Allt í háaloft vegna skyndilegs brotthvarfs yfirþjálfara Ægis Kolbeinn Tumi Daðason og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 24. apríl 2018 23:30 Jacky Pellerin fer yfir málin með Eygló Ósk Gústavsdóttur, fremstu sundkonu landsins. Vísir/Daníel Þau tíðindi að Jacky Pellerin, yfirþjálfari hjá Sundfélaginu Ægi, muni hætta störfum hjá félaginu eftir nokkrar vikur mælast afar illa fyrir hjá fjölda iðkenda og foreldra þeirra. Tíðindin virðast hafa komið þeim í opna skjöldu. Jacky segir ákvörðunina félagsins og eiginkona hans segir útlitið ekki gott fyrir 90 ára sögu Ægis. Í tilkynningu á heimasíðu Ægis í fyrrakvöld var hins vegar látið að því liggja að Jacky hefði sjálfur ákveðið að hætta.Nýr þjálfari þegar verið ráðinn „Að loknu Íslandsmeistaramóti í dag tilkynnti Jacky Pellerin sundmönnum Ægis að þetta hafi verið hans síðasta stórmót sem yfirþjálfari félagsins og að hann muni láta af störfum eftir yfirstandandi sundár,“ sagði í tilkynningunni frá stjórninni. Var Jacky óskað góðs gengis á nýjum vettvangi um leið og iðkendur og þjálfarar voru boðaðir á fund um kvöldið á efri hæð Laugardalslaugar. Áður en til fundarins kom var nýr yfirþjálfari tilkynntur, Guðmundur Sveinn Hafþórsson. Liðu fimmtán klukkustundir frá því að tilkynnt var að Jacky væri hættur og þangað til tilkynnt var að gengið hefði verið frá samningi við nýjan þjálfara. Jacky, sem var landsliðsþjálfari í sundi þangað til í fyrra meðfram störfum sínum fyrir Ægi, tjáði RÚV í gær að það væri alfarið ákvörðun sundfélagsins að hann hætti störfum fyrir félagið. Hann hefði hvorki sagt upp né ákveðið að láta af störfum.Mætti ekki á fundinn Jacky neitaði að mæta á fundinn í gærkvöldi í Laugardalslaug og samkvæmt heimildum Vísis lýstu margir þjálfarar yfir óánægju með brotthvarf þjálfarans. Þá mun franska sundþjálfaranum hafa verið tjáð í tölvupósti frá stjórn að hann ætti ekki að ræða brotthvarf sitt við iðkendurna þær vikur sem hann ætti eftir í starfi. Á Facebook-síðu Sundfélagsins Ægis leiðréttir eiginkona hans, Bryndís Ólafsdóttir Pellerin, tilkynningu Ægis hvað varðar hvenær sá franski hóf að þjálfa hjá félaginu. Skeikaði þar þremur árum. Þá velta forráðamenn því fyrir sér hvort ekki sé mikil hætta á að iðkendur hreinilega yfirgefi félagið og hefji æfingar þar sem Jacky ætli að þjálfa. „Þetta lítur alla vega ekki vel út fyrir 90 ára sögu Ægis,“ segir Bryndís við þeim vangaveltum.Tilkynninguna frá stjórninni má sjá í heild hér að neðanAð loknu Íslandsmeistaramóti í dag tilkynnti Jacky Pellerin sundmönnum Ægis að þetta hafi verið hans síðasta stórmót sem yfirþjálfari félagsins og að hann muni láta af störfum eftir yfirstandandi sundár.Jacky hefur starfað sem yfirþjálfari sundfélagsins Ægis frá árinu 2007 og þjálfað marga af helstu afreksmönnum þess. Hann skilar góðu búi og er gaman að geta þess að Ægir sótti fjölda íslandsmeistaratitla um helgina og verðlaun.Stjórn Ægis þakkar Jacky gott samstarf á liðnum árum og óskar honum alls góðs á nýjum vettvangi.Boðið verður upp á fund fyrir sundmenn og aðstandendur þeirra á morgun klukkan 18:00 á efri hæð Laugardalslaugar með stjórn félagsins og þjálfurum.Stjórnin. Sund Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira
Þau tíðindi að Jacky Pellerin, yfirþjálfari hjá Sundfélaginu Ægi, muni hætta störfum hjá félaginu eftir nokkrar vikur mælast afar illa fyrir hjá fjölda iðkenda og foreldra þeirra. Tíðindin virðast hafa komið þeim í opna skjöldu. Jacky segir ákvörðunina félagsins og eiginkona hans segir útlitið ekki gott fyrir 90 ára sögu Ægis. Í tilkynningu á heimasíðu Ægis í fyrrakvöld var hins vegar látið að því liggja að Jacky hefði sjálfur ákveðið að hætta.Nýr þjálfari þegar verið ráðinn „Að loknu Íslandsmeistaramóti í dag tilkynnti Jacky Pellerin sundmönnum Ægis að þetta hafi verið hans síðasta stórmót sem yfirþjálfari félagsins og að hann muni láta af störfum eftir yfirstandandi sundár,“ sagði í tilkynningunni frá stjórninni. Var Jacky óskað góðs gengis á nýjum vettvangi um leið og iðkendur og þjálfarar voru boðaðir á fund um kvöldið á efri hæð Laugardalslaugar. Áður en til fundarins kom var nýr yfirþjálfari tilkynntur, Guðmundur Sveinn Hafþórsson. Liðu fimmtán klukkustundir frá því að tilkynnt var að Jacky væri hættur og þangað til tilkynnt var að gengið hefði verið frá samningi við nýjan þjálfara. Jacky, sem var landsliðsþjálfari í sundi þangað til í fyrra meðfram störfum sínum fyrir Ægi, tjáði RÚV í gær að það væri alfarið ákvörðun sundfélagsins að hann hætti störfum fyrir félagið. Hann hefði hvorki sagt upp né ákveðið að láta af störfum.Mætti ekki á fundinn Jacky neitaði að mæta á fundinn í gærkvöldi í Laugardalslaug og samkvæmt heimildum Vísis lýstu margir þjálfarar yfir óánægju með brotthvarf þjálfarans. Þá mun franska sundþjálfaranum hafa verið tjáð í tölvupósti frá stjórn að hann ætti ekki að ræða brotthvarf sitt við iðkendurna þær vikur sem hann ætti eftir í starfi. Á Facebook-síðu Sundfélagsins Ægis leiðréttir eiginkona hans, Bryndís Ólafsdóttir Pellerin, tilkynningu Ægis hvað varðar hvenær sá franski hóf að þjálfa hjá félaginu. Skeikaði þar þremur árum. Þá velta forráðamenn því fyrir sér hvort ekki sé mikil hætta á að iðkendur hreinilega yfirgefi félagið og hefji æfingar þar sem Jacky ætli að þjálfa. „Þetta lítur alla vega ekki vel út fyrir 90 ára sögu Ægis,“ segir Bryndís við þeim vangaveltum.Tilkynninguna frá stjórninni má sjá í heild hér að neðanAð loknu Íslandsmeistaramóti í dag tilkynnti Jacky Pellerin sundmönnum Ægis að þetta hafi verið hans síðasta stórmót sem yfirþjálfari félagsins og að hann muni láta af störfum eftir yfirstandandi sundár.Jacky hefur starfað sem yfirþjálfari sundfélagsins Ægis frá árinu 2007 og þjálfað marga af helstu afreksmönnum þess. Hann skilar góðu búi og er gaman að geta þess að Ægir sótti fjölda íslandsmeistaratitla um helgina og verðlaun.Stjórn Ægis þakkar Jacky gott samstarf á liðnum árum og óskar honum alls góðs á nýjum vettvangi.Boðið verður upp á fund fyrir sundmenn og aðstandendur þeirra á morgun klukkan 18:00 á efri hæð Laugardalslaugar með stjórn félagsins og þjálfurum.Stjórnin.
Sund Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira