Dani sá fyrsti sem er dæmdur fyrir falsfréttir í Malasíu Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2018 08:41 Sulaiman sakaði lögreglu um að vera óeðlilega lengi á staðinn þegar Faid al-Batsh, palestínskur fyrirlesari, var skotinn til bana í Kúala Lúmpúr 21. apríl. Vísir/AFP Dómstóll í Malasíu sakfelldi mann í fyrsta skipti á grundvelli nýrra laga gegn svonefndum falsfréttum í dag. Danskur maður sem birti myndband á samfélagsmiðli með því sem var sagt ónákvæmri gagnrýni á lögreglu var dæmdur í mánaðarfangelsi. Salah Salem Saleh Sulaiman, Dani af jemenskum uppruna á fimmtugsaldri, birti myndband á Youtube þar sem hann fullyrti að það hefði tekið lögreglu fimmtíu mínútur að koma á staðinn þegar palestínskur fyrirlesari var skotinn til bana um þarsíðustu helgi. Lögreglan sagðist hins vegar aðeins hafa verið átta mínútur á leiðinni. Sulaiman, sem er 46 ára gamall, var því ákærður fyrir að hafa „birt falsfréttir með myndbandi á Youtube með illum ásetningi“. Sulaiman lýsti sig sekan en hann hafði engan verjanda við réttarhöldin í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann segist hafa birt myndbandið í bræði og hann hafi ekki ætlað sér að valda neinum skaða. Baðst hann afsökunar á framferði sínu.Allt að sex ára fangelsi liggur við dreifingu falsfrétta Samkvæmt nýju lögunum er hægt að dæma fólk í allt að sex ára fangelsi fyrir að bera út falsfréttir. Malasískt fjölmiðlafyrirtæki hefur höfðað mál og fullyrðir að lögin stangist á við stjórnarskrá. Fleiri ríki í Suðaustur-Asíu eins og Singapúr og Filippseyjar íhuga nú að taka upp sambærilega löggjöf. Sulaiman var dæmdur til að greiða sekt en hann kaus hins vegar frekar að afplána mánaðarfangelsisvist þar sem hann gat ekki greitt sektina. Falsfréttir hafa verið til mikillar umfjöllunar undanfarið, ekki síst eftir miklar áróðursherferðir sem voru háðar í tengslum við bandarísku forsetakosningarnar árið 2016 og Brexit-þjóðaratkvæðisgreiðsluna í Bretlandi. Þá báru fjöldi vafasamra vefsíðna og svonefndra botta út lygar og hálfsannleik í stórum stíl. Síðan hefur hugtakið orðið að nokkurs konar formælingu á neikvæðum fréttum í meðförum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Valdboðssinnar í fleiri ríkjum hafa í auknum mæli tekið upp orðræðu forsetans gegn fjölmiðlum og gagnrýninni umfjöllun þeirra. Danmörk Filippseyjar Malasía Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Dómstóll í Malasíu sakfelldi mann í fyrsta skipti á grundvelli nýrra laga gegn svonefndum falsfréttum í dag. Danskur maður sem birti myndband á samfélagsmiðli með því sem var sagt ónákvæmri gagnrýni á lögreglu var dæmdur í mánaðarfangelsi. Salah Salem Saleh Sulaiman, Dani af jemenskum uppruna á fimmtugsaldri, birti myndband á Youtube þar sem hann fullyrti að það hefði tekið lögreglu fimmtíu mínútur að koma á staðinn þegar palestínskur fyrirlesari var skotinn til bana um þarsíðustu helgi. Lögreglan sagðist hins vegar aðeins hafa verið átta mínútur á leiðinni. Sulaiman, sem er 46 ára gamall, var því ákærður fyrir að hafa „birt falsfréttir með myndbandi á Youtube með illum ásetningi“. Sulaiman lýsti sig sekan en hann hafði engan verjanda við réttarhöldin í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann segist hafa birt myndbandið í bræði og hann hafi ekki ætlað sér að valda neinum skaða. Baðst hann afsökunar á framferði sínu.Allt að sex ára fangelsi liggur við dreifingu falsfrétta Samkvæmt nýju lögunum er hægt að dæma fólk í allt að sex ára fangelsi fyrir að bera út falsfréttir. Malasískt fjölmiðlafyrirtæki hefur höfðað mál og fullyrðir að lögin stangist á við stjórnarskrá. Fleiri ríki í Suðaustur-Asíu eins og Singapúr og Filippseyjar íhuga nú að taka upp sambærilega löggjöf. Sulaiman var dæmdur til að greiða sekt en hann kaus hins vegar frekar að afplána mánaðarfangelsisvist þar sem hann gat ekki greitt sektina. Falsfréttir hafa verið til mikillar umfjöllunar undanfarið, ekki síst eftir miklar áróðursherferðir sem voru háðar í tengslum við bandarísku forsetakosningarnar árið 2016 og Brexit-þjóðaratkvæðisgreiðsluna í Bretlandi. Þá báru fjöldi vafasamra vefsíðna og svonefndra botta út lygar og hálfsannleik í stórum stíl. Síðan hefur hugtakið orðið að nokkurs konar formælingu á neikvæðum fréttum í meðförum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Valdboðssinnar í fleiri ríkjum hafa í auknum mæli tekið upp orðræðu forsetans gegn fjölmiðlum og gagnrýninni umfjöllun þeirra.
Danmörk Filippseyjar Malasía Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira