Emil reifst við forsetann fyrir framan alla: „Ég gat ekki setið á mér lengur“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. apríl 2018 12:00 Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Udinese á Ítalíu, lét forseta ítalska félagsins heyra það fyrir framan allan leikmannahópinn í byrjun tímabils. Forsetinn, sem heitir Franco Soldati, lætur leikmenn liðsins gista á hóteli svo vikum skiptir ef þeir eru ekki að standa sig og tapa leikjum. Það getur orðið langþreytt fyrir fjölskyldumenn og gafst Emil upp í byrjun tímabils eftir langa dvöl á hóteli. „Við vorum í smá krísu í byrjun tímabilsins. Mesta pressan hérna kemur frá forsetanum sem lætur okkur gista á hóteli í viku ef að illa gengur. Ef við töpum svo næsta leik erum við sendir aftur á hótel þannig að á þessum tímapunkti vorum við búnir að vera tvær vikur samfleytt á hóteli,“ segir Emil.Emil er í viðtali í Fyrir Ísland sem er á dagskrá á Stöð 2 klukkan 20.05 í kvöld. Þar heimsækir Guðmundur Benediktsson strákana okkar í undirbúningi fyrir HM 2018 í Rússlandi.Emil í leik með UdineseMynd/GettyLétt bilaður Eftir þessar tvær vikur á hótelinu fór Emil í landsleikjafrí og var þá frá fjölskyldu sinni. Þegar hann kom svo aftur til Ítalíu var aftur farið á hótel. „Ég var orðinn létt bilaður á þessu enda með konu og tvö börn heima. Það er ekkert gaman fyrir þau að ég sé ekkert heima. Þegar við erum svo komnir á fjórðu viku á hótelinu heldur forsetinn fund og segir að þetta haldi bara áfram ef að við förum ekki að vinna,“ segir Emil sem lét þá heyra í sér. „Ég stóð upp og sagði að þetta væri engan veginn rétta leiðin til að fá lið til að vinna. Þetta er náttúrlega ekki rétta leiðin en það þurfti einhver að segja það við hann og við rifumst um þetta í korter. Ég útskýrði af hverju þetta væri ekki rétt og tók það fram að ég talaði við Hauk Inga, íþróttasálfræðing, um þetta.“Emil lætur ekki bjóða sér hvað sem er.vísir/gettyEndaði vel Forsetinn bauðst á til að borga flug undir Hauk Inga út til Ítalíu þannig að hann gæti rætt við hann um hvað væri rétta leiðin og hvað ekki. Emil lét þó vera að setja upp þann hitting. „Ég allavega stóð upp, mest fyrir sjálfan mig. Ég gat ekki setið á mér lengur,“ segir Emil en liðsfélagar hans, sem voru alveg jafnpirraðir, sátu bara rólegir á meðan Emil fór yfir málin með forsetanum. „Þetta var bara ég á móti honum og á endanum fór hann út. Ég hélt að þetta hefði endað illa á milli okkar en síðan hitti ég hann nokkrum dögum seinna og þá spurði hann mig hvar þessi sálfræðingur væri,“ segir Emil Hallfreðsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Udinese á Ítalíu, lét forseta ítalska félagsins heyra það fyrir framan allan leikmannahópinn í byrjun tímabils. Forsetinn, sem heitir Franco Soldati, lætur leikmenn liðsins gista á hóteli svo vikum skiptir ef þeir eru ekki að standa sig og tapa leikjum. Það getur orðið langþreytt fyrir fjölskyldumenn og gafst Emil upp í byrjun tímabils eftir langa dvöl á hóteli. „Við vorum í smá krísu í byrjun tímabilsins. Mesta pressan hérna kemur frá forsetanum sem lætur okkur gista á hóteli í viku ef að illa gengur. Ef við töpum svo næsta leik erum við sendir aftur á hótel þannig að á þessum tímapunkti vorum við búnir að vera tvær vikur samfleytt á hóteli,“ segir Emil.Emil er í viðtali í Fyrir Ísland sem er á dagskrá á Stöð 2 klukkan 20.05 í kvöld. Þar heimsækir Guðmundur Benediktsson strákana okkar í undirbúningi fyrir HM 2018 í Rússlandi.Emil í leik með UdineseMynd/GettyLétt bilaður Eftir þessar tvær vikur á hótelinu fór Emil í landsleikjafrí og var þá frá fjölskyldu sinni. Þegar hann kom svo aftur til Ítalíu var aftur farið á hótel. „Ég var orðinn létt bilaður á þessu enda með konu og tvö börn heima. Það er ekkert gaman fyrir þau að ég sé ekkert heima. Þegar við erum svo komnir á fjórðu viku á hótelinu heldur forsetinn fund og segir að þetta haldi bara áfram ef að við förum ekki að vinna,“ segir Emil sem lét þá heyra í sér. „Ég stóð upp og sagði að þetta væri engan veginn rétta leiðin til að fá lið til að vinna. Þetta er náttúrlega ekki rétta leiðin en það þurfti einhver að segja það við hann og við rifumst um þetta í korter. Ég útskýrði af hverju þetta væri ekki rétt og tók það fram að ég talaði við Hauk Inga, íþróttasálfræðing, um þetta.“Emil lætur ekki bjóða sér hvað sem er.vísir/gettyEndaði vel Forsetinn bauðst á til að borga flug undir Hauk Inga út til Ítalíu þannig að hann gæti rætt við hann um hvað væri rétta leiðin og hvað ekki. Emil lét þó vera að setja upp þann hitting. „Ég allavega stóð upp, mest fyrir sjálfan mig. Ég gat ekki setið á mér lengur,“ segir Emil en liðsfélagar hans, sem voru alveg jafnpirraðir, sátu bara rólegir á meðan Emil fór yfir málin með forsetanum. „Þetta var bara ég á móti honum og á endanum fór hann út. Ég hélt að þetta hefði endað illa á milli okkar en síðan hitti ég hann nokkrum dögum seinna og þá spurði hann mig hvar þessi sálfræðingur væri,“ segir Emil Hallfreðsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn