Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 26. apríl 2018 23:37 Guðrún segir ákæruna ákveðinn áfangasigur. Vísir/aðsent/Pjetur Guðrún Karítas Garðarsdóttir segir í Facebook færslu sem hún birti á síðu sinni í dag að ákveðinn áfangasigur hafið náðst þegar að ákæra á hendur Boccia-þjálfara á Akureyri var gefin út. Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. Þjálfarinn er ekki lengur hjá íþróttafélaginu Akri en samkvæmt heimildum Vísis hefur hann stofnað nýtt félag sem ekki er búið að samþykkja af viðeigandi stofnunum. „Hann var látinn fara úr félaginu Akri 2016 og þá fór ég ásamt öðrum í stjórn. Hann var búinn að leggja stjórnina undir sig. Það var í raun bara stjórnarbylting til að koma honum út,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Eins og kom fram á Vísi í gær kærði þjálfarinn Guðrúnu fyrir líflátshótun. Atvikið átti sér stað eftir að Guðrún komst að því að maðurinn hefði sett sig í samband við þroskaskerta dóttur hennar. Í Facebook færslu Guðrúnar segir hún jafnframt að þetta hafi hvílt þungt á Akursfólki. „Ég kom fyrst að þessu máli í janúar 2015 þegar ég gerði athugasemdir við framferði þjálfarans og í framhaldi af því komast ég að því að það var margt óviðeigandi í gangi. Maðurinn var búinn að leggja heilt íþróttafélag undir sig, hann hafði verið ávíttur af réttindagæslumanni fatlaðra fyrir atvik gagnvart iðkanda sem átti sér stað á Íslandsmóti haustið 2014 og réttindagæslumaðurinn hafði svo nokkrum mánuðum seinna verðlaunað hann og gert hann að talsmanni sama einstaklings. Vorið 2016 tek ég þátt í því ásamt fleirum að koma honum frá Íþróttafélaginu Akri og hef frá þeim tíma setið í stjórn félagsins. Þetta hefur hvílt þungt á Akursfólki og því fögnum við í dag að ákveðnar lyktir séu komnar í málið,“ segir í Facebook færslu Guðrúnar. Hellingur sem foreldrar þurfa að passa uppá Guðrún segir að þó svo að margir fatlaðir einstaklingar lifi sjálfstæðu lífi þá sé hellingur sem að foreldrar þurfi að passa upp á. „Því við viljum að þau lifi bara og séu sjálfstæð og hafi þetta frelsi til að velja. En það eru ákveðin mörk á því, maður þarf að leiðbeina og hjálpa þeim áfram þó svo að maður ætli ekki að taka af þeim völdin. Þó svo að þetta sé fullorðin einstaklingur að það sé samt litið á þetta sem alvarlegt brot því þeirra mörk eru kannski ekki alltaf alveg á hreinu, línan er kannski svolítið bjöguð. Við vitum mörkin kannski aðeins betur,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Guðrún furðar sig á því að um næstu helgi sé opið mót á Akureyri og hið nýja félag þjálfarans muni keppa á því móti. „Honum var meinaður aðgangur að þessu móti í fyrra en þetta nýja félag hans það fær að keppa. Þetta er opið mót og þetta félag hans hefur ekki keppnisrétt á Íslandsmóti þar sem það er ekki búið að samþykkja þetta félag innan íþróttahreyfingarinnar, það er ákveðið ferli sem fer í gang þegar ný félög eru stofnuð. En Hængsmótið er opið mót og þar mega allir keppa. Mér skilst samkvæmt fréttum frá því seinnipartinn í dag að hann verði ekki í húsi,“ segir Guðrún sem vonar að aðstandendur mótsins tryggi að hann verði ekki viðstaddur. Færslu Guðrúnar í heild sinni má sjá hér að neðan. Dómsmál Tengdar fréttir Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Ákæra fyrir kynferðisbrot gefin út á hendur boccia-þjálfara Þjálfarinn er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn iðkenda. 25. apríl 2018 17:57 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
Guðrún Karítas Garðarsdóttir segir í Facebook færslu sem hún birti á síðu sinni í dag að ákveðinn áfangasigur hafið náðst þegar að ákæra á hendur Boccia-þjálfara á Akureyri var gefin út. Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. Þjálfarinn er ekki lengur hjá íþróttafélaginu Akri en samkvæmt heimildum Vísis hefur hann stofnað nýtt félag sem ekki er búið að samþykkja af viðeigandi stofnunum. „Hann var látinn fara úr félaginu Akri 2016 og þá fór ég ásamt öðrum í stjórn. Hann var búinn að leggja stjórnina undir sig. Það var í raun bara stjórnarbylting til að koma honum út,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Eins og kom fram á Vísi í gær kærði þjálfarinn Guðrúnu fyrir líflátshótun. Atvikið átti sér stað eftir að Guðrún komst að því að maðurinn hefði sett sig í samband við þroskaskerta dóttur hennar. Í Facebook færslu Guðrúnar segir hún jafnframt að þetta hafi hvílt þungt á Akursfólki. „Ég kom fyrst að þessu máli í janúar 2015 þegar ég gerði athugasemdir við framferði þjálfarans og í framhaldi af því komast ég að því að það var margt óviðeigandi í gangi. Maðurinn var búinn að leggja heilt íþróttafélag undir sig, hann hafði verið ávíttur af réttindagæslumanni fatlaðra fyrir atvik gagnvart iðkanda sem átti sér stað á Íslandsmóti haustið 2014 og réttindagæslumaðurinn hafði svo nokkrum mánuðum seinna verðlaunað hann og gert hann að talsmanni sama einstaklings. Vorið 2016 tek ég þátt í því ásamt fleirum að koma honum frá Íþróttafélaginu Akri og hef frá þeim tíma setið í stjórn félagsins. Þetta hefur hvílt þungt á Akursfólki og því fögnum við í dag að ákveðnar lyktir séu komnar í málið,“ segir í Facebook færslu Guðrúnar. Hellingur sem foreldrar þurfa að passa uppá Guðrún segir að þó svo að margir fatlaðir einstaklingar lifi sjálfstæðu lífi þá sé hellingur sem að foreldrar þurfi að passa upp á. „Því við viljum að þau lifi bara og séu sjálfstæð og hafi þetta frelsi til að velja. En það eru ákveðin mörk á því, maður þarf að leiðbeina og hjálpa þeim áfram þó svo að maður ætli ekki að taka af þeim völdin. Þó svo að þetta sé fullorðin einstaklingur að það sé samt litið á þetta sem alvarlegt brot því þeirra mörk eru kannski ekki alltaf alveg á hreinu, línan er kannski svolítið bjöguð. Við vitum mörkin kannski aðeins betur,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Guðrún furðar sig á því að um næstu helgi sé opið mót á Akureyri og hið nýja félag þjálfarans muni keppa á því móti. „Honum var meinaður aðgangur að þessu móti í fyrra en þetta nýja félag hans það fær að keppa. Þetta er opið mót og þetta félag hans hefur ekki keppnisrétt á Íslandsmóti þar sem það er ekki búið að samþykkja þetta félag innan íþróttahreyfingarinnar, það er ákveðið ferli sem fer í gang þegar ný félög eru stofnuð. En Hængsmótið er opið mót og þar mega allir keppa. Mér skilst samkvæmt fréttum frá því seinnipartinn í dag að hann verði ekki í húsi,“ segir Guðrún sem vonar að aðstandendur mótsins tryggi að hann verði ekki viðstaddur. Færslu Guðrúnar í heild sinni má sjá hér að neðan.
Dómsmál Tengdar fréttir Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Ákæra fyrir kynferðisbrot gefin út á hendur boccia-þjálfara Þjálfarinn er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn iðkenda. 25. apríl 2018 17:57 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00
Ákæra fyrir kynferðisbrot gefin út á hendur boccia-þjálfara Þjálfarinn er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn iðkenda. 25. apríl 2018 17:57