Innlent

Birta myndir af því litla sem bjargaðist úr brunanum í Miðhrauni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ein þeirra mynda sem VÍS birtir á Facebook.
Ein þeirra mynda sem VÍS birtir á Facebook. VÍS
VÍS hefur birt á Facebook myndir af munum sem tókst að bjarga úr brunarústum í Miðhrauni. Tólf manna teymi var sent á vettvang til að grisja rústirnar í von um að eitthvað heillegt fyndist sem hægt væri að skila til eigenda sinna.

Um 200 geymslurými voru í húsnæðinu og var eyðileggingin mikil. Nokkrum munum tókst að bjarga og er eigendanna leitað. Í albúminu, sem má skoða með því að smella hér, má sjá myndir af þeim munum sem tókst að bjarga. Þar eru meðal annars VHS spólur en annars eru munirnir flestir gamlar ljósmyndir.

Þeir sem til þekkja geta haft samband við Vís í gegnum netfangið vis@vis.is.

 

Þessi dúkka leitar eiganda síns.VÍS
Þekkir einhver þessa mynd?VÍS
Hvað ætli sé í kassanum?VÍS



Fleiri fréttir

Sjá meira


×