Aðeins pláss fyrir tuttugu konur á sængurlegudeild Landspítala Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. apríl 2018 12:45 Að meðaltali fæðast níu börn á dag á Landspítalanum. Vísir/Getty Ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu segir að hjúkrunarfræðingar heimaþjónustu geti ekki gengið í öll störf ljósmæðra. Hún segir einnig að hugmyndir um að lengja legu sængurkvenna á kostnað heimaþjónustu gangi ekki upp vegna plássleysis á Landspítala. „Á Landspítalanum eru ekki nema tuttugu rúm bæði fyrir meðgöngukonur og sængurkonur, sem sagt veikar konur á meðgöngu sem þurfa ða liggja inni hjá okkur og svo allar sængurkonurnar sem leggjast inn hjá okkur eftir fæðingu,” segir Ellen Bára í samtali vði Vísi. „Á Landspítalanum eru að meðaltali níu fæðingar á sólarhring. Þannig að þú sérð það að tuttugu rúm inni á meðgöngu og sængurlegudeild kemur ekki til með að nýtast nema þá bara í stuttan tíma fyrir konur sem eru búnar að fæða. Það myndast þarna ákveðinn flöskuháls fljótlega ef ekkert verður samið við okkur.”Vonar að einblínt verði á að semja Ellen segir jafnframt að það sé varhugavert að senda hjúkrunarfræðinga heilsugæslustöðva í heimavitjanir til nýbakaðra mæðra og nýbura. „Það er náttúrulega ekkert sniðugt að vera að senda heilsugæslurnar í þessi störf okkar þar sem þær geta ekki sinnt því sem við erum að sinna í heimaþjónustunum annað en að vigta nýburann og taka þessa blóðprufu sem er tekin úr hælnum þeirra tveggja sólarhringa gömul. Annað sjáum við ekki að sé hægt að sinna frá heilsugæslunni. Þessi þjónusta sem heilbrigðisráðherra nefnir í gær og segist hafa biðlað til heilbrigðisstofnana á landinu að veita konum þessa þjónustu það er náttúrulega bara verið að tala um að sinna þeim í sængurlegunni inni á sjúkrahúsunum vegna þess að spítalarnir geta ekki sent fólk út í bæ í vitjanir sem við höfum verið að sinna hingað til.” Hún segist vona að heilbrigðisyfirvöld einblíni á að semja við ljósmæður. „Vonandi verður fundað um þetta og þá reynt að einblína frekar á að semja við okkur ljósmæður sem sinnum heimaþjónustunni til að við getum tekið til starfa aftur í stað þess að eyða tíma í að leita annarra leiða í það hvernig er hægt að sinna þessum konum og þessum fjölskyldum eftir fæðingu. Einfaldasta lausnin væri náttúrulega að samþykkja þessa hækkun sem við höfum farið fram á án þess að taka út aðra liði sem virðist hafa verið í skoðun núna, sem var neyðarúrræði fyrir ríkið að skoða ef þeir hefðu ekki getað orðið við þessari hækkun.“ Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16 Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00 Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30 Neyðaráætlun á Landspítalanum vegna uppsagna ljósmæðra Tuttugu ljósmæður hafa sagt upp. Landspítalinn vinnur að neyðaráætlun sem á að vera tiltæk ef af uppsögnunum verður. 18. apríl 2018 20:22 Landspítalinn segir að aðgerðir ljósmæðra muni skapa „mikinn vanda“ Aðgerðir ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu við nýbakaða foreldra og nýbura munu skapa mikinn vanda sem bætist við þá alvarlegu stöðu sem blasir við vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkisvaldið. 24. apríl 2018 11:31 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira
Ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu segir að hjúkrunarfræðingar heimaþjónustu geti ekki gengið í öll störf ljósmæðra. Hún segir einnig að hugmyndir um að lengja legu sængurkvenna á kostnað heimaþjónustu gangi ekki upp vegna plássleysis á Landspítala. „Á Landspítalanum eru ekki nema tuttugu rúm bæði fyrir meðgöngukonur og sængurkonur, sem sagt veikar konur á meðgöngu sem þurfa ða liggja inni hjá okkur og svo allar sængurkonurnar sem leggjast inn hjá okkur eftir fæðingu,” segir Ellen Bára í samtali vði Vísi. „Á Landspítalanum eru að meðaltali níu fæðingar á sólarhring. Þannig að þú sérð það að tuttugu rúm inni á meðgöngu og sængurlegudeild kemur ekki til með að nýtast nema þá bara í stuttan tíma fyrir konur sem eru búnar að fæða. Það myndast þarna ákveðinn flöskuháls fljótlega ef ekkert verður samið við okkur.”Vonar að einblínt verði á að semja Ellen segir jafnframt að það sé varhugavert að senda hjúkrunarfræðinga heilsugæslustöðva í heimavitjanir til nýbakaðra mæðra og nýbura. „Það er náttúrulega ekkert sniðugt að vera að senda heilsugæslurnar í þessi störf okkar þar sem þær geta ekki sinnt því sem við erum að sinna í heimaþjónustunum annað en að vigta nýburann og taka þessa blóðprufu sem er tekin úr hælnum þeirra tveggja sólarhringa gömul. Annað sjáum við ekki að sé hægt að sinna frá heilsugæslunni. Þessi þjónusta sem heilbrigðisráðherra nefnir í gær og segist hafa biðlað til heilbrigðisstofnana á landinu að veita konum þessa þjónustu það er náttúrulega bara verið að tala um að sinna þeim í sængurlegunni inni á sjúkrahúsunum vegna þess að spítalarnir geta ekki sent fólk út í bæ í vitjanir sem við höfum verið að sinna hingað til.” Hún segist vona að heilbrigðisyfirvöld einblíni á að semja við ljósmæður. „Vonandi verður fundað um þetta og þá reynt að einblína frekar á að semja við okkur ljósmæður sem sinnum heimaþjónustunni til að við getum tekið til starfa aftur í stað þess að eyða tíma í að leita annarra leiða í það hvernig er hægt að sinna þessum konum og þessum fjölskyldum eftir fæðingu. Einfaldasta lausnin væri náttúrulega að samþykkja þessa hækkun sem við höfum farið fram á án þess að taka út aðra liði sem virðist hafa verið í skoðun núna, sem var neyðarúrræði fyrir ríkið að skoða ef þeir hefðu ekki getað orðið við þessari hækkun.“
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16 Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00 Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30 Neyðaráætlun á Landspítalanum vegna uppsagna ljósmæðra Tuttugu ljósmæður hafa sagt upp. Landspítalinn vinnur að neyðaráætlun sem á að vera tiltæk ef af uppsögnunum verður. 18. apríl 2018 20:22 Landspítalinn segir að aðgerðir ljósmæðra muni skapa „mikinn vanda“ Aðgerðir ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu við nýbakaða foreldra og nýbura munu skapa mikinn vanda sem bætist við þá alvarlegu stöðu sem blasir við vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkisvaldið. 24. apríl 2018 11:31 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira
Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16
Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00
Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30
Neyðaráætlun á Landspítalanum vegna uppsagna ljósmæðra Tuttugu ljósmæður hafa sagt upp. Landspítalinn vinnur að neyðaráætlun sem á að vera tiltæk ef af uppsögnunum verður. 18. apríl 2018 20:22
Landspítalinn segir að aðgerðir ljósmæðra muni skapa „mikinn vanda“ Aðgerðir ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu við nýbakaða foreldra og nýbura munu skapa mikinn vanda sem bætist við þá alvarlegu stöðu sem blasir við vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkisvaldið. 24. apríl 2018 11:31