Innlent

Fallist á endurupptöku í máli Jóns Ásgeirs

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson.
Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson. Vísir/GVA
Skattsvikamál sem ákæruvaldið höfðaði gegn Tryggva Jónssyni, fyrrverandi forstjóra Baugs, og systkinunum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Kristínu Jóhannesdóttur verður endurupptekið. Þetta er niðurstaða Endurupptökunefndar.

Jón Ásgeir og Tryggvi voru sakfelldir fyrir meiriháttar brot á skattalögum og dæmdir til skilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu sektar árið 2013. Áður, eða árið 2007, hafði yfirskattanefnd gert þeim að greiða sekt vegna sömu brota.

Mannréttindadómstóll Evrópu komst svo að þeirri niðurstöðu í maí í fyrra að íslenska ríkið hefði brotið gegn rétti þeirra Jóns Ásgeirs og Tryggva.

Var það niðurstaða dómstólsins að endurupptökubeiðendur hefðu verið saksóttir og refsað tvívegis vegna sömu eða efnislega sömu háttseminnar í tveimur aðskildum málum sem ekki tengdust með fullnægjandi hætti.

Gestur Jónsson, lögmaður þeirra Jóns Ásgeirs og Tryggva, segir að málið verði sent Hæstarétti Íslands á næstu dögum.


Tengdar fréttir

Íslenska ríkið braut gegn Jóni Ásgeiri og Tryggva

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt í máli þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar sem sneri að málarekstri fyrir íslenskum dómstólum tengdum skattalagabrotum í rekstri Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×