Stuðningsfulltrúinn áfram í gæsluvarðhaldi - ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 24. apríl 2018 15:51 Húsnæði Landsréttar. Vísir/Hanna Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir stuðningsfulltrúa hjá Reykjavíkurborg sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn fjórum börnum og einum andlega fötluðum manni. Hann er grunaður um þrjú brot til viðbótar sem enn eru til rannsóknar hjá lögreglu. Maðurinn verður því í gæsluvarðhaldi til 11. maí hið minnsta. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, sé ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum og fyrir nauðganir. Brotin geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Að mati ákæruvaldsins séu brotin þess eðlis að nauðsynlegt sé, með tilliti til almannahagsmuna, að tryggja áfram að kærði gangi ekki laus á meðan mál hans séu til meðferðar hjá ákæruvaldi og dómstólum. Ætluð brot ákærða séu þess eðlis að það stríði gegn réttarvitund almennings að hann gangi laus meðan mál hans séu til meðferðar. Verjandi mannsins mótmælti gæsluvarðhaldsúrskurðinum á þeim forsendum að ekki hafi verið ákært öll þau meintu brot sem voru til rannsóknar hjá lögreglu, því verði hver ákæruliður fyrir sig að uppfylla skilyrði um almannhagsmuni. Í úrskurðinum segir hins vegar að ákæra hafi verið gefin út í málinu þar sem ákærða er gefið að sök að hafa brotið gegn fimm börnum og geti hvert brot varðað allt að sextán ára fangelsi. Sjónarmið kærða um að ekki hafi verið ákært fyrir öll þau brot sem voru til rannsóknar breytir engu þar um. Úrskurður Landsréttar Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Segist ekki hafa tölu á því hversu oft starfsmaðurinn misnotaði sig Ákæra verður gefin út á hendur starfsmanninum á morgun en verði hann sakfelldur munu þolendur leita réttar síns gagnvart Barnavernd Reykjavíkur sem hefur viðurkennt mistök í málinu. 12. apríl 2018 20:00 Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. 15. mars 2018 18:59 Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48 Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir stuðningsfulltrúa hjá Reykjavíkurborg sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn fjórum börnum og einum andlega fötluðum manni. Hann er grunaður um þrjú brot til viðbótar sem enn eru til rannsóknar hjá lögreglu. Maðurinn verður því í gæsluvarðhaldi til 11. maí hið minnsta. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, sé ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum og fyrir nauðganir. Brotin geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Að mati ákæruvaldsins séu brotin þess eðlis að nauðsynlegt sé, með tilliti til almannahagsmuna, að tryggja áfram að kærði gangi ekki laus á meðan mál hans séu til meðferðar hjá ákæruvaldi og dómstólum. Ætluð brot ákærða séu þess eðlis að það stríði gegn réttarvitund almennings að hann gangi laus meðan mál hans séu til meðferðar. Verjandi mannsins mótmælti gæsluvarðhaldsúrskurðinum á þeim forsendum að ekki hafi verið ákært öll þau meintu brot sem voru til rannsóknar hjá lögreglu, því verði hver ákæruliður fyrir sig að uppfylla skilyrði um almannhagsmuni. Í úrskurðinum segir hins vegar að ákæra hafi verið gefin út í málinu þar sem ákærða er gefið að sök að hafa brotið gegn fimm börnum og geti hvert brot varðað allt að sextán ára fangelsi. Sjónarmið kærða um að ekki hafi verið ákært fyrir öll þau brot sem voru til rannsóknar breytir engu þar um. Úrskurður Landsréttar
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Segist ekki hafa tölu á því hversu oft starfsmaðurinn misnotaði sig Ákæra verður gefin út á hendur starfsmanninum á morgun en verði hann sakfelldur munu þolendur leita réttar síns gagnvart Barnavernd Reykjavíkur sem hefur viðurkennt mistök í málinu. 12. apríl 2018 20:00 Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. 15. mars 2018 18:59 Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48 Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Segist ekki hafa tölu á því hversu oft starfsmaðurinn misnotaði sig Ákæra verður gefin út á hendur starfsmanninum á morgun en verði hann sakfelldur munu þolendur leita réttar síns gagnvart Barnavernd Reykjavíkur sem hefur viðurkennt mistök í málinu. 12. apríl 2018 20:00
Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. 15. mars 2018 18:59
Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48
Rannsókn lögreglu á máli stuðningsfulltrúa lokið Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn sjö börnum. 3. apríl 2018 12:15