Viðskipti innlent

Icelandair sér tækifæri í brotthvarfi Air Berlin og hefur flug til Dusseldorf

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vél Icelandair lendir á Heathrow.
Vél Icelandair lendir á Heathrow. Vísir/Getty
Icelandair hefur ákveðið að hefja flug til Dusseldorf í Þýskalandi. Flogið verður fjórum sinnum í viku og hefst flugið 25. október næstkomandi. Dusseldorf er sjötti nýi áfangastaðurinn í flugáætlun Icelandair á árinu 2018.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair og segir þar að flugáætlun Icelandair í ár verður sú umfangsmesta í sögu félagsins en áður hefur verið tilkynnt um að flug hefjist til Dublin á Írlandi, Cleveland, Dallas, Kansas City og San Francisco í Bandaríkjunum.

„Eftir brotthvarf Air Berlin af markaðinum milli Þýskalands og Bandaríkjanna sjáum við opnast ný tækifæri fyrir tengiflug Icelandair milli Dusseldorf og 23 áfangastaða okkar í Norður-Ameríku. Dusseldorf er miðpunktur mjög fjölmenns svæðis í Þýskalandi og auk tengimöguleikanna á Keflavíkurflugvelli sjáum við tækifæri til sóknar á Þýskalandsmarkaði fyrir íslenska ferðaþjónustu,“ er haft eftir Björgólfi Jóhannsyni, forstjóri Icelandair í tilkynningunni.

Auk Dusseldorf flýgur Icelandair til fjögurra annarra borga í Þýskalandi, Frankfurt, Munchen, Hamborgar og Berlínar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×