Slökkva á áróðurshátölurunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. apríl 2018 06:01 Íbúar og hermenn á landamærum ríkjanna hafa mátt búa við suður-kóreska síbylju árum saman. Vísir/Getty Suður-Kóreumenn slökktu í morgun á hátalarastæðunni sem stendur á landamærum ríkisins við Norður-Kóreu. Stæðan hefur verið notuð í áraraðir til að varpa hvers kyns suður-kóreskum áróðri yfir landamærin, hvort sem það er dægurtónlist eða fréttir sem gagnrýna stjórnvöld í norðri. Í ljósi þíðunnar sem nú virðist vera komin í samskipti ríkjanna tveggja hefur hins vegar verið ákveðið að slökkva á hátölurnum. Fulltrúar ríkjanna funda á föstudag og vona Suður-Kóreumenn að þessi ákvörðun þeirra verði til að létta andrúmsloftið enn frekar. Á þessari stundu er þó ekki vitað hvort að Norður-Kóreumenn ákveði að gera slíkt hið sama, en þeir hafa einnig starfrækt hátalarastæðu sem varpar áróðri yfir til Suður-Kóreu. Talsmaður suður-kóresku samninganefndarinnar segist vona að þögnin frá hátölurunum muni leggja grunninn að friði og nýju upphafi í samskiptum ríkjanna. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem slökkt hefur verið á hátölurunum. Það var til að mynda gert árið 2004 en þegar tveir suður-kóreskir hermenn slösuðustu árið 2015 eftir að hafa stigið á norður-kóreskar jarðsprengjur var aftur kveikt á þeim. Síðar sama ár var aftur slökkt á hátölurunum en þegar Norður-Kóreumenn hófu tilraunir á vetnissprengjum árið 2016 var ákeðið að byrja áróðursútsendingarnar aftur. Suður-Kóreumenn hafa ekkert viljað segja um það hvort þeir hyggist kveikja aftur á hátölurunum að fundahaldi föstudagsins loknu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Bein lína á milli leiðtoga Kóreuríkjanna í fyrsta sinn Skrifstofur leiðtoga Suður- og Norður-Kóreu hafa verið tengdar saman með beinni símalínu sem gerir þeim kleift að ræða saman milliliðalaust og án fyrirvara. Leiðtogar Kóreuríkjanna hafa aldrei áður verið í svo beinu sambandi. 20. apríl 2018 11:56 Leiðtogar heimsins fagna fregnum frá Norður-Kóreu Donald Trump og aðrir ráðamenn víða um heim fagna því að Norður-Kórea hyggst hætta tilraunum með kjarnorkuvopn. 21. apríl 2018 13:35 Norður-Kórea hættir kjarnorkutilraunum Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, tilkynnti í dag að Norður-Kórea mun ekki gera frekari kjarnorkutilraunir. 20. apríl 2018 22:59 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira
Suður-Kóreumenn slökktu í morgun á hátalarastæðunni sem stendur á landamærum ríkisins við Norður-Kóreu. Stæðan hefur verið notuð í áraraðir til að varpa hvers kyns suður-kóreskum áróðri yfir landamærin, hvort sem það er dægurtónlist eða fréttir sem gagnrýna stjórnvöld í norðri. Í ljósi þíðunnar sem nú virðist vera komin í samskipti ríkjanna tveggja hefur hins vegar verið ákveðið að slökkva á hátölurnum. Fulltrúar ríkjanna funda á föstudag og vona Suður-Kóreumenn að þessi ákvörðun þeirra verði til að létta andrúmsloftið enn frekar. Á þessari stundu er þó ekki vitað hvort að Norður-Kóreumenn ákveði að gera slíkt hið sama, en þeir hafa einnig starfrækt hátalarastæðu sem varpar áróðri yfir til Suður-Kóreu. Talsmaður suður-kóresku samninganefndarinnar segist vona að þögnin frá hátölurunum muni leggja grunninn að friði og nýju upphafi í samskiptum ríkjanna. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem slökkt hefur verið á hátölurunum. Það var til að mynda gert árið 2004 en þegar tveir suður-kóreskir hermenn slösuðustu árið 2015 eftir að hafa stigið á norður-kóreskar jarðsprengjur var aftur kveikt á þeim. Síðar sama ár var aftur slökkt á hátölurunum en þegar Norður-Kóreumenn hófu tilraunir á vetnissprengjum árið 2016 var ákeðið að byrja áróðursútsendingarnar aftur. Suður-Kóreumenn hafa ekkert viljað segja um það hvort þeir hyggist kveikja aftur á hátölurunum að fundahaldi föstudagsins loknu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Bein lína á milli leiðtoga Kóreuríkjanna í fyrsta sinn Skrifstofur leiðtoga Suður- og Norður-Kóreu hafa verið tengdar saman með beinni símalínu sem gerir þeim kleift að ræða saman milliliðalaust og án fyrirvara. Leiðtogar Kóreuríkjanna hafa aldrei áður verið í svo beinu sambandi. 20. apríl 2018 11:56 Leiðtogar heimsins fagna fregnum frá Norður-Kóreu Donald Trump og aðrir ráðamenn víða um heim fagna því að Norður-Kórea hyggst hætta tilraunum með kjarnorkuvopn. 21. apríl 2018 13:35 Norður-Kórea hættir kjarnorkutilraunum Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, tilkynnti í dag að Norður-Kórea mun ekki gera frekari kjarnorkutilraunir. 20. apríl 2018 22:59 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Sjá meira
Bein lína á milli leiðtoga Kóreuríkjanna í fyrsta sinn Skrifstofur leiðtoga Suður- og Norður-Kóreu hafa verið tengdar saman með beinni símalínu sem gerir þeim kleift að ræða saman milliliðalaust og án fyrirvara. Leiðtogar Kóreuríkjanna hafa aldrei áður verið í svo beinu sambandi. 20. apríl 2018 11:56
Leiðtogar heimsins fagna fregnum frá Norður-Kóreu Donald Trump og aðrir ráðamenn víða um heim fagna því að Norður-Kórea hyggst hætta tilraunum með kjarnorkuvopn. 21. apríl 2018 13:35
Norður-Kórea hættir kjarnorkutilraunum Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, tilkynnti í dag að Norður-Kórea mun ekki gera frekari kjarnorkutilraunir. 20. apríl 2018 22:59