Kæru Íslendingar, verndið villta laxastofna Kurt Beardslee skrifar 25. apríl 2018 07:00 Íslendingar, ekki gera sömu alvarlegu mistök og hafa verið gerð í öðrum löndum þar sem umfangsmikið sjókvíaeldi hefur verið heimilað með miklum skaða fyrir náttúruna. Setjið ströng lög um þessa starfsemi áður en það er of seint. Ég er framkvæmdastjóri Wild Fish Conservancy (WFC), umhverfisverndarsamtaka sem berjast fyrir endurheimt villtra fiskistofna við norðurhluta Kyrrahafsstrandar Bandaríkjanna. Í ágúst í fyrra fengum við upplýsingar um að sjókví með Atlantshafslaxi hefði fallið saman skammt frá Seattle. Við héldum að þetta væru ýkjur. En svo var ekki. Myndefni frá þessum atburði kemur mér enn í uppnám. Samankrumpuð sjókvíin flaut í sjónum eins og blað sem einhver hafði hent frá sér. Í kringum 300.000 fiskar sluppu út úr kvínni þessa örlagaríku helgi, fiskur sem er framandi tegund í hafinu okkar í Washingtonríki. Seinna komumst við að því að mikill meirihluti þessara fiska, mögulega allir, báru veirusýkingu sem heitir Piscine Orthoreovirus og er bráðsmitandi og hættuleg villtum fiskistofnum. Eigandi sjókvíarinnar, Cooke Aquaculture sem rekur allt sjókvíaeldi í ríkinu, sagði í fyrstu að óvenjulegar náttúrulegar aðstæður hefðu valdið því að sjókvíin brast. Stjórnvöld leiddu þó hið rétta í ljós. Fyrirtækið hafði einfaldlega trassað að sinna eðlilegu viðhaldi. Því miður eru atburðir sem þessi ekki óvenjulegir hjá laxeldisfyrirtækjum í sjókvíaeldi. Svona óhöpp eru hluti af rekstrarumhverfi þeirra um allan heim. Þá miklu sorgarsögu má skoða með einfaldri Google leit. Jafnvel daglegur rekstur á sjókvíum, án stórra óhappa, hefur í för með sér áhættu sem er óásættanleg. Vísindarannsóknir sýna að mengunin frá þeim er skelfileg og magnar upp fjölda sníkjudýra og baktería í sjónum með miklum skaða fyrir lífríkið. Óhjákvæmilega sleppa fiskar líka í litlum mæli, sem er aldrei tilkynnt. Stöðugur þannig lítill leki er sjálfsagt enn hættulegri fyrir umhverfið en þegar stóru slysin verða. Í kjölfar þess að sjókví Cooke féll saman í fyrra ákváðu íbúar í Washingtonríki að nú væri nóg komið. Almenningur fordæmdi þessa starfsemi með kröftugum hætti. Við hjá WFC erum stolt af því að hafa leitt þá baráttu. Við settum á laggirnar breiðfylkingu undir nafninu Our Sound, Our Salmon, þar sem í eru 109 fyrirtæki og samtök, og 12.000 einstaklingar sem hafa tekið höndum saman um að berjast gegn sjókvíum og fyrir því að allt eldi verði fært upp á land. Stjórnmálamennirnir hlustuðu sem betur fer á okkur og settu lög sem tryggja að allar sjókvíar með Atlantshafslaxi verða horfnar frá Washingtonríki ekki seinna en 2022. Aldrei í sögunni hefur jafn mörgum sjókvíaeldisstöðvum verið gert að loka. Kæru Íslendingar, ráð mitt til ykkar er þetta: ekki láta það sem gerðist hér gerast á Íslandi. Verndið umhverfi ykkar og villta fiskistofna. Þrátt fyrir fögur loforð mun sjókvíaeldi aðeins valda skaða.Höfundur er framkvæmdastjóri bandarísku umhverfissamtakanna Wild Fish Conservancy Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Íslendingar, ekki gera sömu alvarlegu mistök og hafa verið gerð í öðrum löndum þar sem umfangsmikið sjókvíaeldi hefur verið heimilað með miklum skaða fyrir náttúruna. Setjið ströng lög um þessa starfsemi áður en það er of seint. Ég er framkvæmdastjóri Wild Fish Conservancy (WFC), umhverfisverndarsamtaka sem berjast fyrir endurheimt villtra fiskistofna við norðurhluta Kyrrahafsstrandar Bandaríkjanna. Í ágúst í fyrra fengum við upplýsingar um að sjókví með Atlantshafslaxi hefði fallið saman skammt frá Seattle. Við héldum að þetta væru ýkjur. En svo var ekki. Myndefni frá þessum atburði kemur mér enn í uppnám. Samankrumpuð sjókvíin flaut í sjónum eins og blað sem einhver hafði hent frá sér. Í kringum 300.000 fiskar sluppu út úr kvínni þessa örlagaríku helgi, fiskur sem er framandi tegund í hafinu okkar í Washingtonríki. Seinna komumst við að því að mikill meirihluti þessara fiska, mögulega allir, báru veirusýkingu sem heitir Piscine Orthoreovirus og er bráðsmitandi og hættuleg villtum fiskistofnum. Eigandi sjókvíarinnar, Cooke Aquaculture sem rekur allt sjókvíaeldi í ríkinu, sagði í fyrstu að óvenjulegar náttúrulegar aðstæður hefðu valdið því að sjókvíin brast. Stjórnvöld leiddu þó hið rétta í ljós. Fyrirtækið hafði einfaldlega trassað að sinna eðlilegu viðhaldi. Því miður eru atburðir sem þessi ekki óvenjulegir hjá laxeldisfyrirtækjum í sjókvíaeldi. Svona óhöpp eru hluti af rekstrarumhverfi þeirra um allan heim. Þá miklu sorgarsögu má skoða með einfaldri Google leit. Jafnvel daglegur rekstur á sjókvíum, án stórra óhappa, hefur í för með sér áhættu sem er óásættanleg. Vísindarannsóknir sýna að mengunin frá þeim er skelfileg og magnar upp fjölda sníkjudýra og baktería í sjónum með miklum skaða fyrir lífríkið. Óhjákvæmilega sleppa fiskar líka í litlum mæli, sem er aldrei tilkynnt. Stöðugur þannig lítill leki er sjálfsagt enn hættulegri fyrir umhverfið en þegar stóru slysin verða. Í kjölfar þess að sjókví Cooke féll saman í fyrra ákváðu íbúar í Washingtonríki að nú væri nóg komið. Almenningur fordæmdi þessa starfsemi með kröftugum hætti. Við hjá WFC erum stolt af því að hafa leitt þá baráttu. Við settum á laggirnar breiðfylkingu undir nafninu Our Sound, Our Salmon, þar sem í eru 109 fyrirtæki og samtök, og 12.000 einstaklingar sem hafa tekið höndum saman um að berjast gegn sjókvíum og fyrir því að allt eldi verði fært upp á land. Stjórnmálamennirnir hlustuðu sem betur fer á okkur og settu lög sem tryggja að allar sjókvíar með Atlantshafslaxi verða horfnar frá Washingtonríki ekki seinna en 2022. Aldrei í sögunni hefur jafn mörgum sjókvíaeldisstöðvum verið gert að loka. Kæru Íslendingar, ráð mitt til ykkar er þetta: ekki láta það sem gerðist hér gerast á Íslandi. Verndið umhverfi ykkar og villta fiskistofna. Þrátt fyrir fögur loforð mun sjókvíaeldi aðeins valda skaða.Höfundur er framkvæmdastjóri bandarísku umhverfissamtakanna Wild Fish Conservancy
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun