45 dagar í HM: Barnið í einu frægasta fagni sögunnar er orðið fullorðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. apríl 2018 10:00 Bebeto fagnar á frægan máta með liðsfélögum sínum. vísir/getty Mörkum í fótbolta þarf að fagna og það er gert á mismunandi máta. Sum fögn eru góð, önnur slæm en sum fagnaðarlæti eru svo eftirminnileg að þau eiga sér stað í sögubókunum. Eitt slíkt sást á HM 1994 í Bandaríkjunum. Brasilíski framherjinn Bebeto kom verðandi heimsmeisturunum í 2-0 á móti Hollandi í frábærum leik í átta liða úrslitum eftir að Romário hafði komið Brössum í 1-0. Lífið lék þarna við Bebeto sem hafði skotið Brasilíu áfram með eina markinu í 1-0 sigri á Bandaríkjamönnum í umferðinni á undan. Bebeto hljóp út að hliðarlínu og vaggaði ímynduðu barni. Þetta fagn varð um leið ein sögulegasta stund seinni tíma á HM enda hafði svona fagn ekki sést á svona stóru sviði áður. Félagar hans tóku undir og brasilíska gleðin heillaði heiminn enn eina ferðina. Hollendingar áttu eftir að jafna metin áður en Branco skaut Brössum í úrslitaleikinn þar sem að liðið vann svo Ítalíu í fyrstu vítaspyrnukeppni sögunnar í úrslitaleik HM. Vítaspyrna Roberto Baggio er svo annar moli fyrir annan dag. En, hvað varð um barnið sem Bebeto var að vísa til í fagninu?Fótboltamaður eins og pabbi Bebeto hafði eignast svo tveimur dögum fyrir leikinn á móti Hollandi. Brassarnir unnu Bandaríkjamennina í 16 liða úrslitum 4. júlí, sonurinn fæddist 7. júlí og tveimur dögum síðar var komið að leiknum á móti Hollandi. Það var margt í gangi hjá Bebeto þennan örlagaríka júlímánuð árið 1994. Drengurinn var skírður Mattheus Oliveira en er bara kallaður Mattheus eins og allir góðir Brassar. Þar á bæ er eitt nafn meira en nóg eins og hjá Madonnu. Það þurfti svo ekki að koma á óvart að hann fór að æfa fótbolta og stefndi að því að verða landsliðsmaður eins og faðir sinn. Því miður fyrir áhugamenn um skemmtilegar sögur er Mattheus ekki nálægt brasilíska landsliðinu og verður ekki á HM í Rússlandi í sumar. Vonin er þó ekki úti að barnið í fagninu mæti seinna meir á þetta stærsta svið fótboltans. Mattheus er samt sem áður ágætis fótboltamaður. Hann hóf ferilinn eins og faðir sinn með Flamengo en fór til Portúgal 2016 að spila með Estoril. Eftir eitt gott tímabil þar keypti portúgalska stórveldið Sporting Mattheus og lánaði hann svo til Vitoria Guimares. Vegna meiðsla spilaði hann ekkert á þessari leiktíð.O #SportingCP informa que chegou a acordo com o @estorilpraiasad para a transferência de Mattheus Oliveira. https://t.co/RMvyWAEtEP pic.twitter.com/rXvTSW7WGJ— Sporting Clube de Portugal (@Sporting_CP) May 15, 2017 Vanmetnasti Brassinn? Þegar talað er um Bebeto er meira rætt um fagnið heldur en fótboltahæfileika hans. Það getur verið erfitt að vera brasilískur framherji og njóta sannmælis þegar að þú ert borinn saman við Ronaldo, Romário, Ronaldinho og fleiri góða. Bebeto var samt enginn auli og langt frá því. Hann er líklega einn vanmetnasti leikmaður brasilíska landsliðsins frá upphafi. Hann var mikinn markahrókur og skoraði 86 mörk í 131 leik á Spáni fyrir Deportivo La Coruna áður en að hann fór á mikið flakk á sínum ferli. Hann skoraði einnig 39 mörk í 75 landsleikjum fyrir Brasilíu og fékk gull og silfur á þeim tveimur heimsmeistaramótum sem að hann keppti á. Hann vann Copa America árið 1989 og álfukeppnina 1997. Þá var hann kjörinn besti leikmaður Suður-Ameríku árið 1989. Fagnið lifir að eilífu sem og minningin um Bebeto og nú er bara að vona að Mattheus mæti til Katar eftir fjögur ár og skori til að leika fagn föður síns eftir. Eu,nossa querida amiga #Patriciapoeta e meu filhão @mattheus7 na gravação do especial da Copa do Mundo para o Jornal Nacional. Muito feliz em recordar todos aqueles momentos lindos da conquista do Tetra! A post shared by José Roberto Gama De Oliveira (@bebeto7) on Jun 5, 2014 at 5:42pm PDT HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30 47 dagar í HM: Lúðurinn sem eyðilagði heilt heimsmeistaramót 65 sentimetra langt plaströr gerði nánast út um HM í Suður-Afríku árið 2010. 28. apríl 2018 10:00 48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Saga tyrkneska landsliðsmannsins fyrrverandi Ilhan Mansiz er afar áhugaverð. 27. apríl 2018 10:00 49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Mörkum í fótbolta þarf að fagna og það er gert á mismunandi máta. Sum fögn eru góð, önnur slæm en sum fagnaðarlæti eru svo eftirminnileg að þau eiga sér stað í sögubókunum. Eitt slíkt sást á HM 1994 í Bandaríkjunum. Brasilíski framherjinn Bebeto kom verðandi heimsmeisturunum í 2-0 á móti Hollandi í frábærum leik í átta liða úrslitum eftir að Romário hafði komið Brössum í 1-0. Lífið lék þarna við Bebeto sem hafði skotið Brasilíu áfram með eina markinu í 1-0 sigri á Bandaríkjamönnum í umferðinni á undan. Bebeto hljóp út að hliðarlínu og vaggaði ímynduðu barni. Þetta fagn varð um leið ein sögulegasta stund seinni tíma á HM enda hafði svona fagn ekki sést á svona stóru sviði áður. Félagar hans tóku undir og brasilíska gleðin heillaði heiminn enn eina ferðina. Hollendingar áttu eftir að jafna metin áður en Branco skaut Brössum í úrslitaleikinn þar sem að liðið vann svo Ítalíu í fyrstu vítaspyrnukeppni sögunnar í úrslitaleik HM. Vítaspyrna Roberto Baggio er svo annar moli fyrir annan dag. En, hvað varð um barnið sem Bebeto var að vísa til í fagninu?Fótboltamaður eins og pabbi Bebeto hafði eignast svo tveimur dögum fyrir leikinn á móti Hollandi. Brassarnir unnu Bandaríkjamennina í 16 liða úrslitum 4. júlí, sonurinn fæddist 7. júlí og tveimur dögum síðar var komið að leiknum á móti Hollandi. Það var margt í gangi hjá Bebeto þennan örlagaríka júlímánuð árið 1994. Drengurinn var skírður Mattheus Oliveira en er bara kallaður Mattheus eins og allir góðir Brassar. Þar á bæ er eitt nafn meira en nóg eins og hjá Madonnu. Það þurfti svo ekki að koma á óvart að hann fór að æfa fótbolta og stefndi að því að verða landsliðsmaður eins og faðir sinn. Því miður fyrir áhugamenn um skemmtilegar sögur er Mattheus ekki nálægt brasilíska landsliðinu og verður ekki á HM í Rússlandi í sumar. Vonin er þó ekki úti að barnið í fagninu mæti seinna meir á þetta stærsta svið fótboltans. Mattheus er samt sem áður ágætis fótboltamaður. Hann hóf ferilinn eins og faðir sinn með Flamengo en fór til Portúgal 2016 að spila með Estoril. Eftir eitt gott tímabil þar keypti portúgalska stórveldið Sporting Mattheus og lánaði hann svo til Vitoria Guimares. Vegna meiðsla spilaði hann ekkert á þessari leiktíð.O #SportingCP informa que chegou a acordo com o @estorilpraiasad para a transferência de Mattheus Oliveira. https://t.co/RMvyWAEtEP pic.twitter.com/rXvTSW7WGJ— Sporting Clube de Portugal (@Sporting_CP) May 15, 2017 Vanmetnasti Brassinn? Þegar talað er um Bebeto er meira rætt um fagnið heldur en fótboltahæfileika hans. Það getur verið erfitt að vera brasilískur framherji og njóta sannmælis þegar að þú ert borinn saman við Ronaldo, Romário, Ronaldinho og fleiri góða. Bebeto var samt enginn auli og langt frá því. Hann er líklega einn vanmetnasti leikmaður brasilíska landsliðsins frá upphafi. Hann var mikinn markahrókur og skoraði 86 mörk í 131 leik á Spáni fyrir Deportivo La Coruna áður en að hann fór á mikið flakk á sínum ferli. Hann skoraði einnig 39 mörk í 75 landsleikjum fyrir Brasilíu og fékk gull og silfur á þeim tveimur heimsmeistaramótum sem að hann keppti á. Hann vann Copa America árið 1989 og álfukeppnina 1997. Þá var hann kjörinn besti leikmaður Suður-Ameríku árið 1989. Fagnið lifir að eilífu sem og minningin um Bebeto og nú er bara að vona að Mattheus mæti til Katar eftir fjögur ár og skori til að leika fagn föður síns eftir. Eu,nossa querida amiga #Patriciapoeta e meu filhão @mattheus7 na gravação do especial da Copa do Mundo para o Jornal Nacional. Muito feliz em recordar todos aqueles momentos lindos da conquista do Tetra! A post shared by José Roberto Gama De Oliveira (@bebeto7) on Jun 5, 2014 at 5:42pm PDT
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30 47 dagar í HM: Lúðurinn sem eyðilagði heilt heimsmeistaramót 65 sentimetra langt plaströr gerði nánast út um HM í Suður-Afríku árið 2010. 28. apríl 2018 10:00 48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Saga tyrkneska landsliðsmannsins fyrrverandi Ilhan Mansiz er afar áhugaverð. 27. apríl 2018 10:00 49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30
47 dagar í HM: Lúðurinn sem eyðilagði heilt heimsmeistaramót 65 sentimetra langt plaströr gerði nánast út um HM í Suður-Afríku árið 2010. 28. apríl 2018 10:00
48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Saga tyrkneska landsliðsmannsins fyrrverandi Ilhan Mansiz er afar áhugaverð. 27. apríl 2018 10:00
49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn