju. Er hann sagður hafa stolið úr vösum yfirhafna ýmsum verðmætum, nánar tiltekið tveimur greiðslukortum, aðgangskorti að dyrum Háskólaseturs Vestfjarða, BMW bíllyklum ásamt Webasto fjarstýringu og tveimur eldsneytislyklum, Samsung farsíma, tveimur lyklakippum með einum húslykli á hvorri kippu, seðlaveski ásamt kr. 3.500 í reiðufé og örorkukorti, VW-Golf bíllyklum, varalit, auk bréfmiða og greiðslukvittana, en munir þessir fundust í póstkassa Póstsins sem staðsettur er á norðurausturhlið húss að Hafnarstræti 9-11 á Ísafirði. Þá er konan jafnframt sögð hafa stolið þremur léttvínsflöskum af veitingastað á Ísafirði um miðjan aprílmánuð. Starfsmaður veitingastaðarins hljóp hana uppi og endurheimti flöskurnar. Strax í kjölfar misheppnaða vínflöskuránsins fóru hún og maðurinn inn um bakdyr bakarís á Ísafirði og stálu þaðan úr kæli innan við dyrnar. Þaðan höfðu þau á brott með sér tvær pakkningar af osti, eina öskju af smjöri og tvær flöskur af safa. Lögreglan hafði hendur í hári þeirra skömmu síðar og endurheimti vörurnar. Sem fyrr segir var mál þeirra tekið fyrir í Héraðsdómi Vestfjarða þar sem þau játuðu brot sín. Konan mun þurfa að verja tveimur mánuðum í fangelsi en karlinn hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm, því hann hafði hreinan sakaferil. Þá er þeim einnig gert að greiða Högum, sem reka Bónus, rúmar 45 þúsund krónur fyrir vörurnar sem þau stálu á Nýbýlavegi. Dómsmál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Karlmaður og kona játuðu í Héraðsdómi Vestfjarða að hafa stundað ítrekaðar gripdeildir á síðustu mánuðum. Meðal þess sem parið hefur stolið á síðustu mánuðum eru tveir bjórkútar, bleikjuflök, kjúklingabringur, léttvín, Tonic-flöskur og 12 hálfslítra dósir af pilsner. Þá lét maðurinn einnig greipar sópa í fatahengi Ísafjarðarkirkju í desember. Þeim var gert að greiða um 45 þúsund krónur í skaðabætur og hlutu hvort um sig tveggja mánaða dóm. Karlmaðurinn hlaut skilorðsbundinn dóm en í ljósi fyrri glæpaferils konunnar þarf hún að afplána refsingu sína á bakvið lás og slá. Ránsferill fólksins er sagður hafa byrjað í upphafi síðastliðins septembermánaðar. Þá er maðurinn sagður hafa brotist inn á tvo veitingastaði á Ísafirði og stolið sitthvorum bjórkútnum. Um var að ræða 25 lítra bjórkút af gerðinni Egils Gull og 30 lítra kút fullan af Víking lager. Báðir kútarnir fundust svo við húsleit lögreglu á heimili mannsins daginn eftir. Um þremur vikum síðar rændu karlinn og konan Bónus á Nýbýlavegi í Kópavogi. Þaðan eru þau sögð hafa haft á brott með sér umtalsvert magn af mat og drykk; til að mynda sjö bakka af bleikjuflökum, 19 bakka af kjúklingabringum, tvær hálfslítra flöskur af Tonic-vatni og 12 hálfslítra dósir af pilsner. Alls er varningurinn talinn vera um 45 þúsund króna virði. Í dómnum yfir parinu er Bónusráninu lýst. Þar segir að konan hafi gengið um verslunina með innkaupakerru, tekið vörur úr hillum og lagt í hana. Þegar hún kom svo aftur að inngangsdyrum verslunarinnar sá maðurinn til þess að hún gæti gengið út með kerruna, með því að ganga sjálfur inn í verslunina í gegnum sjálfvirkar einstefnudyr, þannig að dyrnar opnuðust. Þannig komust þau út úr versluninni með vörurnar, án þess að greiða fyrir.Parið ók kerru fullri af vörum út úr Bónus, án þess að greiða fyrir.Vísir/eyþórÞað var svo að kvöldi 11. desember í fyrra sem maðurinn lét greipar sópa í fatahengi Ísafjarðarkirkju. Er hann sagður hafa stolið úr vösum yfirhafna ýmsum verðmætum, nánar tiltekið tveimur greiðslukortum, aðgangskorti að dyrum Háskólaseturs Vestfjarða, BMW bíllyklum ásamt Webasto fjarstýringu og tveimur eldsneytislyklum, Samsung farsíma, tveimur lyklakippum með einum húslykli á hvorri kippu, seðlaveski ásamt kr. 3.500 í reiðufé og örorkukorti, VW-Golf bíllyklum, varalit, auk bréfmiða og greiðslukvittana, en munir þessir fundust í póstkassa Póstsins sem staðsettur er á norðurausturhlið húss að Hafnarstræti 9-11 á Ísafirði. Þá er konan jafnframt sögð hafa stolið þremur léttvínsflöskum af veitingastað á Ísafirði um miðjan aprílmánuð. Starfsmaður veitingastaðarins hljóp hana uppi og endurheimti flöskurnar. Strax í kjölfar misheppnaða vínflöskuránsins fóru hún og maðurinn inn um bakdyr bakarís á Ísafirði og stálu þaðan úr kæli innan við dyrnar. Þaðan höfðu þau á brott með sér tvær pakkningar af osti, eina öskju af smjöri og tvær flöskur af safa. Lögreglan hafði hendur í hári þeirra skömmu síðar og endurheimti vörurnar. Sem fyrr segir var mál þeirra tekið fyrir í Héraðsdómi Vestfjarða þar sem þau játuðu brot sín. Konan mun þurfa að verja tveimur mánuðum í fangelsi en karlinn hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm, því hann hafði hreinan sakaferil. Þá er þeim einnig gert að greiða Högum, sem reka Bónus, rúmar 45 þúsund krónur fyrir vörurnar sem þau stálu á Nýbýlavegi.
Dómsmál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira