Viðskipti innlent

Hægir á fjölgun starfsmanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Allt bendir til aukins slaka.
Allt bendir til aukins slaka.
Launþegar í ferðaþjónustu voru 24.700 í febrúar síðastliðnum og hafði fjölgað um 700, eða þrjú prósent, frá því í febrúar árið áður. Hagstofan segir að þó að launþegum fjölgi enn í þeirri atvinnugrein þá hafi hægt á fjölguninni.

Á sama tímabili hefur launþegum í heild fjölgað um 6.800, eða um fjögur prósent.

Hagstofan tekur fram að þetta séu bráðabirgðatölur. Byggt sé á staðgreiðslugögnum og því geti verið vanmat í nýjustu tölum þegar launagreiðendur skila ekki inn upplýsingum tímanlega.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×