Landspítalinn segir að aðgerðir ljósmæðra muni skapa „mikinn vanda“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. apríl 2018 11:31 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, beindi því til heilbrigðisstofnana í gær um að sinna þjónustu við sængurkonur og börn þeirra á meðan heimaþjónustuljósmæðra nýtur ekki við. Segir í yfirlýsingu Landspítalans að spítalinn muni sinna verkefninu eins og unn er þar til deilan leysist. vísir/vilhelm Aðgerðir ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu við nýbakaða foreldra og nýbura munu skapa mikinn vanda sem bætist við þá alvarlegu stöðu sem blasir við vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkisvaldið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Landspítalanum en í gær lögðu allar heimaþjónustuljósmæður landsins niður störf en þær eru alls 95 talsins. Þær leggja niður störf þar sem ekki er búið að undirrita nýjan rammasamning á milli þeirra og Sjúkratrygginga Íslands. Samkvæmt samningi sem rann út í febrúar síðastliðnum fá heimaþjónustuljósmæður 3394 krónur á tímann en um verktakagreiðslur er að ræða. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, beindi því til heilbrigðisstofnana í gær um að sinna þjónustu við sængurkonur og börn þeirra á meðan heimaþjónustuljósmæðra nýtur ekki við. Segir í yfirlýsingu Landspítalans að spítalinn muni sinna verkefninu eins og unnt er þar til deilan leysist. „Þetta mun skapa mikinn vanda sem bætist við þá alvarlegu stöðu sem blasir við vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkisvaldið. Landspítali er ekki aðili að þessum samningum og hvetur til lausnar málsins hið fyrsta,“ segir í yfirlýsingunni. Sérfræðingar í velferðarráðuneytinu funduðu með Sjúkratryggingum Íslands í gær vegna málsins en samningur liggur ekki á borði heilbrigðisráðherra. Um er að ræða minnisblað með tillögum um hvernig staðið verði að þjónustu ljósmæðra en Sjúkratryggingar komu minnisblaðinu á framfæri við ráðuneytið. Leitaði ráðuneytið viðbragða við tillögunum frá Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri og var það mat fagfólks þar að þær breytingar sem lagðar væru til á þjónustunni væru óæskilegar. Þær feli í sér skerðingu á heimaþjónustu ljósmæðra sem myndu hafa töluverð áhrif inn á fæðingardeildir sjúkrahúsanna. Er það mat fagfólks að ef breytingarnar nái fram að ganga muni þær leiða til lakari þjónustu við mæður og foreldra nýbura sem og aukins kostnaðar. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00 Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30 Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira
Aðgerðir ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu við nýbakaða foreldra og nýbura munu skapa mikinn vanda sem bætist við þá alvarlegu stöðu sem blasir við vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkisvaldið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Landspítalanum en í gær lögðu allar heimaþjónustuljósmæður landsins niður störf en þær eru alls 95 talsins. Þær leggja niður störf þar sem ekki er búið að undirrita nýjan rammasamning á milli þeirra og Sjúkratrygginga Íslands. Samkvæmt samningi sem rann út í febrúar síðastliðnum fá heimaþjónustuljósmæður 3394 krónur á tímann en um verktakagreiðslur er að ræða. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, beindi því til heilbrigðisstofnana í gær um að sinna þjónustu við sængurkonur og börn þeirra á meðan heimaþjónustuljósmæðra nýtur ekki við. Segir í yfirlýsingu Landspítalans að spítalinn muni sinna verkefninu eins og unnt er þar til deilan leysist. „Þetta mun skapa mikinn vanda sem bætist við þá alvarlegu stöðu sem blasir við vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkisvaldið. Landspítali er ekki aðili að þessum samningum og hvetur til lausnar málsins hið fyrsta,“ segir í yfirlýsingunni. Sérfræðingar í velferðarráðuneytinu funduðu með Sjúkratryggingum Íslands í gær vegna málsins en samningur liggur ekki á borði heilbrigðisráðherra. Um er að ræða minnisblað með tillögum um hvernig staðið verði að þjónustu ljósmæðra en Sjúkratryggingar komu minnisblaðinu á framfæri við ráðuneytið. Leitaði ráðuneytið viðbragða við tillögunum frá Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri og var það mat fagfólks þar að þær breytingar sem lagðar væru til á þjónustunni væru óæskilegar. Þær feli í sér skerðingu á heimaþjónustu ljósmæðra sem myndu hafa töluverð áhrif inn á fæðingardeildir sjúkrahúsanna. Er það mat fagfólks að ef breytingarnar nái fram að ganga muni þær leiða til lakari þjónustu við mæður og foreldra nýbura sem og aukins kostnaðar.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00 Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30 Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira
Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00
Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30
Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44