Eitt Íslandsmet féll á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 50m laug sem fór fram í Laugardalslaug um helgina.
Karlasveit SH sigraði í 4x100m skriðsundi á 3:31,08 og bætti Íslandsmetið um 4 sekúndubrot en gamli tíminn var 3:31,48. Aron Örn Stefeánsson, Kolbeinn Hrafnkelsson, Predrag Milos og Ólafur Árdal Sigurðsson skipuðu sveit SH.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, veitti Eygló Ósk Gústafsdóttur Ásgeirsbikarinn fyrir besta afrek í sundi á Íslandsmeistaramótinu. Bikarinn er gefinn í minningu Ásgeirs Ásgeirssonar, fyrrum forseta Íslands.
Anton Sveinn McKee fékk Sigurðarbikarinn, sem gefinn er í minningu Sigurðar Jónssonar fyrir besta afrek í bringudundi, Hrafnhildur Lúthersdóttir fékk Kolbrúnarbikirinn sem gefinn er í minningu Kolbrúnar Ólafsdóttur. Hrafnhildur fékk bikarinn fyrir sund hennar í Búdapest í júlí á síðasta ári.
Þá fékk Viktor Máni Vilbergsson Pétursbikarinn, sem gefinn er í minningu Péturs Kristjánssonar, fyrir besta afrek í sundi samkvæmt stagtöflu FINA.
Íslandsmet féll í Laugardalnum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn


FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn



Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn

Valur tímabundið á toppinn
Handbolti


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn