„Borgarlínu og Miklubraut í stokk strax“ Þórdís Valsdóttir skrifar 21. apríl 2018 15:02 Dagur B. Eggertsson kynnti konsningaáherslur Samfylkingarinnar í Reykjavík í dag. Vísir/Ernir „Borgarlínu og Miklubraut í stokk strax,“ var meðal þess sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurborg boðaði sem stefnumál flokksins. Samfylkingin í Reykjavík kynnti kosningaáherslur sínar í Gamla bíó fyrr í dag. Dagur sagði að umræðan um Borgarlínu og Miklubraut í stokk yrði eitt af lykilatriðunum. Hann segir að flokkurinn vilji byggja nútímalega borg og þróa þétta borg þar sem öll hverfi eru áhugaverð og með þjónustu. „Hröð gegnumstreymisumferð verður neðanjarðar á meðan ofanjarðar verður borgarlína, hæg umferð bíla, gangandi og hjólandi, minni mengun og minni hávaði og miklu betra mannlíf.“Boða 500 íbúðir í fyrsta áfanga og 500 til á kjörtímabilinuHúsnæðismálin eru og verða ein megin áskorun þeirra sem koma til með að stjórna borginni á næsta kjörtímabili og sagði Dagur að það skipti „gríðarlegu máli að jafnaðarmenn komi að verki“. „Við sögðum fyrir síðustu kosningar að við vildum leggja höfuðáherslu á leigu- og búseturéttaríbúðir. Við hétum því að koma á stað 2500 til 3000 slíkum íbúðum innan fimm ára, það mun ganga eftir, en við tökum líka eftir því að þrátt fyrir þessi áform hefur markaðurinn ekki komið inn og mætt ungu fólki og fyrstu kaupendum. Þess vegna setjum við núna fram áætlun um hagkvæmt húsnæði og áætlun fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur á áhugaverðum svæðum í Gufunesi, Úlfarsárdal, Bryggjuhverfi, Skerjafirði, á Veðurstofuhæð og Stýrimannaskólanum. Við byrjum á 500 íbúðum í fyrsta áfanga og 500 til innan kjörtímabilsins,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Dagur sagði að honum þætti dapurlegt að sveitarfélögin í „kraganum“ og sveitarfélög um allt land myndu láta Reykjavíkurborg vera eina um það að Reykjavíkurborg vera eina um það að endurreisa verkamannabústaðakerfið með verkalýðshreyfingunni, að byggja stúdentaíbúðir með stúdentahreyfingunni, að byggja íbúðir fyrir eldri borgara með samtökum eldri borgara, að úthluta lóðum fyrir búseturéttaríbúðir. „Vonandi verðum við ekki líka ein í því að koma til móts við ungt fólk og fyrstu kaupendur vegna þess að kæru vinir, þetta er og verður samfélagslegt verkefni og á að vinnast sem samfélagslegt verkefni og þannig viljum við vinna það.“ Leikskólapláss fyrir 12-18 mánaða börnÞriðja stóra áherslumálið hjá Samfylkingunni í Reykjavík er, að sögn Dags, að halda áfram vinnu við að „brúa bilið“. „Á næstu fjórum árum ætlum við að fara í þetta og klára leikskólamálin niður í 12 til 18 mánaða því að það er jafnaðarstefna.“ Borg fyrir allaDagur sagði að tryggja þurfi að Reykjavík verði borg fyrir alla, meðal annars með því að gera öllum börnum kleift að stunda íþróttir og tómstundir án tillits til efnahags. „Við höfum verið að fjölga félagslegu húsnæði og lagt sérstaka áherslu á jöfn tækifæri barna og ungmenna en við viljum halda þessu áfram. Það eru ekki öll börn sem fá tækifæri til frístunda og listnáms og við sjáum þetta sérstaklega í tónlistarnámi. Þess vegna er eitt af stóru verkefnunum á næsta kjörtímabili að efla skólahljómsveitirnar, að opna æfingarhúsnæði fyrir tónlistarfólk í hverfunum, efna til tilraunaverkefna með hverfakóra, að auka tækifæri yngstu barnanna til að prófa ólíkar íþróttagreinar og að tryggja að þetta sé í boði án tillits til efnahags. Þetta er eins og skólastarfið sjálft ótrúlega mikilvægt nesti til framtíðar,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Bein útsending: Samfylkingin kynnir kosningaáherslur sínar Kosið verður í borginni þann 26. maí. 21. apríl 2018 12:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
„Borgarlínu og Miklubraut í stokk strax,“ var meðal þess sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurborg boðaði sem stefnumál flokksins. Samfylkingin í Reykjavík kynnti kosningaáherslur sínar í Gamla bíó fyrr í dag. Dagur sagði að umræðan um Borgarlínu og Miklubraut í stokk yrði eitt af lykilatriðunum. Hann segir að flokkurinn vilji byggja nútímalega borg og þróa þétta borg þar sem öll hverfi eru áhugaverð og með þjónustu. „Hröð gegnumstreymisumferð verður neðanjarðar á meðan ofanjarðar verður borgarlína, hæg umferð bíla, gangandi og hjólandi, minni mengun og minni hávaði og miklu betra mannlíf.“Boða 500 íbúðir í fyrsta áfanga og 500 til á kjörtímabilinuHúsnæðismálin eru og verða ein megin áskorun þeirra sem koma til með að stjórna borginni á næsta kjörtímabili og sagði Dagur að það skipti „gríðarlegu máli að jafnaðarmenn komi að verki“. „Við sögðum fyrir síðustu kosningar að við vildum leggja höfuðáherslu á leigu- og búseturéttaríbúðir. Við hétum því að koma á stað 2500 til 3000 slíkum íbúðum innan fimm ára, það mun ganga eftir, en við tökum líka eftir því að þrátt fyrir þessi áform hefur markaðurinn ekki komið inn og mætt ungu fólki og fyrstu kaupendum. Þess vegna setjum við núna fram áætlun um hagkvæmt húsnæði og áætlun fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur á áhugaverðum svæðum í Gufunesi, Úlfarsárdal, Bryggjuhverfi, Skerjafirði, á Veðurstofuhæð og Stýrimannaskólanum. Við byrjum á 500 íbúðum í fyrsta áfanga og 500 til innan kjörtímabilsins,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Dagur sagði að honum þætti dapurlegt að sveitarfélögin í „kraganum“ og sveitarfélög um allt land myndu láta Reykjavíkurborg vera eina um það að Reykjavíkurborg vera eina um það að endurreisa verkamannabústaðakerfið með verkalýðshreyfingunni, að byggja stúdentaíbúðir með stúdentahreyfingunni, að byggja íbúðir fyrir eldri borgara með samtökum eldri borgara, að úthluta lóðum fyrir búseturéttaríbúðir. „Vonandi verðum við ekki líka ein í því að koma til móts við ungt fólk og fyrstu kaupendur vegna þess að kæru vinir, þetta er og verður samfélagslegt verkefni og á að vinnast sem samfélagslegt verkefni og þannig viljum við vinna það.“ Leikskólapláss fyrir 12-18 mánaða börnÞriðja stóra áherslumálið hjá Samfylkingunni í Reykjavík er, að sögn Dags, að halda áfram vinnu við að „brúa bilið“. „Á næstu fjórum árum ætlum við að fara í þetta og klára leikskólamálin niður í 12 til 18 mánaða því að það er jafnaðarstefna.“ Borg fyrir allaDagur sagði að tryggja þurfi að Reykjavík verði borg fyrir alla, meðal annars með því að gera öllum börnum kleift að stunda íþróttir og tómstundir án tillits til efnahags. „Við höfum verið að fjölga félagslegu húsnæði og lagt sérstaka áherslu á jöfn tækifæri barna og ungmenna en við viljum halda þessu áfram. Það eru ekki öll börn sem fá tækifæri til frístunda og listnáms og við sjáum þetta sérstaklega í tónlistarnámi. Þess vegna er eitt af stóru verkefnunum á næsta kjörtímabili að efla skólahljómsveitirnar, að opna æfingarhúsnæði fyrir tónlistarfólk í hverfunum, efna til tilraunaverkefna með hverfakóra, að auka tækifæri yngstu barnanna til að prófa ólíkar íþróttagreinar og að tryggja að þetta sé í boði án tillits til efnahags. Þetta er eins og skólastarfið sjálft ótrúlega mikilvægt nesti til framtíðar,“ sagði Dagur B. Eggertsson.
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Bein útsending: Samfylkingin kynnir kosningaáherslur sínar Kosið verður í borginni þann 26. maí. 21. apríl 2018 12:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Bein útsending: Samfylkingin kynnir kosningaáherslur sínar Kosið verður í borginni þann 26. maí. 21. apríl 2018 12:15