Staða RÚV og fjölmiðlun til framtíðar Magnús Geir Þórðarson skrifar 24. apríl 2018 16:15 Við lifum á tímum mikilvægra breytinga í fjölmiðlun og menningu þar sem aðgengi fólks að erlendu afþreyingarefni hefur aldrei verið meira í gegnum alþjóðlega fjölmiðlarisa og efnisveitur. Allir fjölmiðlar, og RÚV þar á meðal, þurfa að taka mið af þessum breytingum og bregðast við. Á aðalfundi Ríkisútvarpsins ohf. í gær var farið yfir stöðu RÚV og fjölmiðlunar á Íslandi. Nýjar áherslur skila árangri Tölur fyrir árið 2017, sem kynntar voru á fundinum, sýna að aukin áhersla á sérstöðu Ríkisútvarpsins skilar sér í jákvæðara viðhorfi almennings en áður hefur mælst í könnunum. Innlent efni, menningarefni og þjónusta við börn er í stöðugum forgangi í dagskrá. Vinsælasta dagskrárefni landsins eru íslenskir þættir á dagskrá RÚV sem Íslendingar njóta dag hvern og sem fyrr nýtur RÚV yfirburðatrausts meðal fjölmiðla. RÚV leggur nú höfuðáherslu á vandað íslenskt efni úr okkar nærumhverfi, á okkar móðurmáli. Sögur sem hreyfa við okkur og setja umheiminn í samhengi, sögur sem spegla mannlífið á Íslandi í öllum sínum fjölbreytileika, sögur sem vekja forvitni, kveikja á ímyndunaraflinu, hjálpa okkur að takast á við ný viðfangsefni og tengja okkur saman sem þjóð hér og nú. RÚV fjallar um málefni líðandi stundar og rýnir störf þeirra sem hafa áhrif á hag almennings. Á tímum upplýsingaóreiðu er mikilvægara en nokkru sinni að miðill í eigu almennings kryfji málin til mergjar og beini sjónum að öllum hliðum mannlífsins. Þannig geta fjölmiðlar verið hreyfiafl góðra verka. Áframhaldandi hallalaus rekstur Nýbirtur ársreikningur sýnir fram á að hagræðing, umbætur í innra starfi og nýtt skipulag skila jákvæðri rekstrarniðurstöðu þriðja árið í röð. Mesta skuldalækkun í sögu félagsins er nú gengin í gegn með sölu byggingarréttar. Um langa hríð hefur skuldabréf vegna uppgjörs á eldri lífeyrisskuldbindingum verið þungur baggi á starfsemi RÚV. Í gær var greint frá því að samið hefur verið við LSR um skilmálabreytingu lánsins, sem lið í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Það er mikilvægur áfangi þó skuldir séu enn of háar. Þjónustusamningur til 2020 tryggir stöðugleika sem gerir félaginu kleift að gera eðlilegar langtímaáætlanir sem eru nauðsynlegar ritstjórnarlegu sjálfstæði almannamiðilsins. Þessi árangur er ekki sjálfsagður, heldur afrakstur samstillts átaks starfsfólks og stjórnar RÚV. Ný stefna fjárfestir í framtíðinni Á fundinum var einnig greint frá innleiðingu nýrrar stefnu sem kynnt var á vordögum 2017 og unnin með aðkomu á annað þúsund landsmanna og hagaðila víða að úr samfélaginu. Stefnan teiknar upp hvernig þjónusta RÚV mun þróast á næstu árum í takt við þarfir nútímafólks. Markmiðið er metnaðarfull og traust, íslensk almannaþjónusta til framtíðar. Nýjar stefnuáherslur eru þegar farnar að birtast með bættri þjónustu við ungt fólk, eflingu KrakkaRÚV, nýrri þjónustu við þá sem hafa ekki íslensku að móðurmáli, nýjum menningarvef, aukinni norrænni samvinnu, bættri stafrænni þjónustu með nýjum spilara og fjölmörgu öðru. Fjölbreytt fjölmiðlaflóra er allra hagur Það er mikilvægt að á Íslandi dafni fjölbreytt fjölmiðlaflóra með vönduðum einkamiðlum við hlið öflugrar almannaþjónustu. RÚV hefur aukið samstarf við framleiðendur, fjölmiðla, menningarstofnanir og skapandi greinar, meðal annars með því að gera aðstöðu, tæki og þjónustu aðgengilega í meira mæli en fyrr. Á sama tíma galopnum við samtalið við þjóðina og köllum eftir nýjum hugmyndum að dagskrárefni beint frá ykkur, eigendum RÚV í gegnum Hugmyndadaga sem haldnir verða í annað sinn nú í maí. Við starfsfólk RÚV höfum metnað fyrir því að nýja stefnan færi okkur á farsælan hátt inn í spennandi framtíð og stuðli að því að því að hér á landi búi áfram vakandi og víðsýn þjóð.Höfundur er útvarpsstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum mikilvægra breytinga í fjölmiðlun og menningu þar sem aðgengi fólks að erlendu afþreyingarefni hefur aldrei verið meira í gegnum alþjóðlega fjölmiðlarisa og efnisveitur. Allir fjölmiðlar, og RÚV þar á meðal, þurfa að taka mið af þessum breytingum og bregðast við. Á aðalfundi Ríkisútvarpsins ohf. í gær var farið yfir stöðu RÚV og fjölmiðlunar á Íslandi. Nýjar áherslur skila árangri Tölur fyrir árið 2017, sem kynntar voru á fundinum, sýna að aukin áhersla á sérstöðu Ríkisútvarpsins skilar sér í jákvæðara viðhorfi almennings en áður hefur mælst í könnunum. Innlent efni, menningarefni og þjónusta við börn er í stöðugum forgangi í dagskrá. Vinsælasta dagskrárefni landsins eru íslenskir þættir á dagskrá RÚV sem Íslendingar njóta dag hvern og sem fyrr nýtur RÚV yfirburðatrausts meðal fjölmiðla. RÚV leggur nú höfuðáherslu á vandað íslenskt efni úr okkar nærumhverfi, á okkar móðurmáli. Sögur sem hreyfa við okkur og setja umheiminn í samhengi, sögur sem spegla mannlífið á Íslandi í öllum sínum fjölbreytileika, sögur sem vekja forvitni, kveikja á ímyndunaraflinu, hjálpa okkur að takast á við ný viðfangsefni og tengja okkur saman sem þjóð hér og nú. RÚV fjallar um málefni líðandi stundar og rýnir störf þeirra sem hafa áhrif á hag almennings. Á tímum upplýsingaóreiðu er mikilvægara en nokkru sinni að miðill í eigu almennings kryfji málin til mergjar og beini sjónum að öllum hliðum mannlífsins. Þannig geta fjölmiðlar verið hreyfiafl góðra verka. Áframhaldandi hallalaus rekstur Nýbirtur ársreikningur sýnir fram á að hagræðing, umbætur í innra starfi og nýtt skipulag skila jákvæðri rekstrarniðurstöðu þriðja árið í röð. Mesta skuldalækkun í sögu félagsins er nú gengin í gegn með sölu byggingarréttar. Um langa hríð hefur skuldabréf vegna uppgjörs á eldri lífeyrisskuldbindingum verið þungur baggi á starfsemi RÚV. Í gær var greint frá því að samið hefur verið við LSR um skilmálabreytingu lánsins, sem lið í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Það er mikilvægur áfangi þó skuldir séu enn of háar. Þjónustusamningur til 2020 tryggir stöðugleika sem gerir félaginu kleift að gera eðlilegar langtímaáætlanir sem eru nauðsynlegar ritstjórnarlegu sjálfstæði almannamiðilsins. Þessi árangur er ekki sjálfsagður, heldur afrakstur samstillts átaks starfsfólks og stjórnar RÚV. Ný stefna fjárfestir í framtíðinni Á fundinum var einnig greint frá innleiðingu nýrrar stefnu sem kynnt var á vordögum 2017 og unnin með aðkomu á annað þúsund landsmanna og hagaðila víða að úr samfélaginu. Stefnan teiknar upp hvernig þjónusta RÚV mun þróast á næstu árum í takt við þarfir nútímafólks. Markmiðið er metnaðarfull og traust, íslensk almannaþjónusta til framtíðar. Nýjar stefnuáherslur eru þegar farnar að birtast með bættri þjónustu við ungt fólk, eflingu KrakkaRÚV, nýrri þjónustu við þá sem hafa ekki íslensku að móðurmáli, nýjum menningarvef, aukinni norrænni samvinnu, bættri stafrænni þjónustu með nýjum spilara og fjölmörgu öðru. Fjölbreytt fjölmiðlaflóra er allra hagur Það er mikilvægt að á Íslandi dafni fjölbreytt fjölmiðlaflóra með vönduðum einkamiðlum við hlið öflugrar almannaþjónustu. RÚV hefur aukið samstarf við framleiðendur, fjölmiðla, menningarstofnanir og skapandi greinar, meðal annars með því að gera aðstöðu, tæki og þjónustu aðgengilega í meira mæli en fyrr. Á sama tíma galopnum við samtalið við þjóðina og köllum eftir nýjum hugmyndum að dagskrárefni beint frá ykkur, eigendum RÚV í gegnum Hugmyndadaga sem haldnir verða í annað sinn nú í maí. Við starfsfólk RÚV höfum metnað fyrir því að nýja stefnan færi okkur á farsælan hátt inn í spennandi framtíð og stuðli að því að því að hér á landi búi áfram vakandi og víðsýn þjóð.Höfundur er útvarpsstjóri.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun