Körfubolti

Þetta er atvikið sem reitti Pétur til reiði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, lýsti óánægju sinni með framferði KR-ingsins Brynjars Þórs Björnssonar í samtali við Rúv eftir leik liðanna í gær. KR vann leikinn á flautukörfu Brynjars Þórs og tók þar með 2-1 forystu í einvíginu.

Pétur Rúnar var ósáttur við atvik sem átti sér stað í þriðja leikhluta, er Brynjar Þór stillti sér upp fyrir framan Pétur þegar Tindastóll var að hefja sókn.

Dómarar leiksins dæmdu ekki villu á Brynjar Þór og kvartaði Pétur Rúnar undan því að Brynjar hefði spilað allan leikinn án þess að fá villu.

„Stundum á hann [Brynjar Þór] bara ekkert erindi inn á körfuboltavöll. Og að hann sé með engar villur í þessum leik er bara fáránlegt. Ég held að mennirnir sem eru með flautuna ættu að skoða það vel fyrir næsta leik og hvernig hann spilar. Þeir ættu að vita það.“

Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en á laugardagskvöld fer fram fjórði leikurinn í rimmu liðanna og þá getur KR tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn fimmta árið í röð.


Tengdar fréttir

Sjáðu ótrúlega sigurkörfu Brynjars

Brynjar Þór Björnsson tryggði KR sigur í þriðja leik gegn Tindastól í úrslitarimmunni í Domino's deildinni í körfubolta með flautukörfu af bestu gerð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×