Pepsi-spáin 2018: Gæti tekið tíma hjá Ólafi í Hafnarfirði Óskar Ófeigur Jónsson og Tómas Þór Þórðarson skrifa 25. apríl 2018 10:00 Ólafur Kristjánsson er mættur heim í Hafnarfjörð. vísir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 27. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar í 21. sinn í sögu félagsins á síðustu leiktíð. Íþróttadeild spáir FH 3. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en þar endaði liðið í fyrra eftir að hafa hafnað í fyrsta eða öðru sæti árlega frá því 2003. FH-ingar náðu ekki einu sinni að bjarga tímabilinu með bikarsigri því þeir töpuðu úrslitaleik á móti ÍBV. Tímamót eru hjá FH-liðinu eftir brotthvarf Heimis Guðjónssonar og miklar mannabreytingar hafa orðið í Hafnarfirðinum. Spurningin er hvort FH-liðið nái að keyra sig í gang strax frá fyrsta leik og missa ekki Valsmennina of langt frá sér. Það sem vakti einna helst athygli í fyrra var dapurt gengi FH á heimavelli en vanalega voru lið búin að gefast upp áður en þau stigu fæti út á grasið í Kaplakrika. FH-ingar höfðu í tólf liða deild mest tapað tveimur leikjum í Krikanum en töpuðu fjórum af ellefu á síðustu leiktíð og unnu aðeins fimm. Heimavöllurinn er vígi sem nýr þjálfari þarf að koma mönnum í skilning um að þurfi að vernda eins og á árum áður. Þjálfari FH er Ólafur Kristjánsson en þessi uppaldi fyrrverandi leikmaður er nú kominn heim í Kaplakrika eftir nokkurra ára dvöl í atvinnumennsku í Danmörku. Ólafur er einn allra færasti þjálfari landsins og búist er við miklu af honum í hvíta og svarta hluta Hafnarfjarðar. Hann hefur fengið að leika lausum hala á leikmannamarkaðnum til að búa til sitt lið og það gæti tekið sinn tíma.Svona munum við eftir FHSíðasta tímabil Heimis Guðjónssonar með FH-liðið var ekki í neinum takti við þann árangur sem hann hafði áður náð með liðinu sem leikmaður og hvað þá sem þjálfari. Heimir kvaddi án titils og í verstu stöðu FH í fimmtán ár og tapaði fleiri heimaleikjum en áður í tólf liða deild. Heimir Guðjónsson var búinn að vera stór hluti af FH-liðinu frá aldamótum sem leikmaður, aðstoðarþjálfari og svo þjálfari og ná ótrúlegum árangri. Nú er komið að vatnaskilum hjá FH sem þakkar Heimi fyrir flott starf. Liðið og leikmenngrafík/gvendurFH-liðið er ógnvænlega vel mannað með suma af bestu leikmönnum deildarinnar innan sinna raða. Margir nýir leikmenn eru komnir og ekki voru þeir fengnir af neinum ruslahaug. Fyrrverandi atvinnumenn hafa komið heim í bunkum sem og einn besti framherji deildarinnar á síðustu leiktíð.Þrír sem FH treystir á:Gunnar Nielsen: Færeyski landsliðsmarkvörðurinn átti ekki alveg jafngott tímabil í fyrra og árið þar á undan en hann er samt sem áður einn allra besti markvörður deildarinnar. Enn meiri ábyrgð hvílir á herðum hans þetta sumarið þar sem að FH-liðið mætir með nánast algjörlega nýja varnarlínu til leiks.Pétur Viðarsson: Eini maðurinn sem eftir er í varnarlínu FH er uppalinn og brennir fyrir félagið. Pétur er maður sem skilur um hvað FH snýst og tekur enga fanga inn á vellinum. Hann þarf að vera leiðtoginn í varnarleiknum hjá FH ef það ætlar sér alvöru baráttu um Íslandsmeistaratitilinn.Geoffrey Castillion: FH skoraði aðeins 33 mörk í fyrra sem var tíu færri en topplið Vals og þrettán færri en Stjarnan sem hafnaði í öðru sæti. Liðið þarf að skora fleiri mörk og til þess var fenginn Hollendingurinn stóri sem raðaði inn fyrir Víking í botnbaráttunni í fyrra. Castillion hefur verið slakur á undirbúningstímabilinu en FH þarf á því að halda að hann fari í gang þegar hann kemur inn í mótið. Markaðurinn grafík/gvendurFH-ingar hafa farið gjörsamlega hamförum á markaðnum og fengið til sín ógrynni frábærra leikmanna. Ólafur fær frábært tækifæri til að byrja með sitt lið frá fyrsta leik en farnir eru nokkrir byrjunarliðsmenn sem hafa verið á meðal bestu leikmanna deildarinnar. Ólafur nældi sér í tvo Blika sem hann gerði að Íslandsmeisturum fyrir átta árum síðan en þeir voru að koma heim úr atvinnumennsku. Hjörtur Logi var besti bakvörður deildarinnar áður en hann fór út og ekki er kominn slakari liðsstyrkur í hægri bakvörðinn á láni frá Brann. Ólafur hefur náð að fylla í allar stöður og er komin mikil samkeppni t.d. á miðjuna þar sem frábærir leikmenn þurfa að gera sér það að góðu að sitja á bekknum.Markaðseinkunn: A+Hvað segir sérfræðingurinn?„FH-ingar vildi breytingar með Ólafi Kristjánssyni og það fengu þeir. Það verða sex eða sjö nýir leikmenn í byrjunarliðinu í fyrsta leik. Varnarlínan er ekki sú sama og ljóst að menn eru að hrista heldur betur upp í þessu,“ segir Gunnar Jarl Jónsson, einn sérfræðinga Pepsi-markanna, um FH-liðið. „Það er spurning hvort FH nái að koma inn af krafti í mótið eftir lélegt undirbúningstímabil. FH hefur ekki verið neðar en í þriðja sæti í langan tíma þannig ljóst er að á hverju einasta ári ætlar FH sér að berjast um titilinn.“ „Nú er þetta spurning hvernig reynsluboltarnir í liðinu koma til með að spila. FH verður ofarlega en svo kemur í ljós hvort það sé tilbúið í baráttuna við Valsmenn,“ segir Gunnar Jarl Jónsson. Spurt og svaraðgrafík/gvendurÞað sem við vitum um FH … er að fá lið hafa verið jafnvel mönnuð og FH-ingar nú þegar mótið er að hefjast. Atvinnumenn hafa verið fengnir heim og atvinnumenn fengnir á láni. Gæðin í liðinu eru ótvíræð með menn sem geta skorað og skapað mörk. Sigurhefðin er gríðarleg eftir ótrúleg fimmtán ár og metnaðurinn svo mikill fyrir árangri að þrátt fyrir eitt slakt tímabil ætlar FH sér ekkert annað en sigur í mótinu.Spurningamerkin eru … hvernig nánast algjörlega ný varnarlína kemur til með að standa sig. Ólafur náði ekki að stilla upp varnarlínu skipaða bara varnarmönnum í einum einasta leik fyrir mót en nú getur hann á pappír sett upp það sem gæti orðið besta vörn landsins. Frammistaða liðsins á undirbúningstímabilinu hefur verið vægast sagt slök og Castillion varla skapað sér færi, hvað þá skorað mark. Það er stórt spurningamerki hvort FH setji bara í fimmta gír strax í byrjun móts eftir að vera nánast í hlutlausum í allan veturBinni bjartsýni og Siggi svartsýniBinni: Undirbúningstímabil og þurrt gervigras eru fyrir lið sem verða í fallbaráttu til að keyra í sig smá sjálfstraust. Hverjum er ekki drullusama hvernig leikirnir fóru í febrúar og mars? Við höfum aldrei verið einhverjir vormeistarar ár eftir ár en samt verið bestir eða næst bestir ár eftir ár. Við gætum unnið mótið með aðalliðinu okkar og verið í Evrópubaráttu með þeim sem eru á bekknum og komast ekki í hóp. Þessum hópi stýrir svo besti þjálfari landsins sem vinnur fyrir besta formann landsins við bestu umgjörð landsins á flottasta velli landsins. Valsmenn geta alveg eins skilað þessum bikar núna strax.Siggi: Við þurfum að skora mörk ef við ætlum að hafa betur í baráttunni við Val. Átta mörk í fimm leikjum í Lengjubikarnum þar sem Castillion snerti varla boltann inn í teig er varla til útflutnings og við höfum ekki náð einum einasta góða leik þar sem við höfum skellt einhverjum smápeðum í Inkasso-deildinni. Ég átta mig alveg á því að við verðum í toppbaráttunni en ekki einu sinni Ólafur Kristjánsson ræður við svona breytingar. Ríflega helmingur byrjunarliðsins á móti Grindavík verður skipað nýjum leikmönnum sem hafa ekki verið sannfærandi í vetur. Við lendum í eltingaleik snemma en endum í öðru sæti. Vinnum þetta svo að ári liðnu. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2018: Áfram uppgangur fyrir norðan Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA fjórða sæti Pepsi-deildarinnar. 24. apríl 2018 14:00 Pepsi-spáin 2018: Árbæingar byggja á sama grunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spá Fylki 9. sæti í Pepsi-deild karla í sumar. 19. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Heimkoma Rúnars ekki nóg Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 24. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Blikar til alls líklegir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Breiðabliki 6. sæti Pepsi-deildarinnar. 23. apríl 2018 13:30 Pepsi-spáin 2018: Nýtt upphaf í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölnir 8. sæti Pepsi-deildar karla. 19. apríl 2018 14:00 Pepsi-spáin 2018: Meiri vonbrigði í Fossvoginum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 10. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Lífið eftir Andra Rúnar hefst fyrir alvöru Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Grindavík 7. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 20. apríl 2018 12:00 Pepsi-spáin 2018: Stutt stopp Suðurnesjamanna Íþróttadeild spáir nýliðum Keflavíkur neðsta sæti Pepsi-deildarinnar 2018 og þar með falli aftur niður í Inkasso-deildina. 16. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Komið að því að kveðja Eyjamenn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 11. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. 17. apríl 2018 10:00 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 27. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar í 21. sinn í sögu félagsins á síðustu leiktíð. Íþróttadeild spáir FH 3. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en þar endaði liðið í fyrra eftir að hafa hafnað í fyrsta eða öðru sæti árlega frá því 2003. FH-ingar náðu ekki einu sinni að bjarga tímabilinu með bikarsigri því þeir töpuðu úrslitaleik á móti ÍBV. Tímamót eru hjá FH-liðinu eftir brotthvarf Heimis Guðjónssonar og miklar mannabreytingar hafa orðið í Hafnarfirðinum. Spurningin er hvort FH-liðið nái að keyra sig í gang strax frá fyrsta leik og missa ekki Valsmennina of langt frá sér. Það sem vakti einna helst athygli í fyrra var dapurt gengi FH á heimavelli en vanalega voru lið búin að gefast upp áður en þau stigu fæti út á grasið í Kaplakrika. FH-ingar höfðu í tólf liða deild mest tapað tveimur leikjum í Krikanum en töpuðu fjórum af ellefu á síðustu leiktíð og unnu aðeins fimm. Heimavöllurinn er vígi sem nýr þjálfari þarf að koma mönnum í skilning um að þurfi að vernda eins og á árum áður. Þjálfari FH er Ólafur Kristjánsson en þessi uppaldi fyrrverandi leikmaður er nú kominn heim í Kaplakrika eftir nokkurra ára dvöl í atvinnumennsku í Danmörku. Ólafur er einn allra færasti þjálfari landsins og búist er við miklu af honum í hvíta og svarta hluta Hafnarfjarðar. Hann hefur fengið að leika lausum hala á leikmannamarkaðnum til að búa til sitt lið og það gæti tekið sinn tíma.Svona munum við eftir FHSíðasta tímabil Heimis Guðjónssonar með FH-liðið var ekki í neinum takti við þann árangur sem hann hafði áður náð með liðinu sem leikmaður og hvað þá sem þjálfari. Heimir kvaddi án titils og í verstu stöðu FH í fimmtán ár og tapaði fleiri heimaleikjum en áður í tólf liða deild. Heimir Guðjónsson var búinn að vera stór hluti af FH-liðinu frá aldamótum sem leikmaður, aðstoðarþjálfari og svo þjálfari og ná ótrúlegum árangri. Nú er komið að vatnaskilum hjá FH sem þakkar Heimi fyrir flott starf. Liðið og leikmenngrafík/gvendurFH-liðið er ógnvænlega vel mannað með suma af bestu leikmönnum deildarinnar innan sinna raða. Margir nýir leikmenn eru komnir og ekki voru þeir fengnir af neinum ruslahaug. Fyrrverandi atvinnumenn hafa komið heim í bunkum sem og einn besti framherji deildarinnar á síðustu leiktíð.Þrír sem FH treystir á:Gunnar Nielsen: Færeyski landsliðsmarkvörðurinn átti ekki alveg jafngott tímabil í fyrra og árið þar á undan en hann er samt sem áður einn allra besti markvörður deildarinnar. Enn meiri ábyrgð hvílir á herðum hans þetta sumarið þar sem að FH-liðið mætir með nánast algjörlega nýja varnarlínu til leiks.Pétur Viðarsson: Eini maðurinn sem eftir er í varnarlínu FH er uppalinn og brennir fyrir félagið. Pétur er maður sem skilur um hvað FH snýst og tekur enga fanga inn á vellinum. Hann þarf að vera leiðtoginn í varnarleiknum hjá FH ef það ætlar sér alvöru baráttu um Íslandsmeistaratitilinn.Geoffrey Castillion: FH skoraði aðeins 33 mörk í fyrra sem var tíu færri en topplið Vals og þrettán færri en Stjarnan sem hafnaði í öðru sæti. Liðið þarf að skora fleiri mörk og til þess var fenginn Hollendingurinn stóri sem raðaði inn fyrir Víking í botnbaráttunni í fyrra. Castillion hefur verið slakur á undirbúningstímabilinu en FH þarf á því að halda að hann fari í gang þegar hann kemur inn í mótið. Markaðurinn grafík/gvendurFH-ingar hafa farið gjörsamlega hamförum á markaðnum og fengið til sín ógrynni frábærra leikmanna. Ólafur fær frábært tækifæri til að byrja með sitt lið frá fyrsta leik en farnir eru nokkrir byrjunarliðsmenn sem hafa verið á meðal bestu leikmanna deildarinnar. Ólafur nældi sér í tvo Blika sem hann gerði að Íslandsmeisturum fyrir átta árum síðan en þeir voru að koma heim úr atvinnumennsku. Hjörtur Logi var besti bakvörður deildarinnar áður en hann fór út og ekki er kominn slakari liðsstyrkur í hægri bakvörðinn á láni frá Brann. Ólafur hefur náð að fylla í allar stöður og er komin mikil samkeppni t.d. á miðjuna þar sem frábærir leikmenn þurfa að gera sér það að góðu að sitja á bekknum.Markaðseinkunn: A+Hvað segir sérfræðingurinn?„FH-ingar vildi breytingar með Ólafi Kristjánssyni og það fengu þeir. Það verða sex eða sjö nýir leikmenn í byrjunarliðinu í fyrsta leik. Varnarlínan er ekki sú sama og ljóst að menn eru að hrista heldur betur upp í þessu,“ segir Gunnar Jarl Jónsson, einn sérfræðinga Pepsi-markanna, um FH-liðið. „Það er spurning hvort FH nái að koma inn af krafti í mótið eftir lélegt undirbúningstímabil. FH hefur ekki verið neðar en í þriðja sæti í langan tíma þannig ljóst er að á hverju einasta ári ætlar FH sér að berjast um titilinn.“ „Nú er þetta spurning hvernig reynsluboltarnir í liðinu koma til með að spila. FH verður ofarlega en svo kemur í ljós hvort það sé tilbúið í baráttuna við Valsmenn,“ segir Gunnar Jarl Jónsson. Spurt og svaraðgrafík/gvendurÞað sem við vitum um FH … er að fá lið hafa verið jafnvel mönnuð og FH-ingar nú þegar mótið er að hefjast. Atvinnumenn hafa verið fengnir heim og atvinnumenn fengnir á láni. Gæðin í liðinu eru ótvíræð með menn sem geta skorað og skapað mörk. Sigurhefðin er gríðarleg eftir ótrúleg fimmtán ár og metnaðurinn svo mikill fyrir árangri að þrátt fyrir eitt slakt tímabil ætlar FH sér ekkert annað en sigur í mótinu.Spurningamerkin eru … hvernig nánast algjörlega ný varnarlína kemur til með að standa sig. Ólafur náði ekki að stilla upp varnarlínu skipaða bara varnarmönnum í einum einasta leik fyrir mót en nú getur hann á pappír sett upp það sem gæti orðið besta vörn landsins. Frammistaða liðsins á undirbúningstímabilinu hefur verið vægast sagt slök og Castillion varla skapað sér færi, hvað þá skorað mark. Það er stórt spurningamerki hvort FH setji bara í fimmta gír strax í byrjun móts eftir að vera nánast í hlutlausum í allan veturBinni bjartsýni og Siggi svartsýniBinni: Undirbúningstímabil og þurrt gervigras eru fyrir lið sem verða í fallbaráttu til að keyra í sig smá sjálfstraust. Hverjum er ekki drullusama hvernig leikirnir fóru í febrúar og mars? Við höfum aldrei verið einhverjir vormeistarar ár eftir ár en samt verið bestir eða næst bestir ár eftir ár. Við gætum unnið mótið með aðalliðinu okkar og verið í Evrópubaráttu með þeim sem eru á bekknum og komast ekki í hóp. Þessum hópi stýrir svo besti þjálfari landsins sem vinnur fyrir besta formann landsins við bestu umgjörð landsins á flottasta velli landsins. Valsmenn geta alveg eins skilað þessum bikar núna strax.Siggi: Við þurfum að skora mörk ef við ætlum að hafa betur í baráttunni við Val. Átta mörk í fimm leikjum í Lengjubikarnum þar sem Castillion snerti varla boltann inn í teig er varla til útflutnings og við höfum ekki náð einum einasta góða leik þar sem við höfum skellt einhverjum smápeðum í Inkasso-deildinni. Ég átta mig alveg á því að við verðum í toppbaráttunni en ekki einu sinni Ólafur Kristjánsson ræður við svona breytingar. Ríflega helmingur byrjunarliðsins á móti Grindavík verður skipað nýjum leikmönnum sem hafa ekki verið sannfærandi í vetur. Við lendum í eltingaleik snemma en endum í öðru sæti. Vinnum þetta svo að ári liðnu.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2018: Áfram uppgangur fyrir norðan Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA fjórða sæti Pepsi-deildarinnar. 24. apríl 2018 14:00 Pepsi-spáin 2018: Árbæingar byggja á sama grunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spá Fylki 9. sæti í Pepsi-deild karla í sumar. 19. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Heimkoma Rúnars ekki nóg Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 24. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Blikar til alls líklegir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Breiðabliki 6. sæti Pepsi-deildarinnar. 23. apríl 2018 13:30 Pepsi-spáin 2018: Nýtt upphaf í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölnir 8. sæti Pepsi-deildar karla. 19. apríl 2018 14:00 Pepsi-spáin 2018: Meiri vonbrigði í Fossvoginum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 10. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Lífið eftir Andra Rúnar hefst fyrir alvöru Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Grindavík 7. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 20. apríl 2018 12:00 Pepsi-spáin 2018: Stutt stopp Suðurnesjamanna Íþróttadeild spáir nýliðum Keflavíkur neðsta sæti Pepsi-deildarinnar 2018 og þar með falli aftur niður í Inkasso-deildina. 16. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Komið að því að kveðja Eyjamenn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 11. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. 17. apríl 2018 10:00 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Pepsi-spáin 2018: Áfram uppgangur fyrir norðan Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA fjórða sæti Pepsi-deildarinnar. 24. apríl 2018 14:00
Pepsi-spáin 2018: Árbæingar byggja á sama grunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spá Fylki 9. sæti í Pepsi-deild karla í sumar. 19. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Heimkoma Rúnars ekki nóg Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 24. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Blikar til alls líklegir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Breiðabliki 6. sæti Pepsi-deildarinnar. 23. apríl 2018 13:30
Pepsi-spáin 2018: Nýtt upphaf í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölnir 8. sæti Pepsi-deildar karla. 19. apríl 2018 14:00
Pepsi-spáin 2018: Meiri vonbrigði í Fossvoginum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 10. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Lífið eftir Andra Rúnar hefst fyrir alvöru Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Grindavík 7. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 20. apríl 2018 12:00
Pepsi-spáin 2018: Stutt stopp Suðurnesjamanna Íþróttadeild spáir nýliðum Keflavíkur neðsta sæti Pepsi-deildarinnar 2018 og þar með falli aftur niður í Inkasso-deildina. 16. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Komið að því að kveðja Eyjamenn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 11. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. 17. apríl 2018 10:00
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn