KR var með boltann í 16 mínútur á móti Val Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. apríl 2018 16:00 Finnur Orri Margeirsson með boltann í nokkrar sekúndur af þeim 16 mínútum sem gestirnir höfðu hann. vísir/daníel þór Valur vann KR, 2-1, í stórleik fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta á föstudagskvöldið en danski framherjinn Tobias Thomsen, sem spilaði með KR í fyrra, skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Pálmi Rafn Pálmason var hársbreidd frá því að tryggja KR-ingum eitt stig þegar að hann jafnaði metin í 1-1 í byrjun uppbótartímans en vesturbæjarstórveldið fékk kalda tusku í andlitið í næstu sókn heimamanna. Þrátt fyrir naumt tap á síðustu andartökum leiksins voru Valsmenn töluvert betri aðilinn og voru með boltann 69 prósent af leiknum en KR 31 prósent.Tölfræðifyrirtækið InStat tekur saman mjög ítarlega tölfræði fyrir öll félögin eftir hvern leik en í skýrslunni eftir þennan leik kemur fram að Valur var í 36 mínútur og 37 sekúndur með boltann. Aðeins Stjarnan var meira með boltann í umferðinni eða sekúndu meira en Valsmenn. KR-liðið var aðeins með boltann í 16 mínútur og 26 sekúndur, langminnst allra liða í umferðinni. Víkingar voru næst minnst með boltann eða 21 mínútu á móti Fylki en höfðu hann þó í 47 prósent af leiknum. Boltinn var reyndar bara í leik í tæpar 45 mínútur í þeim leik. KR-ingar áttu einnig lang fæstar sendingar allra liða í umferðinni eða 278, þar af 173 heppnaðar eða 62 prósent. KR-liðið reyndi fæstar sendingar, var með fæstar heppnaðar og verstu sendingaprósentuna.Valsmenn voru aftur á móti með 563 heppnaðar sendingar af 677 og kláruðu 83 prósent sendinga sinna. Yfirburðirnir gríðarlegir á Valsvellinum á föstudagskvöldið. Íslandsmeistararnir voru ekki bara yfir í fagurfræðinni heldur einnig í baráttunni. Valsmenn fóru í flest návígi/pressu allra liða deildarinnar í umfeðrinni eða 182 og unnu 111 af þeim eða 62 prósent sem var hæsta hlutfall umferðarinnar. Þarna voru KR-ingar á botninum þegar kom að heppnuðum návígum en þeir unnu 71 af 182 eða 39 prósent. Næstir komu KA-menn sem unnu baráttu um boltann í 42 prósent skipta sem að þeir fóru í návígi. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pálmi Rafn: Við erum KR, ætluðum ekkert að skíttapa Pálmi Rafn Pálmason hélt hann hefði tryggt KR stig gegn Íslandsmeisturum Vals í opnunarleik Pepsi deildar karla í fótbolta í kvöld, bara til þess að sjá Tobias Thomsen skora sigurmarkið mínútu seinna. 27. apríl 2018 22:16 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - KR 2-1 | Tobias hetjan eftir lygilegar lokamínútur Valur vann KR á ótrúlegan hátt en niðurstaðan 2-1. Tvö mörk litu dagsins ljós í uppbótartíma. Ótrúlegar lokamínútur. 27. apríl 2018 22:45 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira
Valur vann KR, 2-1, í stórleik fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta á föstudagskvöldið en danski framherjinn Tobias Thomsen, sem spilaði með KR í fyrra, skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Pálmi Rafn Pálmason var hársbreidd frá því að tryggja KR-ingum eitt stig þegar að hann jafnaði metin í 1-1 í byrjun uppbótartímans en vesturbæjarstórveldið fékk kalda tusku í andlitið í næstu sókn heimamanna. Þrátt fyrir naumt tap á síðustu andartökum leiksins voru Valsmenn töluvert betri aðilinn og voru með boltann 69 prósent af leiknum en KR 31 prósent.Tölfræðifyrirtækið InStat tekur saman mjög ítarlega tölfræði fyrir öll félögin eftir hvern leik en í skýrslunni eftir þennan leik kemur fram að Valur var í 36 mínútur og 37 sekúndur með boltann. Aðeins Stjarnan var meira með boltann í umferðinni eða sekúndu meira en Valsmenn. KR-liðið var aðeins með boltann í 16 mínútur og 26 sekúndur, langminnst allra liða í umferðinni. Víkingar voru næst minnst með boltann eða 21 mínútu á móti Fylki en höfðu hann þó í 47 prósent af leiknum. Boltinn var reyndar bara í leik í tæpar 45 mínútur í þeim leik. KR-ingar áttu einnig lang fæstar sendingar allra liða í umferðinni eða 278, þar af 173 heppnaðar eða 62 prósent. KR-liðið reyndi fæstar sendingar, var með fæstar heppnaðar og verstu sendingaprósentuna.Valsmenn voru aftur á móti með 563 heppnaðar sendingar af 677 og kláruðu 83 prósent sendinga sinna. Yfirburðirnir gríðarlegir á Valsvellinum á föstudagskvöldið. Íslandsmeistararnir voru ekki bara yfir í fagurfræðinni heldur einnig í baráttunni. Valsmenn fóru í flest návígi/pressu allra liða deildarinnar í umfeðrinni eða 182 og unnu 111 af þeim eða 62 prósent sem var hæsta hlutfall umferðarinnar. Þarna voru KR-ingar á botninum þegar kom að heppnuðum návígum en þeir unnu 71 af 182 eða 39 prósent. Næstir komu KA-menn sem unnu baráttu um boltann í 42 prósent skipta sem að þeir fóru í návígi.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pálmi Rafn: Við erum KR, ætluðum ekkert að skíttapa Pálmi Rafn Pálmason hélt hann hefði tryggt KR stig gegn Íslandsmeisturum Vals í opnunarleik Pepsi deildar karla í fótbolta í kvöld, bara til þess að sjá Tobias Thomsen skora sigurmarkið mínútu seinna. 27. apríl 2018 22:16 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - KR 2-1 | Tobias hetjan eftir lygilegar lokamínútur Valur vann KR á ótrúlegan hátt en niðurstaðan 2-1. Tvö mörk litu dagsins ljós í uppbótartíma. Ótrúlegar lokamínútur. 27. apríl 2018 22:45 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira
Pálmi Rafn: Við erum KR, ætluðum ekkert að skíttapa Pálmi Rafn Pálmason hélt hann hefði tryggt KR stig gegn Íslandsmeisturum Vals í opnunarleik Pepsi deildar karla í fótbolta í kvöld, bara til þess að sjá Tobias Thomsen skora sigurmarkið mínútu seinna. 27. apríl 2018 22:16
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - KR 2-1 | Tobias hetjan eftir lygilegar lokamínútur Valur vann KR á ótrúlegan hátt en niðurstaðan 2-1. Tvö mörk litu dagsins ljós í uppbótartíma. Ótrúlegar lokamínútur. 27. apríl 2018 22:45