Viðskipti erlent

Danir þróa lygamælisapp

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Ertu apps-alútlí sjúr um að þú sért ekki að plata?
Ertu apps-alútlí sjúr um að þú sért ekki að plata? Vísir/Getty
Rannsakendur við Kaupmannahafnarháskóla munu í dag birta afrakstur rannsóknar sinnar og vinnu að snjallsímaforriti sem getur sagt til um hvort notandi símans sé fullkomlega heiðarlegur eða ekki. Cnet greindi frá í gær.

Appið hefur fengið heitið Veritaps og virkar þannig að fylgst er með því hvernig notandinn ýtir á eða dregur fingurinn eftir snertiskjánum. Samkvæmt rannsókninni eru handahreyfingar meiri þegar notandinn er óheiðarlegur og mun appið þá birta rautt spurningarmerki.

Í viðtali við Cnet sagði Aske Mottel­son, einn rannsakenda, að appið sé sambærilegt lygamæli. Hins vegar sé það ekki fyllilega áreiðanlegt og því ætti ekki að nota það í dómsal.

Sé notandinn að segja satt birtist grænt merki eftir að notandinn hefur til að mynda skrifað setningu, annars rautt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×