Körfubolti

Átján stig hjá strákunum okkar í Frakklandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Martin í leik með Chalons-Reims.
Martin í leik með Chalons-Reims. vísir/getty
Haukur Helgi Pálsson átti fínan leik er hann og félagar hans í Cholet unnu góðan tíu stiga sigur, 86-76, á Pau-Lacq-Orthez í frönsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Haukur og félagar lögðu grunninn að sigrinum með góðum öðrum leikhluta en Haukur skroaði níu stig, tók sjö fráköst og gaf eina stoðsendingu.

Cholet er með 22 stig í fimmtánda sætinu, sex stigum fyrir ofan fallsætin í deildinni.

Martin Hermannsson og félagar í Chalons-Reims eru í fjórtánda sætinu með 24 stig eftir tap gegn Lyon-Villeurbanne, 99-90, í sömu deild í kvöld.

Martin skoraði níu stig, eins og Haukur, en gaf fimm stoðsendingar og tók eitt fráköst á þeim 25 mínútum sem KR-ingurinn spilaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×