Fólk geti skoðað innistæður í bönkum í gegn um Facebook Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. apríl 2018 07:00 Birna Einarsdóttir bankastjóri segir Íslandsbanka nú þegar hafa undirbúið sig í marga mánuði. Vísir/eyþór „Þetta er risabreyting,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, um breytingar sem verða á fjármálakerfinu vegna nýrrar Evróputilskipunar, sem kölluð er PSD2. Gert er ráð fyrir að með tilkomu PSD2 aukist samkeppni á fjármálamarkaði mikið og tekjumódel bankanna gerbreytist. Samkvæmt tilskipuninni verður bönkum skylt að veita öðrum fyrirtækjum aðgang að greiðslumiðlum sínum. Tilskipunin hefur þegar tekið gildi innan ESB og tekur gildi hér á landi á næsta ári. Birna nefnir Facebook sem dæmi um þriðja aðila í samstarfinu. Viðskiptavinir bankanna geti þá óskað eftir því við bankann að mögulegt verði að birta persónulegar upplýsingar um þá, reikningsinnistæður og fleira. Þriðji aðili, eins og Facebook, myndi þó aðeins veita slíkar upplýsingar með vilja reikningseigenda og þyrfti jafnframt að vera vaktaður. „Þú getur séð fyrir þér til dæmis Facebook-síðuna þína. Þegar þú ferð þangað inn að þá sé þar hnappur og þú kemst inn á bankareikningana þína og jafnvel að staðan á reikningnum þínum birtist í hvert skipti sem þú ferð inn á Facebook. Við erum að byggja okkar kerfi þannig að þetta sé mögulegt,“ segir Birna. Fyrirkomulagið á færslum mun líka breytast. „Þannig að nú geta seljendur átt beina leið inn á reikning til að taka út af honum, ekki í gegnum kort eða í gegnum greiðslumiðlunarkerfi bankanna. Við þurfum að geta gert það að verkum að það sé hægt,“ bætir Birna við.Virkni Facebook er við það að verða enn fjölbreyttari.Vísir/afpÍslandsbanki opnar bankann sinn í dag fyrir samstarfi við önnur fyrirtæki. „Við ætlum að vera á undan löggjöfinni og erum búin að vera að undirbúa okkur í marga mánuði. Við ætlum ekkert að bíða eftir því að okkur verði ýtt út í þetta,“ segir Birna. Bankinn opnar vefsíðu þar sem fjártæknifyrirtæki geta með aðstoð starfsfólks Íslandsbanka þróað leið í samstarfi við bankann í þessu. „Við vitum að það eru mörg lítil fjártæknifyrirtæki sem eru að velta fyrir sér ýmiss konar lausnum,“ segir Birna. Hagkvæmasta leiðin sé að bankinn og önnur fjártæknifyrirtæki vinni í samstarfi. „Við viljum bara opna bankann fyrir nýjum tækifærum og gefa þeim aðgang að svæði þar sem þau getað prófað sig áfram og við getum hjálpað þeim. Við gætum alveg farið aðra leið, að ráða fullt af fólki og allar hugmyndirnar um hvað hægt væri að gera kæmu frá okkur. En það er miklu betra að litlu fyrirtækin og þau stóru komi og vinni saman að lausnum,“ segir Birna. Gæta verði ýtrasta öryggis við þessa vinnu. Birna vekur athygli á því að ýmis vinna sé eftir í íslenskri löggjöf til að hægt sé að innleiða PSD2-tilskipunina hér á landi. Til dæmist á eftir að vinna staðla sem þriðji aðili þarf að uppfylla. Svo á eftir að ákveða hver verður vottunaraðili og votta það að þriðji aðili sé til þess bær að taka við upplýsingunum. Þessi vottunaraðili gæti til dæmis orðið Fjármálaeftirlitið. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tækni Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
„Þetta er risabreyting,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, um breytingar sem verða á fjármálakerfinu vegna nýrrar Evróputilskipunar, sem kölluð er PSD2. Gert er ráð fyrir að með tilkomu PSD2 aukist samkeppni á fjármálamarkaði mikið og tekjumódel bankanna gerbreytist. Samkvæmt tilskipuninni verður bönkum skylt að veita öðrum fyrirtækjum aðgang að greiðslumiðlum sínum. Tilskipunin hefur þegar tekið gildi innan ESB og tekur gildi hér á landi á næsta ári. Birna nefnir Facebook sem dæmi um þriðja aðila í samstarfinu. Viðskiptavinir bankanna geti þá óskað eftir því við bankann að mögulegt verði að birta persónulegar upplýsingar um þá, reikningsinnistæður og fleira. Þriðji aðili, eins og Facebook, myndi þó aðeins veita slíkar upplýsingar með vilja reikningseigenda og þyrfti jafnframt að vera vaktaður. „Þú getur séð fyrir þér til dæmis Facebook-síðuna þína. Þegar þú ferð þangað inn að þá sé þar hnappur og þú kemst inn á bankareikningana þína og jafnvel að staðan á reikningnum þínum birtist í hvert skipti sem þú ferð inn á Facebook. Við erum að byggja okkar kerfi þannig að þetta sé mögulegt,“ segir Birna. Fyrirkomulagið á færslum mun líka breytast. „Þannig að nú geta seljendur átt beina leið inn á reikning til að taka út af honum, ekki í gegnum kort eða í gegnum greiðslumiðlunarkerfi bankanna. Við þurfum að geta gert það að verkum að það sé hægt,“ bætir Birna við.Virkni Facebook er við það að verða enn fjölbreyttari.Vísir/afpÍslandsbanki opnar bankann sinn í dag fyrir samstarfi við önnur fyrirtæki. „Við ætlum að vera á undan löggjöfinni og erum búin að vera að undirbúa okkur í marga mánuði. Við ætlum ekkert að bíða eftir því að okkur verði ýtt út í þetta,“ segir Birna. Bankinn opnar vefsíðu þar sem fjártæknifyrirtæki geta með aðstoð starfsfólks Íslandsbanka þróað leið í samstarfi við bankann í þessu. „Við vitum að það eru mörg lítil fjártæknifyrirtæki sem eru að velta fyrir sér ýmiss konar lausnum,“ segir Birna. Hagkvæmasta leiðin sé að bankinn og önnur fjártæknifyrirtæki vinni í samstarfi. „Við viljum bara opna bankann fyrir nýjum tækifærum og gefa þeim aðgang að svæði þar sem þau getað prófað sig áfram og við getum hjálpað þeim. Við gætum alveg farið aðra leið, að ráða fullt af fólki og allar hugmyndirnar um hvað hægt væri að gera kæmu frá okkur. En það er miklu betra að litlu fyrirtækin og þau stóru komi og vinni saman að lausnum,“ segir Birna. Gæta verði ýtrasta öryggis við þessa vinnu. Birna vekur athygli á því að ýmis vinna sé eftir í íslenskri löggjöf til að hægt sé að innleiða PSD2-tilskipunina hér á landi. Til dæmist á eftir að vinna staðla sem þriðji aðili þarf að uppfylla. Svo á eftir að ákveða hver verður vottunaraðili og votta það að þriðji aðili sé til þess bær að taka við upplýsingunum. Þessi vottunaraðili gæti til dæmis orðið Fjármálaeftirlitið.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tækni Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira