Landspítalinn segir að aðgerðir ljósmæðra muni skapa „mikinn vanda“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. apríl 2018 11:31 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, beindi því til heilbrigðisstofnana í gær um að sinna þjónustu við sængurkonur og börn þeirra á meðan heimaþjónustuljósmæðra nýtur ekki við. Segir í yfirlýsingu Landspítalans að spítalinn muni sinna verkefninu eins og unn er þar til deilan leysist. vísir/vilhelm Aðgerðir ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu við nýbakaða foreldra og nýbura munu skapa mikinn vanda sem bætist við þá alvarlegu stöðu sem blasir við vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkisvaldið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Landspítalanum en í gær lögðu allar heimaþjónustuljósmæður landsins niður störf en þær eru alls 95 talsins. Þær leggja niður störf þar sem ekki er búið að undirrita nýjan rammasamning á milli þeirra og Sjúkratrygginga Íslands. Samkvæmt samningi sem rann út í febrúar síðastliðnum fá heimaþjónustuljósmæður 3394 krónur á tímann en um verktakagreiðslur er að ræða. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, beindi því til heilbrigðisstofnana í gær um að sinna þjónustu við sængurkonur og börn þeirra á meðan heimaþjónustuljósmæðra nýtur ekki við. Segir í yfirlýsingu Landspítalans að spítalinn muni sinna verkefninu eins og unnt er þar til deilan leysist. „Þetta mun skapa mikinn vanda sem bætist við þá alvarlegu stöðu sem blasir við vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkisvaldið. Landspítali er ekki aðili að þessum samningum og hvetur til lausnar málsins hið fyrsta,“ segir í yfirlýsingunni. Sérfræðingar í velferðarráðuneytinu funduðu með Sjúkratryggingum Íslands í gær vegna málsins en samningur liggur ekki á borði heilbrigðisráðherra. Um er að ræða minnisblað með tillögum um hvernig staðið verði að þjónustu ljósmæðra en Sjúkratryggingar komu minnisblaðinu á framfæri við ráðuneytið. Leitaði ráðuneytið viðbragða við tillögunum frá Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri og var það mat fagfólks þar að þær breytingar sem lagðar væru til á þjónustunni væru óæskilegar. Þær feli í sér skerðingu á heimaþjónustu ljósmæðra sem myndu hafa töluverð áhrif inn á fæðingardeildir sjúkrahúsanna. Er það mat fagfólks að ef breytingarnar nái fram að ganga muni þær leiða til lakari þjónustu við mæður og foreldra nýbura sem og aukins kostnaðar. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00 Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30 Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44 Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Sjá meira
Aðgerðir ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu við nýbakaða foreldra og nýbura munu skapa mikinn vanda sem bætist við þá alvarlegu stöðu sem blasir við vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkisvaldið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Landspítalanum en í gær lögðu allar heimaþjónustuljósmæður landsins niður störf en þær eru alls 95 talsins. Þær leggja niður störf þar sem ekki er búið að undirrita nýjan rammasamning á milli þeirra og Sjúkratrygginga Íslands. Samkvæmt samningi sem rann út í febrúar síðastliðnum fá heimaþjónustuljósmæður 3394 krónur á tímann en um verktakagreiðslur er að ræða. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, beindi því til heilbrigðisstofnana í gær um að sinna þjónustu við sængurkonur og börn þeirra á meðan heimaþjónustuljósmæðra nýtur ekki við. Segir í yfirlýsingu Landspítalans að spítalinn muni sinna verkefninu eins og unnt er þar til deilan leysist. „Þetta mun skapa mikinn vanda sem bætist við þá alvarlegu stöðu sem blasir við vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkisvaldið. Landspítali er ekki aðili að þessum samningum og hvetur til lausnar málsins hið fyrsta,“ segir í yfirlýsingunni. Sérfræðingar í velferðarráðuneytinu funduðu með Sjúkratryggingum Íslands í gær vegna málsins en samningur liggur ekki á borði heilbrigðisráðherra. Um er að ræða minnisblað með tillögum um hvernig staðið verði að þjónustu ljósmæðra en Sjúkratryggingar komu minnisblaðinu á framfæri við ráðuneytið. Leitaði ráðuneytið viðbragða við tillögunum frá Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri og var það mat fagfólks þar að þær breytingar sem lagðar væru til á þjónustunni væru óæskilegar. Þær feli í sér skerðingu á heimaþjónustu ljósmæðra sem myndu hafa töluverð áhrif inn á fæðingardeildir sjúkrahúsanna. Er það mat fagfólks að ef breytingarnar nái fram að ganga muni þær leiða til lakari þjónustu við mæður og foreldra nýbura sem og aukins kostnaðar.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00 Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30 Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44 Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Sjá meira
Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00
Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30
Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44