Nýr forseti segir byltinguna halda áfram Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. apríl 2018 06:00 Þeir Díaz-Canel og Castro fögnuðu saman í þingsal í gær eftir að þingmenn samþykktu valdaskiptin. Vísir/AFP Í fyrsta skipti í nærri sex áratugi er Castro-fjölskyldan hvorki með forsætisráðherra- né forsetastólinn á Kúbu. Raúl Castro, litli bróðir Fidels, lét af embætti forseta í gær og við af honum tók Miguel Díaz-Canel. Díaz-Canel hafði gegnt embætti fyrsta varaforseta undanfarin fimm ár. Hann er nærri þrjátíu árum yngri en Raúl Castro, fæddur eftir kommúnistabyltinguna og traustur bandamaður fyrirrennara síns. Á þeim sextíu árum sem Castro-bræður stýrðu skútunni hefur Kúba gjörbreyst. Þeir komu á eins flokks kommúnistaríki, rétt undan ströndum Flórída. „Beint fyrir framan nefið á heimsvaldasinnunum,“ sagði Fidel Castro eitt sinn. Og þrátt fyrir þrýsting frá Bandaríkjunum, og þrátt fyrir tíð tilræði bandarísku leyniþjónustunnar við Fidel Castro, er Kommúnistaflokkurinn þar enn við völd. Ljóst er þó að Raúl Castro mun enn vera áhrifamikill á Kúbu. Hann hyggst halda áfram sem aðalritari Kommúnistaflokksins til 2021. Skýrendum þykir líklegt að nýr forseti muni hafa samráð við Castro, Castro muni jafnvel hafa síðasta orðið þegar kemur að mikilvægum ákvörðunum.Sjá einnig: Miguel Díaz-Canel nýr forseti Kúbu Will Grant, blaðamaður BBC á Kúbu, lýsti því augnabliki þegar Díaz-Canel og Castro stigu saman inn í þingsal í gær. Sagði hann augnablikið sýna kynslóðaskipti sem myndu þó ekki fela í sér miklar breytingar. Þá sagði Grant að það hafi komið á óvart að einn þingmannanna 605, sem allir eru úr Kommúnistaflokknum, hafi greitt atkvæði gegn Díaz-Canel. Forsetinn nýi hafi þó tryggt sér eina atkvæðið sem skipti máli, nefnilega atkvæði Raúls Castro. Í embættistökuræðu sinni sagðist Díaz-Canel hafa umboð til þess að tryggja að kúbverska byltingin héldi áfram. Utanríkisstefna Kúbu yrði óbreytt og allar ákvarðanir um „nauðsynlegar breytingar“ yrðu kúbversku þjóðarinnar.Fidel og Raúl Castro árið 2011.Vísir/EPA„Það er ekkert pláss á Kúbu fyrir þá sem vilja endurlífga kapítalismann,“ sagði Díaz-Canel sem eyddi að auki drjúgum hluta ræðu sinnar í að lofa fyrirrennara sinn. Þegar forsetinn nýi sagði Kúbu þarfnast Castros risu þingmenn á fætur og klöppuðu. Á borði Díaz-Canel eru mál á borð við algjört hrun hagkerfis Venesúela, eins helsta bandamanns Kúbu, sem og samskiptin við hinar eyjarnar á Karíbahafi og svo Bandaríki Donalds Trump. Bandaríkjaforseti innleiddi í fyrra takmarkanir á ferðalögum og viðskiptum við Kúbu eftir að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafði slakað á þeim takmörkunum þegar hann bjó í Hvíta húsinu. Stjórnmálaferill Díaz-Canel nær aftur á þrítugsaldurinn. Þá tók hann þátt í ungliðastarfi Kommúnistaflokksins í Santa Clara. Hann varð svo ritari hreyfingarinnar 33 ára gamall áður en hann varð héraðsstjóri Villa Clara. Í umfjöllun BBC segir að þar hafi hann sýnt að hann væri opnari, frjálslyndari en Castro-bræður. Hann hafi til að mynda leyft rokktónleika, sem bannaðir hefðu verið annars staðar, og þá sé samfélag hinsegin fólks þar sýnilegra en víða á Kúbu. Díaz-Canel varð svo hluti framkvæmdaráðs, eða Politburo, Kommúnistaflokksins árið 2003. Árið 2009 varð hann svo ráðherra framhaldsmenntunar og, eins og áður segir, fyrsti varaforseti árið 2013. En þótt Díaz-Canel þyki frjálslyndari en Castro-bræður er búist við því að þær breytingar sem ráðist verður í verði hægfara. Díaz-Canel sé handvalinn arftaki Castros, sem muni sjálfur áfram hafa bein afskipti af stefnu ríkisstjórnarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Kúba Tengdar fréttir Castro-öldin á Kúbu á enda Þingmenn á kúbverska þinginu hófu í gær umræður um hver taki við af Raúl Castro sem forseti kommúnistaríkisins. 19. apríl 2018 06:00 Miguel Díaz-Canel nýr forseti Kúbu Miguel Díaz-Canel er sór í dag embættiseið sem forseti Kúbu. Hann tekur við af Raúl Castro sem hefur verið forseti frá 2006. 19. apríl 2018 15:46 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Í fyrsta skipti í nærri sex áratugi er Castro-fjölskyldan hvorki með forsætisráðherra- né forsetastólinn á Kúbu. Raúl Castro, litli bróðir Fidels, lét af embætti forseta í gær og við af honum tók Miguel Díaz-Canel. Díaz-Canel hafði gegnt embætti fyrsta varaforseta undanfarin fimm ár. Hann er nærri þrjátíu árum yngri en Raúl Castro, fæddur eftir kommúnistabyltinguna og traustur bandamaður fyrirrennara síns. Á þeim sextíu árum sem Castro-bræður stýrðu skútunni hefur Kúba gjörbreyst. Þeir komu á eins flokks kommúnistaríki, rétt undan ströndum Flórída. „Beint fyrir framan nefið á heimsvaldasinnunum,“ sagði Fidel Castro eitt sinn. Og þrátt fyrir þrýsting frá Bandaríkjunum, og þrátt fyrir tíð tilræði bandarísku leyniþjónustunnar við Fidel Castro, er Kommúnistaflokkurinn þar enn við völd. Ljóst er þó að Raúl Castro mun enn vera áhrifamikill á Kúbu. Hann hyggst halda áfram sem aðalritari Kommúnistaflokksins til 2021. Skýrendum þykir líklegt að nýr forseti muni hafa samráð við Castro, Castro muni jafnvel hafa síðasta orðið þegar kemur að mikilvægum ákvörðunum.Sjá einnig: Miguel Díaz-Canel nýr forseti Kúbu Will Grant, blaðamaður BBC á Kúbu, lýsti því augnabliki þegar Díaz-Canel og Castro stigu saman inn í þingsal í gær. Sagði hann augnablikið sýna kynslóðaskipti sem myndu þó ekki fela í sér miklar breytingar. Þá sagði Grant að það hafi komið á óvart að einn þingmannanna 605, sem allir eru úr Kommúnistaflokknum, hafi greitt atkvæði gegn Díaz-Canel. Forsetinn nýi hafi þó tryggt sér eina atkvæðið sem skipti máli, nefnilega atkvæði Raúls Castro. Í embættistökuræðu sinni sagðist Díaz-Canel hafa umboð til þess að tryggja að kúbverska byltingin héldi áfram. Utanríkisstefna Kúbu yrði óbreytt og allar ákvarðanir um „nauðsynlegar breytingar“ yrðu kúbversku þjóðarinnar.Fidel og Raúl Castro árið 2011.Vísir/EPA„Það er ekkert pláss á Kúbu fyrir þá sem vilja endurlífga kapítalismann,“ sagði Díaz-Canel sem eyddi að auki drjúgum hluta ræðu sinnar í að lofa fyrirrennara sinn. Þegar forsetinn nýi sagði Kúbu þarfnast Castros risu þingmenn á fætur og klöppuðu. Á borði Díaz-Canel eru mál á borð við algjört hrun hagkerfis Venesúela, eins helsta bandamanns Kúbu, sem og samskiptin við hinar eyjarnar á Karíbahafi og svo Bandaríki Donalds Trump. Bandaríkjaforseti innleiddi í fyrra takmarkanir á ferðalögum og viðskiptum við Kúbu eftir að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafði slakað á þeim takmörkunum þegar hann bjó í Hvíta húsinu. Stjórnmálaferill Díaz-Canel nær aftur á þrítugsaldurinn. Þá tók hann þátt í ungliðastarfi Kommúnistaflokksins í Santa Clara. Hann varð svo ritari hreyfingarinnar 33 ára gamall áður en hann varð héraðsstjóri Villa Clara. Í umfjöllun BBC segir að þar hafi hann sýnt að hann væri opnari, frjálslyndari en Castro-bræður. Hann hafi til að mynda leyft rokktónleika, sem bannaðir hefðu verið annars staðar, og þá sé samfélag hinsegin fólks þar sýnilegra en víða á Kúbu. Díaz-Canel varð svo hluti framkvæmdaráðs, eða Politburo, Kommúnistaflokksins árið 2003. Árið 2009 varð hann svo ráðherra framhaldsmenntunar og, eins og áður segir, fyrsti varaforseti árið 2013. En þótt Díaz-Canel þyki frjálslyndari en Castro-bræður er búist við því að þær breytingar sem ráðist verður í verði hægfara. Díaz-Canel sé handvalinn arftaki Castros, sem muni sjálfur áfram hafa bein afskipti af stefnu ríkisstjórnarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Kúba Tengdar fréttir Castro-öldin á Kúbu á enda Þingmenn á kúbverska þinginu hófu í gær umræður um hver taki við af Raúl Castro sem forseti kommúnistaríkisins. 19. apríl 2018 06:00 Miguel Díaz-Canel nýr forseti Kúbu Miguel Díaz-Canel er sór í dag embættiseið sem forseti Kúbu. Hann tekur við af Raúl Castro sem hefur verið forseti frá 2006. 19. apríl 2018 15:46 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Castro-öldin á Kúbu á enda Þingmenn á kúbverska þinginu hófu í gær umræður um hver taki við af Raúl Castro sem forseti kommúnistaríkisins. 19. apríl 2018 06:00
Miguel Díaz-Canel nýr forseti Kúbu Miguel Díaz-Canel er sór í dag embættiseið sem forseti Kúbu. Hann tekur við af Raúl Castro sem hefur verið forseti frá 2006. 19. apríl 2018 15:46