Pepsi-spáin 2018: Silfurbærinn á sama stað Óskar Ófeigur Jónsson og Tómas Þór Þórðarson skrifa 26. apríl 2018 10:00 Stjörnumenn hafa átt gott undirbúningstímabil. Vísir/Eyþór Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 27. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar í 21. sinn í sögu félagsins á síðustu leiktíð. Íþróttadeild spáir Stjörnunni 2. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en það er sama sæti og liðið hefur hafnað í undanfarin tvö ár. Stjarnan komst svona hvað næst því að veita Valsmönnum einhverja samkeppni á síðasta ári en hún var ansi máttlaus eins og hjá öðrum liðum deildarinnar. Garðbæingar hafa fastmótaðar hugmyndir um sinn leikstíl sem hefur skilað þeim góðum árangri undanfarin ár og líklega verður engin breyting þar á. Stjarnan tók meðvitaða ákvörðun fyrir síðustu leiktíð og ákvað að vera bara með íslenska leikmenn innan sinna raða en þeir höfðu verið ansi fáir í nokkur ár á undan. Það kemur því kannski ekkert sérstaklega á óvart að Stjarnan hefði unnið deildina ef aðeins íslensku mörkin hefðu talið á síðustu leiktíð. Stjarnan hefði þá unnið deildina með 45 stig og +27 í markatölu en Valsmenn hefðu verið í öðru sæti. Þjálfari Stjörnunnar er Rúnar Páll Sigmundsson en hann er sá þjálfari sem hefur verið lengst í starfi í Pepsi-deildinni í dag. Hann tók við Stjörnunni árið 2013 og gerði Stjörnuna að Íslandsmeistara á fyrsta ári og hefur síðan þá náð í tvö silfur og alltaf verið í Evrópubaráttu.Svona munum við eftir StjörnunniStjarnan skoraði flest mörk allra liða á síðustu leiktíð og þar var ekki síst að þakka markaþríeykinu Hólmberti Aroni Friðjónssyni, Guðjóni Baldvinssyni og Hilmari Árna Halldórssyni sem saman skoruðu 33 af 46 mörkum liðsins. Guðjón Baldvinsson átti sitt besta heila tímabil í efstu deild og skoraði tólf mörk en allir þrír skoruðu yfir tíu mörk sem er fáheyrt að gerist hjá einu liði í Pepsi-deildinni. Liðið og leikmenngrafík/gvendurStjörnumenn koma inn í mótið með mjög svipað lið og á síðustu leiktíð en hafa misst einn sinn besta mann í Hólmberti Aroni. Nokkrir leikmenn voru að glíma við meiðsli á síðustu leiktíð og gætu komið ferskari til leiks í ár en Garðbæingar hafa sjálfir talað um að þeir þurftu ekki að gera jafnmikið á leikmannamarkaðnum vegna þess.Þrír sem að Stjarnan treystir á:Daníel Laxdal: Þessi frábæri miðvörður virðist bara verða betri en hann hefur verið frábær í vetur og gæti átt sitt besta tímabil í sumar. Hann þarf að binda saman þriggja manna varnarlínu Stjörnunnar og vera leiðtoginn í öftustu víglínu. Daníel hefur spilað með meistaraflokki Stjörnunnar í rúman áratug og farið með liðinu úr 2. deild upp í Pepsi-deildina og fagnað með liðinu Íslandsmeistaratitli.Hilmar Árni Halldórsson: Breiðhyltingurinn stimplaði sig rækilega inn sem einn besti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð. Hann tók hreinlega yfir suma leiki á lokakaflanum og annað hvort skoraði sjálfur eða skapaði mark fyrir félaga sína. Það er erfitt að finna betri spyrnumann í deildinni en hornspyrnu hans er stundum álíka hættulegar og slakar vítaspyrnur.Guðjón Baldvinsson: Framherjinn vinnusami reimaði á sig markaskóna fyrir alvöru í fyrsta sinn í efstu deild í sex ár þegar að hann skoraði tólf mörk í fyrra og fékk silfurskóinn. Hann hefur verið svolítið meiddur í aðdraganda Íslandsmótsins en það er mikil ábyrgð sem hvílir á Guðjóni að halda áfram að skora svona grimmt þar sem Hólmbert Aron er farinn. Markaðurinn grafík/gvendurStjörnumenn hafa verið þekktir fyrir að gefa mönnum annað og betra líf í boltanum og það þurfa þeir að gera með strákana sem að þeir fengu. Það eru flestir sammála um að Hólmbert Aron er betri framherji en Guðmundur Steinn og að Ólafur Karl Finsen er betri leikmaður en Þorsteinn Már Ragnarsson. Aftur á móti gæti leikstíll þessara tveggja stráka sem komu frá Ólafsvík hentað þeim svakalega vel og þeir gætu, eins og aðrir sem hafa komið í Garðabæinn, átt sitt besta tímabil í efstu deild. Annars leyfðu Stjörnumenn þremur ungum strákum að fara sem voru ekki í þeirra plönum.Markaðseinkunn: CHvað segir sérfræðingurinn?„Það eru ekki miklar breytingar á Stjörnuliðinu en Hólmbert vissulega farinn og svo hafa verið breytingar á þjálfarateyminu,“ segir Gunnar Jarl Jónsson, sérfræðingur Pepsi-markanna, um Stjörnuliðið. „Stjarnan er ótrúlega skipulagt lið og leikmenn þekkja sín hlutverk inn og út. Það mun hjálpa þeim. Stjarnan mun gera atlögu að titlinum og ætla sér að gera það. Liðið spilar einfaldan og árangursríkan bolta og þ að er alveg ljóst að það mun mikið mæða á Guðjóni Baldvinssyni í framlínunni.“„Stærsta spurningin er hvort að Stjarna muni sakna Hólmberts mikið í sumar. Ef svo er gæti liðið átt erfitt uppdráttar en Stjarnan verður klárlega í baráttunni eins og liðið ætlar sér,“ segir Gunnar Jarl Jónsson. Spurt og svaraðgrafík/gvendurÞað sem við vitum um Stjörnuna … er að liðið veit nákvæmlega hvernig fótbolta það vill spila og leikmennirnir eru fullmeðvitaðir um hlutverk sín í liðinu sem er frábær eiginleiki að hafa, sérstaklega á sama tíma og önnur lið sem ætla sér að vera í toppbaráttunni eru enn að finna sitt besta lið og sitt einkenni. Litlar breytingar hafa verið á liðinu undanfarin ár og hefur þessi stöðugleiki skilað Garðbæingum árangri. Stjarnan er með marga mjög öfluga leikmenn sem geta unnið leiki upp á sitt einsdæmi og reynslubolta, uppalda sem og aðkomna, í bland við yngri stráka.Spurningamerkin eru … hversu mikið mun liðið sakna Hólmberts Arons sem var ekki bara frábær uppspilspunktur heldur mikill markaskorari. Að leysa hann af með Guðmundi Steini er ákveðin áhætta en eins og áður segir hafa menn komið inn í Stjörnuna og átt sína bestu daga á ferlinum. Ekki má gleyma að Guðmundur Steinn skoraði átta mörk fyrir afar dapurt lið Ólafsvíkur á síðustu leiktíð.Binni bjartsýni og Siggi svartsýniBinni: Þetta verður erfið barátta við Val en við verðum þarna. Ég hef ekkert of miklar áhyggjur af brotthvarfi Hólmberts. Við erum svolítið eins og Philadelphia 76ers í NBA núna. Við þurfum bara að „trust the process.“ Það er líka gott að benda á að Hólmbert skoraði þremur mörkum meira fyrir Stjörnuna en Guðmundur Steinn gerði fyrir Ólafsvík. Ég býst ekki við færri mörkum en tólf frá Guðmundi með Hilmar Árna og Jobba að dæla boltum inn á teiginn. Liðið veit hvað það stendur fyrir og hvernig það vill spila. Hvað eru mörg lið í deildinni sem geta sagt það sama? Þau eru fá enda hefur silfrið verið okkar undanfarin ár. Silfrið er reyndar að verða litur okkar Garðbæinga.Siggi: Þessi frammistaða á leikmannamarkaðnum truflar mig. Hilmar Árni var besti leikmaðurinn í Leikni áður en að hann kom og Jósef Kristinn var langbesti leikmaður Grindavíkur áður en hann kom. Guðmundur Steinn hefur spilað mörg tímabil í efstu deild undir pari og Þorsteinn Már er sá leikmaður sem áhugamenn hafa beðið hvað lengst eftir að detti í gang. Ég er ekki að sjá það gerast. Ég ætla að vona að þessi stefna að fá enga erlenda leikmenni komi ekki niður á okkur í toppbaráttunni því það er allt í lagi að fá einn góðan framherja ef hann er í boði. Ég vil benda á að við skoruðu 46(!!!) mörk í fyrra en vorum samt tólf stigum frá Íslandsmeistaratitlinum og misstum næst markahæsta manninn okkar. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2018: Gæti tekið tíma hjá Ólafi í Hafnarfirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 3. sæti Pepsi-deildarinnar. 25. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Áfram uppgangur fyrir norðan Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA fjórða sæti Pepsi-deildarinnar. 24. apríl 2018 14:00 Pepsi-spáin 2018: Árbæingar byggja á sama grunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spá Fylki 9. sæti í Pepsi-deild karla í sumar. 19. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Heimkoma Rúnars ekki nóg Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 24. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Blikar til alls líklegir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Breiðabliki 6. sæti Pepsi-deildarinnar. 23. apríl 2018 13:30 Pepsi-spáin 2018: Nýtt upphaf í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölnir 8. sæti Pepsi-deildar karla. 19. apríl 2018 14:00 Spá því að Valur verji titilinn Fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn liðanna í Pepsi-deild karla spá því að Valur verði Íslandsmeistari og að bikarmeistarar ÍBV falli. 24. apríl 2018 12:12 Pepsi-spáin 2018: Meiri vonbrigði í Fossvoginum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 10. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Lífið eftir Andra Rúnar hefst fyrir alvöru Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Grindavík 7. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 20. apríl 2018 12:00 Pepsi-spáin 2018: Stutt stopp Suðurnesjamanna Íþróttadeild spáir nýliðum Keflavíkur neðsta sæti Pepsi-deildarinnar 2018 og þar með falli aftur niður í Inkasso-deildina. 16. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Komið að því að kveðja Eyjamenn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 11. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. 17. apríl 2018 10:00 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 27. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar í 21. sinn í sögu félagsins á síðustu leiktíð. Íþróttadeild spáir Stjörnunni 2. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en það er sama sæti og liðið hefur hafnað í undanfarin tvö ár. Stjarnan komst svona hvað næst því að veita Valsmönnum einhverja samkeppni á síðasta ári en hún var ansi máttlaus eins og hjá öðrum liðum deildarinnar. Garðbæingar hafa fastmótaðar hugmyndir um sinn leikstíl sem hefur skilað þeim góðum árangri undanfarin ár og líklega verður engin breyting þar á. Stjarnan tók meðvitaða ákvörðun fyrir síðustu leiktíð og ákvað að vera bara með íslenska leikmenn innan sinna raða en þeir höfðu verið ansi fáir í nokkur ár á undan. Það kemur því kannski ekkert sérstaklega á óvart að Stjarnan hefði unnið deildina ef aðeins íslensku mörkin hefðu talið á síðustu leiktíð. Stjarnan hefði þá unnið deildina með 45 stig og +27 í markatölu en Valsmenn hefðu verið í öðru sæti. Þjálfari Stjörnunnar er Rúnar Páll Sigmundsson en hann er sá þjálfari sem hefur verið lengst í starfi í Pepsi-deildinni í dag. Hann tók við Stjörnunni árið 2013 og gerði Stjörnuna að Íslandsmeistara á fyrsta ári og hefur síðan þá náð í tvö silfur og alltaf verið í Evrópubaráttu.Svona munum við eftir StjörnunniStjarnan skoraði flest mörk allra liða á síðustu leiktíð og þar var ekki síst að þakka markaþríeykinu Hólmberti Aroni Friðjónssyni, Guðjóni Baldvinssyni og Hilmari Árna Halldórssyni sem saman skoruðu 33 af 46 mörkum liðsins. Guðjón Baldvinsson átti sitt besta heila tímabil í efstu deild og skoraði tólf mörk en allir þrír skoruðu yfir tíu mörk sem er fáheyrt að gerist hjá einu liði í Pepsi-deildinni. Liðið og leikmenngrafík/gvendurStjörnumenn koma inn í mótið með mjög svipað lið og á síðustu leiktíð en hafa misst einn sinn besta mann í Hólmberti Aroni. Nokkrir leikmenn voru að glíma við meiðsli á síðustu leiktíð og gætu komið ferskari til leiks í ár en Garðbæingar hafa sjálfir talað um að þeir þurftu ekki að gera jafnmikið á leikmannamarkaðnum vegna þess.Þrír sem að Stjarnan treystir á:Daníel Laxdal: Þessi frábæri miðvörður virðist bara verða betri en hann hefur verið frábær í vetur og gæti átt sitt besta tímabil í sumar. Hann þarf að binda saman þriggja manna varnarlínu Stjörnunnar og vera leiðtoginn í öftustu víglínu. Daníel hefur spilað með meistaraflokki Stjörnunnar í rúman áratug og farið með liðinu úr 2. deild upp í Pepsi-deildina og fagnað með liðinu Íslandsmeistaratitli.Hilmar Árni Halldórsson: Breiðhyltingurinn stimplaði sig rækilega inn sem einn besti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð. Hann tók hreinlega yfir suma leiki á lokakaflanum og annað hvort skoraði sjálfur eða skapaði mark fyrir félaga sína. Það er erfitt að finna betri spyrnumann í deildinni en hornspyrnu hans er stundum álíka hættulegar og slakar vítaspyrnur.Guðjón Baldvinsson: Framherjinn vinnusami reimaði á sig markaskóna fyrir alvöru í fyrsta sinn í efstu deild í sex ár þegar að hann skoraði tólf mörk í fyrra og fékk silfurskóinn. Hann hefur verið svolítið meiddur í aðdraganda Íslandsmótsins en það er mikil ábyrgð sem hvílir á Guðjóni að halda áfram að skora svona grimmt þar sem Hólmbert Aron er farinn. Markaðurinn grafík/gvendurStjörnumenn hafa verið þekktir fyrir að gefa mönnum annað og betra líf í boltanum og það þurfa þeir að gera með strákana sem að þeir fengu. Það eru flestir sammála um að Hólmbert Aron er betri framherji en Guðmundur Steinn og að Ólafur Karl Finsen er betri leikmaður en Þorsteinn Már Ragnarsson. Aftur á móti gæti leikstíll þessara tveggja stráka sem komu frá Ólafsvík hentað þeim svakalega vel og þeir gætu, eins og aðrir sem hafa komið í Garðabæinn, átt sitt besta tímabil í efstu deild. Annars leyfðu Stjörnumenn þremur ungum strákum að fara sem voru ekki í þeirra plönum.Markaðseinkunn: CHvað segir sérfræðingurinn?„Það eru ekki miklar breytingar á Stjörnuliðinu en Hólmbert vissulega farinn og svo hafa verið breytingar á þjálfarateyminu,“ segir Gunnar Jarl Jónsson, sérfræðingur Pepsi-markanna, um Stjörnuliðið. „Stjarnan er ótrúlega skipulagt lið og leikmenn þekkja sín hlutverk inn og út. Það mun hjálpa þeim. Stjarnan mun gera atlögu að titlinum og ætla sér að gera það. Liðið spilar einfaldan og árangursríkan bolta og þ að er alveg ljóst að það mun mikið mæða á Guðjóni Baldvinssyni í framlínunni.“„Stærsta spurningin er hvort að Stjarna muni sakna Hólmberts mikið í sumar. Ef svo er gæti liðið átt erfitt uppdráttar en Stjarnan verður klárlega í baráttunni eins og liðið ætlar sér,“ segir Gunnar Jarl Jónsson. Spurt og svaraðgrafík/gvendurÞað sem við vitum um Stjörnuna … er að liðið veit nákvæmlega hvernig fótbolta það vill spila og leikmennirnir eru fullmeðvitaðir um hlutverk sín í liðinu sem er frábær eiginleiki að hafa, sérstaklega á sama tíma og önnur lið sem ætla sér að vera í toppbaráttunni eru enn að finna sitt besta lið og sitt einkenni. Litlar breytingar hafa verið á liðinu undanfarin ár og hefur þessi stöðugleiki skilað Garðbæingum árangri. Stjarnan er með marga mjög öfluga leikmenn sem geta unnið leiki upp á sitt einsdæmi og reynslubolta, uppalda sem og aðkomna, í bland við yngri stráka.Spurningamerkin eru … hversu mikið mun liðið sakna Hólmberts Arons sem var ekki bara frábær uppspilspunktur heldur mikill markaskorari. Að leysa hann af með Guðmundi Steini er ákveðin áhætta en eins og áður segir hafa menn komið inn í Stjörnuna og átt sína bestu daga á ferlinum. Ekki má gleyma að Guðmundur Steinn skoraði átta mörk fyrir afar dapurt lið Ólafsvíkur á síðustu leiktíð.Binni bjartsýni og Siggi svartsýniBinni: Þetta verður erfið barátta við Val en við verðum þarna. Ég hef ekkert of miklar áhyggjur af brotthvarfi Hólmberts. Við erum svolítið eins og Philadelphia 76ers í NBA núna. Við þurfum bara að „trust the process.“ Það er líka gott að benda á að Hólmbert skoraði þremur mörkum meira fyrir Stjörnuna en Guðmundur Steinn gerði fyrir Ólafsvík. Ég býst ekki við færri mörkum en tólf frá Guðmundi með Hilmar Árna og Jobba að dæla boltum inn á teiginn. Liðið veit hvað það stendur fyrir og hvernig það vill spila. Hvað eru mörg lið í deildinni sem geta sagt það sama? Þau eru fá enda hefur silfrið verið okkar undanfarin ár. Silfrið er reyndar að verða litur okkar Garðbæinga.Siggi: Þessi frammistaða á leikmannamarkaðnum truflar mig. Hilmar Árni var besti leikmaðurinn í Leikni áður en að hann kom og Jósef Kristinn var langbesti leikmaður Grindavíkur áður en hann kom. Guðmundur Steinn hefur spilað mörg tímabil í efstu deild undir pari og Þorsteinn Már er sá leikmaður sem áhugamenn hafa beðið hvað lengst eftir að detti í gang. Ég er ekki að sjá það gerast. Ég ætla að vona að þessi stefna að fá enga erlenda leikmenni komi ekki niður á okkur í toppbaráttunni því það er allt í lagi að fá einn góðan framherja ef hann er í boði. Ég vil benda á að við skoruðu 46(!!!) mörk í fyrra en vorum samt tólf stigum frá Íslandsmeistaratitlinum og misstum næst markahæsta manninn okkar.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2018: Gæti tekið tíma hjá Ólafi í Hafnarfirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 3. sæti Pepsi-deildarinnar. 25. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Áfram uppgangur fyrir norðan Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA fjórða sæti Pepsi-deildarinnar. 24. apríl 2018 14:00 Pepsi-spáin 2018: Árbæingar byggja á sama grunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spá Fylki 9. sæti í Pepsi-deild karla í sumar. 19. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Heimkoma Rúnars ekki nóg Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 24. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Blikar til alls líklegir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Breiðabliki 6. sæti Pepsi-deildarinnar. 23. apríl 2018 13:30 Pepsi-spáin 2018: Nýtt upphaf í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölnir 8. sæti Pepsi-deildar karla. 19. apríl 2018 14:00 Spá því að Valur verji titilinn Fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn liðanna í Pepsi-deild karla spá því að Valur verði Íslandsmeistari og að bikarmeistarar ÍBV falli. 24. apríl 2018 12:12 Pepsi-spáin 2018: Meiri vonbrigði í Fossvoginum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 10. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Lífið eftir Andra Rúnar hefst fyrir alvöru Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Grindavík 7. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 20. apríl 2018 12:00 Pepsi-spáin 2018: Stutt stopp Suðurnesjamanna Íþróttadeild spáir nýliðum Keflavíkur neðsta sæti Pepsi-deildarinnar 2018 og þar með falli aftur niður í Inkasso-deildina. 16. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Komið að því að kveðja Eyjamenn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 11. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. 17. apríl 2018 10:00 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Pepsi-spáin 2018: Gæti tekið tíma hjá Ólafi í Hafnarfirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 3. sæti Pepsi-deildarinnar. 25. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Áfram uppgangur fyrir norðan Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA fjórða sæti Pepsi-deildarinnar. 24. apríl 2018 14:00
Pepsi-spáin 2018: Árbæingar byggja á sama grunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spá Fylki 9. sæti í Pepsi-deild karla í sumar. 19. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Heimkoma Rúnars ekki nóg Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 24. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Blikar til alls líklegir Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Breiðabliki 6. sæti Pepsi-deildarinnar. 23. apríl 2018 13:30
Pepsi-spáin 2018: Nýtt upphaf í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölnir 8. sæti Pepsi-deildar karla. 19. apríl 2018 14:00
Spá því að Valur verji titilinn Fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn liðanna í Pepsi-deild karla spá því að Valur verði Íslandsmeistari og að bikarmeistarar ÍBV falli. 24. apríl 2018 12:12
Pepsi-spáin 2018: Meiri vonbrigði í Fossvoginum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 10. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Lífið eftir Andra Rúnar hefst fyrir alvöru Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Grindavík 7. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 20. apríl 2018 12:00
Pepsi-spáin 2018: Stutt stopp Suðurnesjamanna Íþróttadeild spáir nýliðum Keflavíkur neðsta sæti Pepsi-deildarinnar 2018 og þar með falli aftur niður í Inkasso-deildina. 16. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Komið að því að kveðja Eyjamenn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 11. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. 17. apríl 2018 10:00