Bestur í 5. flokki, fór í franskarnar í menntó en er nú skærasta stjarna Blika Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2018 19:15 Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks í Pepsi-deild karla í fótbolta, er búinn að skora tvö mörk í fyrstu tveimur leikjunum fyrir Blika og ætlar sér stærri hluti. Markið sem hann skoraði á móti FH í gær var einkar glæsilegt. „Markið kom mér eiginlega á óvart því ég var í „blackbout-i“ þegar að ég komst í þessa stöðu. Það var fínt að fá ekki tíma til þess að hugsa hvað ég var að gera. Þetta gerðist bara,“ segir Gísli. Gísli og félagar hafa mætt af krafti til leiks í fyrstu leikjum tímabilsins. Þeir spila beinskeyttan og líflegan bolta og skora mörk. Það er eitthvað annað en depurðin yfir þeim grænu í fyrra. Hvað breyttist? „Þetta er svolítið frjálst núna. Maður fær mikið frelsi og Gústi er bara topp gaur. Öllum líður vel í sínu skinni og það er ekkert verið að flækja hlutina,“ segir hann. „Ef maður pælir aðeins í síðasta tímabili þá var allt í rugli. Við byrjuðum með Adda og vorum með hann í tveimur leikjum en svo fáum við þjálfara úr 2. flokki til að stýra leikjunum og eftir það kemur Milos en það var svaka drama í kringum það. Sjálfur spilaði ég allar stöðurnar nema vinstri bakvörð og mark. Það var allt í rugli og að enda í sjötta sæti miðað við það sem að gekk á var það allt í lagi.“ Gísli er fæddur árið 1994 og sló fyrst almennilega í gegn í fyrra. Það tók hann lengri tíma en aðrir ungir Blikar að festa sér sæti í liðinu en það var eitthvða sem hann gaf næstum því upp á bátinn. „Ég var langbestur í fimmta flokki. Árni, Höskuldur og Oliver áttu ekki séns í mig. Maður stríddi líka Sverri Inga stundum þegar ég var að spila up fyrir mig. En þegar að við fórum í ellefu manna bolta gekk þetta ekki alveg nógu vel. Ég var miklu minni en allir og meiðist svo í þriðja flokki og missi áhugann á þessu,“ segir Gísli. „Þegar að Einar Ólafsson tók við öðrum flokki reif hann mig upp og ég hætti í fröllunum í MK og þá byrjaði maður að hafa aftur gaman að þessu og gerði þetta almennilega. Ég gerði mér aldrei vonir um að spila hérna fyrir Breiðablik á Kópavogsvelli. En svo var maður þolinmóður og gerði sitt á hverjum degi og þá kom þetta,“ segir Gísli Eyjólfsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks í Pepsi-deild karla í fótbolta, er búinn að skora tvö mörk í fyrstu tveimur leikjunum fyrir Blika og ætlar sér stærri hluti. Markið sem hann skoraði á móti FH í gær var einkar glæsilegt. „Markið kom mér eiginlega á óvart því ég var í „blackbout-i“ þegar að ég komst í þessa stöðu. Það var fínt að fá ekki tíma til þess að hugsa hvað ég var að gera. Þetta gerðist bara,“ segir Gísli. Gísli og félagar hafa mætt af krafti til leiks í fyrstu leikjum tímabilsins. Þeir spila beinskeyttan og líflegan bolta og skora mörk. Það er eitthvað annað en depurðin yfir þeim grænu í fyrra. Hvað breyttist? „Þetta er svolítið frjálst núna. Maður fær mikið frelsi og Gústi er bara topp gaur. Öllum líður vel í sínu skinni og það er ekkert verið að flækja hlutina,“ segir hann. „Ef maður pælir aðeins í síðasta tímabili þá var allt í rugli. Við byrjuðum með Adda og vorum með hann í tveimur leikjum en svo fáum við þjálfara úr 2. flokki til að stýra leikjunum og eftir það kemur Milos en það var svaka drama í kringum það. Sjálfur spilaði ég allar stöðurnar nema vinstri bakvörð og mark. Það var allt í rugli og að enda í sjötta sæti miðað við það sem að gekk á var það allt í lagi.“ Gísli er fæddur árið 1994 og sló fyrst almennilega í gegn í fyrra. Það tók hann lengri tíma en aðrir ungir Blikar að festa sér sæti í liðinu en það var eitthvða sem hann gaf næstum því upp á bátinn. „Ég var langbestur í fimmta flokki. Árni, Höskuldur og Oliver áttu ekki séns í mig. Maður stríddi líka Sverri Inga stundum þegar ég var að spila up fyrir mig. En þegar að við fórum í ellefu manna bolta gekk þetta ekki alveg nógu vel. Ég var miklu minni en allir og meiðist svo í þriðja flokki og missi áhugann á þessu,“ segir Gísli. „Þegar að Einar Ólafsson tók við öðrum flokki reif hann mig upp og ég hætti í fröllunum í MK og þá byrjaði maður að hafa aftur gaman að þessu og gerði þetta almennilega. Ég gerði mér aldrei vonir um að spila hérna fyrir Breiðablik á Kópavogsvelli. En svo var maður þolinmóður og gerði sitt á hverjum degi og þá kom þetta,“ segir Gísli Eyjólfsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira