Sindri hefur hlotið fjölda dóma fyrir fjársvik, stuld og hylmingu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. apríl 2018 07:00 Sindri Þór Stefánsson var handtekinn í Amsterdam seint á sunnudag eftir tæpa viku á flótta. LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Sindri Þór Stefánsson, sem var handtekinn í Amsterdam á sunnudag, verður leiddur fyrir dómara þar í borg í dag sem tekur ákvörðun um hvort Sindri verði sviptur frelsi sínu þar til afstaða þarlendra yfirvalda til framsalskröfu íslenskra yfirvalda liggur fyrir. Sakaferill Sindra nær aftur til ársins 2003 og hlaut hann á fyrstu árum glæpaferils síns fjölda dóma fyrir vörslu fíkniefna, umferðarlagabrot og þjófnað. Meðal þess sem Sindri hefur verið dæmdur fyrir að taka ófrjálsri hendi eru fimm fartölvur sem hann stal í Glerárskóla á Akureyri árið 2006 ásamt myndavél, skjávarpa, flakkara og stílabókum með verkefnum nemenda og kennara. Þá hefur hann hlotið dóma fyrir þjófnað á ýmiss konar öðrum raftækjum, skartgripum og reiðufé, bæði úr íbúðarhúsum og fyrirtækjum. Sindri hefur einnig hlotið dóma fyrir hylmingu og fyrir að hafa haft þýfi í sinni vörslu. Má þar til dæmis nefna tvö hraðblikkandi blá toppljós, gult vinnuljós með snúningi, hvítt hraðblikkandi ljós undir flugvélar og ýmislegt annað þýfi úr innbrotum bæði í Reykjavík og á Akureyri. Árið 2007 hlaut hann dóm fyrir tilraun til fjársvika er hann bókaði gistingu á Hótel Holti, pantaði þar veitingar og gaf upp númer greiðslukorts í eigu Akureyrarbæjar. Er hann hugðist nota sömu kortaupplýsingar til að panta gistingu á Fosshótel Lind nokkru síðar var Akureyrarkaupstaður búinn að láta loka kortinu.Sjá einnig: Sindri fer fyrir dómara í Hollandi á morgun Árið 2010 var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnað, umferðarlagabrot og fíkniefnabrot. Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess að Sindri hafi, að sögn hans sjálfs fyrir dómi, stofnað fjölskyldu og eigi barn með sambýliskonu sinni. Hann hafi fengið skólavist eftir áramót og verið í meðferð vegna áfengis- og fíkniefnavanda.Tók nú við gott tímabil í lífi Sindra, eins og hann hefur sjálfur lýst í grein í Pressunni í október 2013 þar sem hann þakkar SÁÁ hjálpina og líkir bata sínum við kraftaverk en hann hafi verið edrú í tvö ár og tíu mánuði. Þó játaði hann skýlaust fyrir dómi nokkru síðar að hafa verið iðinn við fíkniefnaflutninga frá Reykjavík til Akureyrar vikurnar og mánuðina áður en fyrrnefnd grein var skrifuð. Síðan þá hefur hann tvívegis hlotið dóma fyrir umfangsmikla fíkniefnaframleiðslu. Hinn 31. mars 2017 var Sindri dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa í félagi við annan mann staðið fyrir umtalsverðri fíkniefnaframleiðslu í iðnaðarhúsnæði á Seltjarnarnesi haustið 2014. Þá var hann dæmdur í 12 mánaða fangelsi 27. nóvember síðastliðinn fyrir umtalsverða kannabisræktun í húsi á Grenivík í maí 2016. Var við ákvörðun refsingar tekið tillit til þess að Sindri kvaðst fyrir dómi ekki neyta fíkniefna, hann væri fjölskyldumaður og starfaði sem tölvunarfræðingur í eigin rekstri. Birtist í Fréttablaðinu Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. 23. apríl 2018 11:41 Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson, sem var handtekinn í Amsterdam á sunnudag, verður leiddur fyrir dómara þar í borg í dag sem tekur ákvörðun um hvort Sindri verði sviptur frelsi sínu þar til afstaða þarlendra yfirvalda til framsalskröfu íslenskra yfirvalda liggur fyrir. Sakaferill Sindra nær aftur til ársins 2003 og hlaut hann á fyrstu árum glæpaferils síns fjölda dóma fyrir vörslu fíkniefna, umferðarlagabrot og þjófnað. Meðal þess sem Sindri hefur verið dæmdur fyrir að taka ófrjálsri hendi eru fimm fartölvur sem hann stal í Glerárskóla á Akureyri árið 2006 ásamt myndavél, skjávarpa, flakkara og stílabókum með verkefnum nemenda og kennara. Þá hefur hann hlotið dóma fyrir þjófnað á ýmiss konar öðrum raftækjum, skartgripum og reiðufé, bæði úr íbúðarhúsum og fyrirtækjum. Sindri hefur einnig hlotið dóma fyrir hylmingu og fyrir að hafa haft þýfi í sinni vörslu. Má þar til dæmis nefna tvö hraðblikkandi blá toppljós, gult vinnuljós með snúningi, hvítt hraðblikkandi ljós undir flugvélar og ýmislegt annað þýfi úr innbrotum bæði í Reykjavík og á Akureyri. Árið 2007 hlaut hann dóm fyrir tilraun til fjársvika er hann bókaði gistingu á Hótel Holti, pantaði þar veitingar og gaf upp númer greiðslukorts í eigu Akureyrarbæjar. Er hann hugðist nota sömu kortaupplýsingar til að panta gistingu á Fosshótel Lind nokkru síðar var Akureyrarkaupstaður búinn að láta loka kortinu.Sjá einnig: Sindri fer fyrir dómara í Hollandi á morgun Árið 2010 var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnað, umferðarlagabrot og fíkniefnabrot. Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess að Sindri hafi, að sögn hans sjálfs fyrir dómi, stofnað fjölskyldu og eigi barn með sambýliskonu sinni. Hann hafi fengið skólavist eftir áramót og verið í meðferð vegna áfengis- og fíkniefnavanda.Tók nú við gott tímabil í lífi Sindra, eins og hann hefur sjálfur lýst í grein í Pressunni í október 2013 þar sem hann þakkar SÁÁ hjálpina og líkir bata sínum við kraftaverk en hann hafi verið edrú í tvö ár og tíu mánuði. Þó játaði hann skýlaust fyrir dómi nokkru síðar að hafa verið iðinn við fíkniefnaflutninga frá Reykjavík til Akureyrar vikurnar og mánuðina áður en fyrrnefnd grein var skrifuð. Síðan þá hefur hann tvívegis hlotið dóma fyrir umfangsmikla fíkniefnaframleiðslu. Hinn 31. mars 2017 var Sindri dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa í félagi við annan mann staðið fyrir umtalsverðri fíkniefnaframleiðslu í iðnaðarhúsnæði á Seltjarnarnesi haustið 2014. Þá var hann dæmdur í 12 mánaða fangelsi 27. nóvember síðastliðinn fyrir umtalsverða kannabisræktun í húsi á Grenivík í maí 2016. Var við ákvörðun refsingar tekið tillit til þess að Sindri kvaðst fyrir dómi ekki neyta fíkniefna, hann væri fjölskyldumaður og starfaði sem tölvunarfræðingur í eigin rekstri.
Birtist í Fréttablaðinu Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. 23. apríl 2018 11:41 Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04
Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. 23. apríl 2018 11:41
Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49