Faraldur Magnús Guðmundsson skrifar 25. apríl 2018 10:00 Ef ein af hverjum þremur íslenskum konum þyrfti að þola sama kvalafulla sjúkdóminn einhvern tímann á ævinni, margar ítrekað með ófyrirsjáanlegum og jafnvel banvænum afleiðingum, væri samfélagið fyrir löngu búið að taka höndum saman um að uppræta þennan sjúkdóm. Taka höndum saman og leggja allt í sölurnar óháð kostnaði og vandkvæðum þar til óvætturinn væri upprættur með öllu. Eða er það ekki? Svarið er því miður nei. Í vikunni steig fram hópur kvenna á Facebook, undir merkjum #metoo-byltingarinnar, sem á það sameiginlegt að hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu einhvers nákomins. Í tilkynningu frá hópnum kemur fram að ein af hverjum þremur konum verður fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi einhvern tímann á ævinni. Þannig er ein af hverjum þremur konum ekki fórnarlamb sama sjúkdómsins heldur eins og sama sjúkleikans í fjölda karlmanna. Afleiðingarnar eru stórfelld skerðing á heilsu, lífsgæðum og jafnvel lífi og limum fjölmargra kvenna og barna þeirra. Þessu verður að linna. Allt frá síðastliðnu sumri höfum við fylgst með róttækri femínískri byltingu undir myllumerkjunum #höfumhátt og #metoo. Byltingu sem hverri sómakærri manneskju ber að fagna og kynda undir vegna þess að hún er til góðs fyrir okkur öll. Markmið hennar er ekki og hefur aldrei verið að skipta um ríkisstjórnir eða hlutast til um stjórnmál heldur breyta innviðum samfélagsins til betri vegar. En það breytir því ekki að til þess að svo megi verða þá þurfa ríkjandi stjórnvöld hverju sinni að grípa til róttækra aðgerða. Úttektir, stýrihópar og langtímaaðgerðaáætlanir eru einfaldlega ekki nóg. Það þarf að grípa til aðgerða innan réttargæslukerfisins alls, koma hverju einasta fórnarlambi og aðstandendum til stuðnings og margfalda fræðslu innan hvers einasta skóla og vinnustaðar. Markmiðið með þessum orðum er ekki að gera lítið úr því sem þegar er gert eða stendur til að gera, heldur einfaldlega að benda á þá staðreynd að það er ekki nóg. Ofbeldi karlmanna á hendur konum er sjúkleiki sem fer eins og faraldur um samfélagið með skelfilegum afleiðingum fyrir stóran hluta þjóðarinnar og við verðum að gera þá kröfu til ráðamanna að viðbrögðin séu í samræmi við það. Að ekkert sé til sparað til þess að uppræta þessa óáran með öllum ráðum og í þeim aðgerðum þurfum við að hafa í huga að þetta er alvarlegur heilbrigðisvandi sem er framkallaður af gerendum. Af karlmönnum sem beita konur ofbeldi. Karlmenn sem beita konur ofbeldi eru ömurleg lítilmenni og rót vandans. Þeir eru vírusinn sem þarf að uppræta og það verður ekki gert með þeim vettlingatökum sem löngum hafa einkennt málaflokkinn. Til þess hljótum við að þurfa að horfa til hertra refsiheimilda og ekki síður lögbundinnar fræðslu fyrir þessa einstaklinga með það að markmiði að þeir geri sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna og snúi lífi sínu til betri vegar. Slíkar aðgerðir þola enga bið því hér geisar faraldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Ef ein af hverjum þremur íslenskum konum þyrfti að þola sama kvalafulla sjúkdóminn einhvern tímann á ævinni, margar ítrekað með ófyrirsjáanlegum og jafnvel banvænum afleiðingum, væri samfélagið fyrir löngu búið að taka höndum saman um að uppræta þennan sjúkdóm. Taka höndum saman og leggja allt í sölurnar óháð kostnaði og vandkvæðum þar til óvætturinn væri upprættur með öllu. Eða er það ekki? Svarið er því miður nei. Í vikunni steig fram hópur kvenna á Facebook, undir merkjum #metoo-byltingarinnar, sem á það sameiginlegt að hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu einhvers nákomins. Í tilkynningu frá hópnum kemur fram að ein af hverjum þremur konum verður fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi einhvern tímann á ævinni. Þannig er ein af hverjum þremur konum ekki fórnarlamb sama sjúkdómsins heldur eins og sama sjúkleikans í fjölda karlmanna. Afleiðingarnar eru stórfelld skerðing á heilsu, lífsgæðum og jafnvel lífi og limum fjölmargra kvenna og barna þeirra. Þessu verður að linna. Allt frá síðastliðnu sumri höfum við fylgst með róttækri femínískri byltingu undir myllumerkjunum #höfumhátt og #metoo. Byltingu sem hverri sómakærri manneskju ber að fagna og kynda undir vegna þess að hún er til góðs fyrir okkur öll. Markmið hennar er ekki og hefur aldrei verið að skipta um ríkisstjórnir eða hlutast til um stjórnmál heldur breyta innviðum samfélagsins til betri vegar. En það breytir því ekki að til þess að svo megi verða þá þurfa ríkjandi stjórnvöld hverju sinni að grípa til róttækra aðgerða. Úttektir, stýrihópar og langtímaaðgerðaáætlanir eru einfaldlega ekki nóg. Það þarf að grípa til aðgerða innan réttargæslukerfisins alls, koma hverju einasta fórnarlambi og aðstandendum til stuðnings og margfalda fræðslu innan hvers einasta skóla og vinnustaðar. Markmiðið með þessum orðum er ekki að gera lítið úr því sem þegar er gert eða stendur til að gera, heldur einfaldlega að benda á þá staðreynd að það er ekki nóg. Ofbeldi karlmanna á hendur konum er sjúkleiki sem fer eins og faraldur um samfélagið með skelfilegum afleiðingum fyrir stóran hluta þjóðarinnar og við verðum að gera þá kröfu til ráðamanna að viðbrögðin séu í samræmi við það. Að ekkert sé til sparað til þess að uppræta þessa óáran með öllum ráðum og í þeim aðgerðum þurfum við að hafa í huga að þetta er alvarlegur heilbrigðisvandi sem er framkallaður af gerendum. Af karlmönnum sem beita konur ofbeldi. Karlmenn sem beita konur ofbeldi eru ömurleg lítilmenni og rót vandans. Þeir eru vírusinn sem þarf að uppræta og það verður ekki gert með þeim vettlingatökum sem löngum hafa einkennt málaflokkinn. Til þess hljótum við að þurfa að horfa til hertra refsiheimilda og ekki síður lögbundinnar fræðslu fyrir þessa einstaklinga með það að markmiði að þeir geri sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna og snúi lífi sínu til betri vegar. Slíkar aðgerðir þola enga bið því hér geisar faraldur.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar