Dótturfélag Icelandair íhugar kaup á tveimur flugfélögum Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2018 08:34 Loftleiðir lentu flugvél á Suðurskautinu árið 2015. Ágúst Hákonarson Loftleiðir, dótturfélag Icelandair sem sérhæfir sig í leiguflugi og svokallaðri blautleigu, íhuga nú kaup á 49% hlut í portúgalska flugfélaginu Azores Airlines, sem gerir út frá Asóreyjum í Atlantshafinu. Þá eru Loftleiðir jafnframt sagðar í viðræðum um kaup á 51% hlut í flugfélagi á Grænhöfðaeyjum. Azores Airlines hefur átt í miklum rekstrarörðugleikum á síðustu misserum. Í tilkynningu frá móðurfélagi flugfélagsins, SATA Group, kom fram að aðeins eitt tilboð hafi borist í Azores Airlines, tilboð Loftleiða, og segist móðurfélagið tilbúið að ganga til frekari viðræðna við Loftleiðir. Í samtali við erlenda miðla segir Erlendur Svavarsson, varaforstjóri Loftleiða, að félagið hafi ekki enn tekið ákvörðun um hvort af kaupunum verði. Nú þegar viðræðurnar eru komnar á annað stig fái fulltrúar Loftleiða ítarlegri upplýsingar um Azores Airlins og út frá þeim verði tekin ákvörðun um hugsanleg kaup á 49% hlutnum. Að þessari yfirferð lokinni myndu Loftleiðir svo leggja fram tilboð og verði það samþykkt myndu félögin tvö hefja formlegar samningaviðræður. Meðal þeirra krafa sem SATA Group hefur sett fram fyrir hugsanlegar viðræður er að kaupandinn muni halda nafni flugfélagsins. Þá verði hann jafnframt að skuldbinda sig til að ráða starfsfólk af Asóreyjum og halda úti reglulega áætlunarflugi til Portúgals, annarra nálægra eyja sem og borga á borð við Frankfurt, Boston og Toronto.Í umfjöllun Xinhua kemur fram að það sé ekki síst þessi alþjóðlegi angi sem helst heilli Loftleiðir. Icelandair hefur lengi haldið úti tengiflugi milli Evrópu og Bandaríkjanna í gegnum Ísland og talið er að félagið vilji reyna á sambærilegt viðskiptamódel á Asóreyjum, sem liggja á miðju Atlantshafi. Loftleiðir eru sem fyrr segir einnig í viðræðum um kaup á 51% hlut í flugfélaginu TACV sem gerir út frá Grænhöfðaeyjum. Tengiflugsmöguleikarnir eru jafnframt sagðir það sem heilli Loftleiðir mest við kaupin á TACV.Hér að neðan má sjá staðsetningu Asóreyja. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Loftleiðir, dótturfélag Icelandair sem sérhæfir sig í leiguflugi og svokallaðri blautleigu, íhuga nú kaup á 49% hlut í portúgalska flugfélaginu Azores Airlines, sem gerir út frá Asóreyjum í Atlantshafinu. Þá eru Loftleiðir jafnframt sagðar í viðræðum um kaup á 51% hlut í flugfélagi á Grænhöfðaeyjum. Azores Airlines hefur átt í miklum rekstrarörðugleikum á síðustu misserum. Í tilkynningu frá móðurfélagi flugfélagsins, SATA Group, kom fram að aðeins eitt tilboð hafi borist í Azores Airlines, tilboð Loftleiða, og segist móðurfélagið tilbúið að ganga til frekari viðræðna við Loftleiðir. Í samtali við erlenda miðla segir Erlendur Svavarsson, varaforstjóri Loftleiða, að félagið hafi ekki enn tekið ákvörðun um hvort af kaupunum verði. Nú þegar viðræðurnar eru komnar á annað stig fái fulltrúar Loftleiða ítarlegri upplýsingar um Azores Airlins og út frá þeim verði tekin ákvörðun um hugsanleg kaup á 49% hlutnum. Að þessari yfirferð lokinni myndu Loftleiðir svo leggja fram tilboð og verði það samþykkt myndu félögin tvö hefja formlegar samningaviðræður. Meðal þeirra krafa sem SATA Group hefur sett fram fyrir hugsanlegar viðræður er að kaupandinn muni halda nafni flugfélagsins. Þá verði hann jafnframt að skuldbinda sig til að ráða starfsfólk af Asóreyjum og halda úti reglulega áætlunarflugi til Portúgals, annarra nálægra eyja sem og borga á borð við Frankfurt, Boston og Toronto.Í umfjöllun Xinhua kemur fram að það sé ekki síst þessi alþjóðlegi angi sem helst heilli Loftleiðir. Icelandair hefur lengi haldið úti tengiflugi milli Evrópu og Bandaríkjanna í gegnum Ísland og talið er að félagið vilji reyna á sambærilegt viðskiptamódel á Asóreyjum, sem liggja á miðju Atlantshafi. Loftleiðir eru sem fyrr segir einnig í viðræðum um kaup á 51% hlut í flugfélaginu TACV sem gerir út frá Grænhöfðaeyjum. Tengiflugsmöguleikarnir eru jafnframt sagðir það sem heilli Loftleiðir mest við kaupin á TACV.Hér að neðan má sjá staðsetningu Asóreyja.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira