Niðurstaða um 3 milljarða tjón stendur Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. apríl 2018 06:00 Datacell og Sunshine Press vildu að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu kyrrsetji eignir Valitors að verðmæti 14,7 milljarða króna. VÍSIR/STEFÁN Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu Valitors um nýtt undirmat á tjóni DataCell og Sunshine Press Productions, rekstrarfélags Wikileaks, vegna ólögmætrar riftunar Valitors á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks. Fyrir liggur í málinu niðurstaða matsmanna um 3,2 milljarða tjón stefnenda. Því mati vildi Valitor ekki una og fékk yfirmat sem þeir lögðu ekki fram í málinu en gerðu hins vegar kröfu um nýtt undirmat, sem nú hefur verið synjað enda liggi niðurstaða fyrir um þau atriði sem matsbeiðnin lýtur að, ýmist í undirmati eða yfirmatinu sem Valitor kaus að leggja ekki fram. „Standi þessi niðurstaða óhögguð er ljóst að það er ekki annarri tölu til að dreifa um fjárhæð tjónsins,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður DataCell og Sunshine Press Productions. Forsaga málsins er sú að í júní 2011 gerðu DataCell ehf. og Valitor með sér samning um greiðslugátt sem var hönnuð og sett upp af DataCell til að taka við kreditkortafærslum frá einstaklingum og fyrirtækjum til styrktar starfsemi Wikileaks í samræmi við samning Data Cell og rekstrarfélags Wikileaks.Byrjað var að taka við framlögum í gegnum greiðslugáttina 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Valitor samningnum fyrirvaralaust. Hæstiréttur sló því föstu með dómi vorið 2013 að riftun samningsins væri ólögmæt. Síðan dómurinn féll hafa málaferli staðið um skaðabótakröfur vegna hinnar ólögmætu riftunar og hefur deilan einkum snúist um þær forsendur sem leggja eigi til grundvallar við mat á fjártjóni og þar með fjárhæð skaðabóta. Þinghald til undirbúnings aðalmeðferðar hefur verið boðað 17. maí næstkomandi. Ólafur Eiríksson, lögmaður Valitors, segir ekki liggja fyrir hvort niðurstaða héraðsdóms verði kærð til Landsréttar, en fari svo mun það væntanlega seinka aðalmeðferð í héraði eitthvað fram á haust. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Kyrrsetningarbeiðni á eignum Valitor hafnað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions á eignum Valitor. 9. mars 2018 11:59 WikiLeaks og DataCell krefja Valitor um 9 milljarða Sunshine Press Productions, rekstarfélag fyrirtækjanna WikiLeaks og DataCell hefur krafið Valitor um rúma níu milljarða í skaðabætur fyrir að hafa lokað á greiðslur til WikiLeaks. Þetta kemur fram á vef RÚV. 3. júlí 2013 19:17 „Krafa um gjaldþrotaskipti setur alla starfsemi Valitor hf. í uppnám“ Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors vildi gera Sveinn Andra Sveinsson lögmann Datacell persónulega ábyrgan fyrir tjóni sem Valitor yrði fyrir vegna kröfu um gjaldþrotaskipti. 19. janúar 2015 09:57 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu Valitors um nýtt undirmat á tjóni DataCell og Sunshine Press Productions, rekstrarfélags Wikileaks, vegna ólögmætrar riftunar Valitors á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks. Fyrir liggur í málinu niðurstaða matsmanna um 3,2 milljarða tjón stefnenda. Því mati vildi Valitor ekki una og fékk yfirmat sem þeir lögðu ekki fram í málinu en gerðu hins vegar kröfu um nýtt undirmat, sem nú hefur verið synjað enda liggi niðurstaða fyrir um þau atriði sem matsbeiðnin lýtur að, ýmist í undirmati eða yfirmatinu sem Valitor kaus að leggja ekki fram. „Standi þessi niðurstaða óhögguð er ljóst að það er ekki annarri tölu til að dreifa um fjárhæð tjónsins,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður DataCell og Sunshine Press Productions. Forsaga málsins er sú að í júní 2011 gerðu DataCell ehf. og Valitor með sér samning um greiðslugátt sem var hönnuð og sett upp af DataCell til að taka við kreditkortafærslum frá einstaklingum og fyrirtækjum til styrktar starfsemi Wikileaks í samræmi við samning Data Cell og rekstrarfélags Wikileaks.Byrjað var að taka við framlögum í gegnum greiðslugáttina 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Valitor samningnum fyrirvaralaust. Hæstiréttur sló því föstu með dómi vorið 2013 að riftun samningsins væri ólögmæt. Síðan dómurinn féll hafa málaferli staðið um skaðabótakröfur vegna hinnar ólögmætu riftunar og hefur deilan einkum snúist um þær forsendur sem leggja eigi til grundvallar við mat á fjártjóni og þar með fjárhæð skaðabóta. Þinghald til undirbúnings aðalmeðferðar hefur verið boðað 17. maí næstkomandi. Ólafur Eiríksson, lögmaður Valitors, segir ekki liggja fyrir hvort niðurstaða héraðsdóms verði kærð til Landsréttar, en fari svo mun það væntanlega seinka aðalmeðferð í héraði eitthvað fram á haust.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Kyrrsetningarbeiðni á eignum Valitor hafnað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions á eignum Valitor. 9. mars 2018 11:59 WikiLeaks og DataCell krefja Valitor um 9 milljarða Sunshine Press Productions, rekstarfélag fyrirtækjanna WikiLeaks og DataCell hefur krafið Valitor um rúma níu milljarða í skaðabætur fyrir að hafa lokað á greiðslur til WikiLeaks. Þetta kemur fram á vef RÚV. 3. júlí 2013 19:17 „Krafa um gjaldþrotaskipti setur alla starfsemi Valitor hf. í uppnám“ Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors vildi gera Sveinn Andra Sveinsson lögmann Datacell persónulega ábyrgan fyrir tjóni sem Valitor yrði fyrir vegna kröfu um gjaldþrotaskipti. 19. janúar 2015 09:57 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Kyrrsetningarbeiðni á eignum Valitor hafnað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions á eignum Valitor. 9. mars 2018 11:59
WikiLeaks og DataCell krefja Valitor um 9 milljarða Sunshine Press Productions, rekstarfélag fyrirtækjanna WikiLeaks og DataCell hefur krafið Valitor um rúma níu milljarða í skaðabætur fyrir að hafa lokað á greiðslur til WikiLeaks. Þetta kemur fram á vef RÚV. 3. júlí 2013 19:17
„Krafa um gjaldþrotaskipti setur alla starfsemi Valitor hf. í uppnám“ Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors vildi gera Sveinn Andra Sveinsson lögmann Datacell persónulega ábyrgan fyrir tjóni sem Valitor yrði fyrir vegna kröfu um gjaldþrotaskipti. 19. janúar 2015 09:57