Áfrýjun Vals vegna ummæla Óla Jó skilaði árangri Anton Ingi Leifsson skrifar 30. apríl 2018 18:51 Ólafur ræðir við fjórða dómarann síðasta sumar. vísir/eyþór Valur þarf ekki að greiða 100 þúsund krónur í sekt vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar, þjálfara liðsins, í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolti.net en þeir greina fyrstir frá málinu. KSÍ hafði sektað Valsmenn um hundrað þúsund krónur vegna ummæla sem Ólafur lét falla um leik Víkings og Völsungs í þættinum. Þar sagði hann að úrslitin hefðu fyrirfram verið ákveðinn. Víkingum þótti þessi ummæli ekki merkileg og lögðu þau fram fyrir aganefnd KSÍ. Hún komst svo að þeirri niðurstöðu að sekta Val um hundrað þúsund krónur. Valsmenn voru afar ósáttir við þennan dóm þar sem Ólafur talaði ekki fyrir hönd Vals um fyrr nefnt atvik. Í dag komst svo KSÍ að þeirri niðurstöðu að ummæli hans vörðuðu ekki Val og felldi niður sektina. Alla yfirlýsinguna má sjá hér að neðan.Aganefnd KSÍ: Samkvæmt 21. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmála er framkvæmdastjóra KSÍ heimilt að vísa til aga- og úrskurðarnefndar atvikum sem skaðað geta ímynd knattspyrnunnar eða þeirra sem þátt taka í leiknum, enda hafi slík atvik ekki komið fram í atvikaskýrslum dómara og/eða eftirlitsmanns á leiknum. Í greininni er tekið fram að atvik þau sem framkvæmdastjóri KSÍ geti vísað til aga- og úrskurðarnefndar geti verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega. Í grein 13.9.5 í reglugerðinni er mælt fyrir um þá refsingu sem aga- og úrskurðarnefnd má beita vegna brota, sem framkvæmdastjóri KSÍ tilkynnir á grundvelli 21. gr. Samkvæmt nefndu ákvæði getur refsing verið sekt að fjárhæð 100.000 krónur, en þó ekki lægri en kr. 50.000 og/eða leikbann í tiltekinn fjölda leikja eða tímabundið. Samkvæmt grein 4.2 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót er sérhvert félag ábyrgt fyrir framkomu leikmanna, forráðamanna, félagsmanna og stuðningsmanna sinna og allra þeirra sem hafa hlutverk á vegum þess í tengslum við kappleik. Í máli því, sem hér er til úrlausnar, lét Ólafur D. Jóhannesson núverandi þjálfari meistaraflokks knattspyrnudeildar Vals engin ummæli falla í tengslum við kappleik á vegum KSÍ. Ólafur D. Jóhannesson setti hins vegar fram þá skoðun sína í fjölmiðlinum fótbolti.net að úrslit í knattspyrnuleik milli Víkings Reykjavík og Völsunga Húsavík, sem leikinn var árið 2013, og endaði með 16-0 sigri Víkings Reykjavík, hafi verið óeðlileg. Þau úrslit skiptu máli fyrir Hauka Hafnarfirði, sem lék í sömu deild og Víkingur og Völsungur, og átti fyrir leik Víkings og Völsunga möguleika að sæti í efstu deild. Ólafur D. Jóhannesson var þá þjálfari Hauka. Ólafur D. Jóhannesson lét ummælin því sannanlega falla opinberlega, sem getur verið refsivert, sé öðrum refsiskilyrðum laga og reglugerða KSÍ fullnægt, sbr. dómi Áfrýjunardómstóls KSÍ í máli nr. 2/2016. Ummæli Ólafs D. Jóhannessonar vörðuðu hins vegar á engan hátt störf hans í þágu knattspyrnudeild Vals, og því er engin heimild samkvæmt lögum og reglum KSÍ til að gera knattspyrnudeild Vals refsingu vegna þeirra. Ber því að fella hinn kærða úrskurð úr gildi. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Víkingur R. kvartaði til KSÍ yfir ummælum Óla Jó Víkingur R. hefur lagt inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar um leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. 1. mars 2018 17:35 Valsmenn íhuga að áfrýja sekt KSÍ Líklegt er að Valur muni áfrýja 100 þúsund króna sektinni sem KSÍ dæmdi félaginu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi. 15. mars 2018 14:30 Áskanir Ólafs Jóhannessonar kostuðu Val hundrað þúsund krónur Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, hefur fengið hundrað þúsund króna sekt frá Knattspyrnusambandi Íslands vegna ummæla hans um úrslit í leik í 1. deildinni fyrir fimm árum. 15. mars 2018 09:22 Óli Jó um ákvörðun KSÍ: Þetta setti blett á íslenska knattspyrnu Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals og fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, segir að það hafi gengið mikið á bak við tjöldin þegar hann þjálfaði íslenska karlalandsliðið í fótbolta á sínum tíma. 1. mars 2018 14:45 Víkingur íhugar að kæra Óla Jó fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar Brot úr viðtali Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, í samtali við Gunnlaug Jónsson, í þættinum Návígi á Fótbolti.net, hefur vakið mikla athygli og eftirmála. Nú íhuga Víkingar að kæra Ólaf fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar á ummælum sínum. 2. mars 2018 17:00 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Valur þarf ekki að greiða 100 þúsund krónur í sekt vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar, þjálfara liðsins, í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolti.net en þeir greina fyrstir frá málinu. KSÍ hafði sektað Valsmenn um hundrað þúsund krónur vegna ummæla sem Ólafur lét falla um leik Víkings og Völsungs í þættinum. Þar sagði hann að úrslitin hefðu fyrirfram verið ákveðinn. Víkingum þótti þessi ummæli ekki merkileg og lögðu þau fram fyrir aganefnd KSÍ. Hún komst svo að þeirri niðurstöðu að sekta Val um hundrað þúsund krónur. Valsmenn voru afar ósáttir við þennan dóm þar sem Ólafur talaði ekki fyrir hönd Vals um fyrr nefnt atvik. Í dag komst svo KSÍ að þeirri niðurstöðu að ummæli hans vörðuðu ekki Val og felldi niður sektina. Alla yfirlýsinguna má sjá hér að neðan.Aganefnd KSÍ: Samkvæmt 21. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmála er framkvæmdastjóra KSÍ heimilt að vísa til aga- og úrskurðarnefndar atvikum sem skaðað geta ímynd knattspyrnunnar eða þeirra sem þátt taka í leiknum, enda hafi slík atvik ekki komið fram í atvikaskýrslum dómara og/eða eftirlitsmanns á leiknum. Í greininni er tekið fram að atvik þau sem framkvæmdastjóri KSÍ geti vísað til aga- og úrskurðarnefndar geti verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega. Í grein 13.9.5 í reglugerðinni er mælt fyrir um þá refsingu sem aga- og úrskurðarnefnd má beita vegna brota, sem framkvæmdastjóri KSÍ tilkynnir á grundvelli 21. gr. Samkvæmt nefndu ákvæði getur refsing verið sekt að fjárhæð 100.000 krónur, en þó ekki lægri en kr. 50.000 og/eða leikbann í tiltekinn fjölda leikja eða tímabundið. Samkvæmt grein 4.2 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót er sérhvert félag ábyrgt fyrir framkomu leikmanna, forráðamanna, félagsmanna og stuðningsmanna sinna og allra þeirra sem hafa hlutverk á vegum þess í tengslum við kappleik. Í máli því, sem hér er til úrlausnar, lét Ólafur D. Jóhannesson núverandi þjálfari meistaraflokks knattspyrnudeildar Vals engin ummæli falla í tengslum við kappleik á vegum KSÍ. Ólafur D. Jóhannesson setti hins vegar fram þá skoðun sína í fjölmiðlinum fótbolti.net að úrslit í knattspyrnuleik milli Víkings Reykjavík og Völsunga Húsavík, sem leikinn var árið 2013, og endaði með 16-0 sigri Víkings Reykjavík, hafi verið óeðlileg. Þau úrslit skiptu máli fyrir Hauka Hafnarfirði, sem lék í sömu deild og Víkingur og Völsungur, og átti fyrir leik Víkings og Völsunga möguleika að sæti í efstu deild. Ólafur D. Jóhannesson var þá þjálfari Hauka. Ólafur D. Jóhannesson lét ummælin því sannanlega falla opinberlega, sem getur verið refsivert, sé öðrum refsiskilyrðum laga og reglugerða KSÍ fullnægt, sbr. dómi Áfrýjunardómstóls KSÍ í máli nr. 2/2016. Ummæli Ólafs D. Jóhannessonar vörðuðu hins vegar á engan hátt störf hans í þágu knattspyrnudeild Vals, og því er engin heimild samkvæmt lögum og reglum KSÍ til að gera knattspyrnudeild Vals refsingu vegna þeirra. Ber því að fella hinn kærða úrskurð úr gildi.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Víkingur R. kvartaði til KSÍ yfir ummælum Óla Jó Víkingur R. hefur lagt inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar um leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. 1. mars 2018 17:35 Valsmenn íhuga að áfrýja sekt KSÍ Líklegt er að Valur muni áfrýja 100 þúsund króna sektinni sem KSÍ dæmdi félaginu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi. 15. mars 2018 14:30 Áskanir Ólafs Jóhannessonar kostuðu Val hundrað þúsund krónur Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, hefur fengið hundrað þúsund króna sekt frá Knattspyrnusambandi Íslands vegna ummæla hans um úrslit í leik í 1. deildinni fyrir fimm árum. 15. mars 2018 09:22 Óli Jó um ákvörðun KSÍ: Þetta setti blett á íslenska knattspyrnu Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals og fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, segir að það hafi gengið mikið á bak við tjöldin þegar hann þjálfaði íslenska karlalandsliðið í fótbolta á sínum tíma. 1. mars 2018 14:45 Víkingur íhugar að kæra Óla Jó fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar Brot úr viðtali Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, í samtali við Gunnlaug Jónsson, í þættinum Návígi á Fótbolti.net, hefur vakið mikla athygli og eftirmála. Nú íhuga Víkingar að kæra Ólaf fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar á ummælum sínum. 2. mars 2018 17:00 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Víkingur R. kvartaði til KSÍ yfir ummælum Óla Jó Víkingur R. hefur lagt inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar um leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. 1. mars 2018 17:35
Valsmenn íhuga að áfrýja sekt KSÍ Líklegt er að Valur muni áfrýja 100 þúsund króna sektinni sem KSÍ dæmdi félaginu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi. 15. mars 2018 14:30
Áskanir Ólafs Jóhannessonar kostuðu Val hundrað þúsund krónur Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, hefur fengið hundrað þúsund króna sekt frá Knattspyrnusambandi Íslands vegna ummæla hans um úrslit í leik í 1. deildinni fyrir fimm árum. 15. mars 2018 09:22
Óli Jó um ákvörðun KSÍ: Þetta setti blett á íslenska knattspyrnu Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals og fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, segir að það hafi gengið mikið á bak við tjöldin þegar hann þjálfaði íslenska karlalandsliðið í fótbolta á sínum tíma. 1. mars 2018 14:45
Víkingur íhugar að kæra Óla Jó fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar Brot úr viðtali Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, í samtali við Gunnlaug Jónsson, í þættinum Návígi á Fótbolti.net, hefur vakið mikla athygli og eftirmála. Nú íhuga Víkingar að kæra Ólaf fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar á ummælum sínum. 2. mars 2018 17:00