47 dagar í HM: Lúðurinn sem eyðilagði heilt heimsmeistaramót Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. apríl 2018 10:00 Vuvuzela-lúðurinn náði ekki fótfestu. vísir/getty Það er lengi hægt að deila um hvaða heimsmeistarmót hafi verið best heppnað. Mörg mótin hafa verið frábær eins og bara síðast í Brasilíu. „Næntís“-börnin elska mörg HM í Bandaríkjunum en gamli skólinn sér ekki sólina fyrir HM 1982. Það er allt gott og blessað, en að flestra mati var ekkert heimsmeistaramót verra en það sem var haldið í Suður-Afríku árið 2010. Sepp Blatter, hvítflippaglæpamaður og fyrrverandi forseti FIFA, lagði mikið á sig til að koma HM til Afríku en það tókst ekki vel í fyrstu tilraun. Fótboltinn var svo sem ágætur og stemningin fín. Leikur Úrúgvæ og Senegal í átta liða úrslitum verður lengi í minnum hafður en spánverjar spiluðu þó sinn tiki-taka fótbolta og drápu marga úr leiðindum með fjórum 1-0 sigrum í útsláttarkeppninni á leið sinni að heimsmeistaratitlinum. Sjaldan hefur þó verið jafnlítið talað um fótboltann sjálfan og það sem gerðist inn á vellinum eins og var raunin í Suður-Afríku fyrir átta árum síðan. Það var nefnilega eitt stanslaust hljóð, eða suð, úr stúkunni sem var að gera heiminn vitlausan. Suð úr hljóðfæri, ef hljóðfæri má kalla, sem fékk fólk til að horfa á leikina án hljóðs. Vuvuzela. Oj.Óþolandi og hættulegt Þetta stanslausa suð, eða ómur, úr þessu 65 sentimetra langa plaströri gjörsamlega drap mótið og eiginlega alla stemningu í kringum það. Umræðan á mótinu fór meira að snúast um hvernig hægt væri að skrúfa niður í hljóðinu svo hægt væri að horfa á leikina í sjónvarpinu. Hér heima voru Íslendingar byrjaðir að horfa á leikina á danska ríkissjónvarpinu því þeir voru búnir að stilla hljóðið þannig að minna heyrðist í þessu suði helvítis. En, á móti þurftu Íslendingar að hlusta á dönsku í 90 mínútur. Spurning hvort er verra. Á miklum upprisutíma myndbanda á netinu og Youtube voru nánast fleiri myndbönd af fólki að sýna hvernig hægt væri að komast hjá því að heyra suðið heldur en myndböndum af glæstum tilþrifum bestu fótboltakappa heims. Þannig eiga hlutirnir svo sannarlega ekki að vera. Þeir sem voru hvað mest þyrstir í fótbolta og horfðu á þrjá leiki í dag fóru með suðið í heilanum að sofa. Þetta hljóð gat farið inn í sál fólks og fært lögheimili sitt þangað.Hvað er þetta? Suður-Afríkumenn bera alla ábyrgð á Vuvuzela en það hefur aldrei náð fótfestu utan landsins. Það kemur reyndar ekkert á óvart. Fyrst sást Vuvuzela á íþróttakappleikjum í Suður-Afríku í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar en þá var það gert úr málmi. Það veit í raun enginn hvaðan Vuvuzela kemur en talið er að það sé tengt svokölluðu kudu-horni sem afrískir ættbálkar notuðu til fundarboða. Ein kirkja í Suður-Afríku sagðist hafa fundið upp á þessu og notað í pílagrímsferðum á árum áður. Kirkjan hótaði lögsókn ef hornið yrði notað á HM en stóð því miður ekki við stóru orðin. Forsvarsmenn kirkjunnar sögðu að horninu sínu hefði verið stolið af fótboltaáhugamanni sem síðar fór með það á leik stærsta liðsins í Suður-Afríku. Þegar það var svo bannað að fara inn á fótboltavelli með málmhluti var farið að framleiða Vuvuzela úr plasti og þá varð fjandinn laus. Hávaðinn í Vuvuzela er ekki bara óþolandi heldur stórhættulegur. Hann mælist hæstur 127 desibil upp við eyra á manni sem er meira en tromma, vélsög og dómaraflauta. Svissneskur hópur sem berst fyrir fræðslu um heyrnartap varaði fólk við því að nota þetta á HM. Því miður hlustaði enginn og verður þessi litli lúður að eilífu tengdur við HM í Suður-Afríku.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30 48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Saga tyrkneska landsliðsmannsins fyrrverandi Ilhan Mansiz er afar áhugaverð. 27. apríl 2018 10:00 49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Það er lengi hægt að deila um hvaða heimsmeistarmót hafi verið best heppnað. Mörg mótin hafa verið frábær eins og bara síðast í Brasilíu. „Næntís“-börnin elska mörg HM í Bandaríkjunum en gamli skólinn sér ekki sólina fyrir HM 1982. Það er allt gott og blessað, en að flestra mati var ekkert heimsmeistaramót verra en það sem var haldið í Suður-Afríku árið 2010. Sepp Blatter, hvítflippaglæpamaður og fyrrverandi forseti FIFA, lagði mikið á sig til að koma HM til Afríku en það tókst ekki vel í fyrstu tilraun. Fótboltinn var svo sem ágætur og stemningin fín. Leikur Úrúgvæ og Senegal í átta liða úrslitum verður lengi í minnum hafður en spánverjar spiluðu þó sinn tiki-taka fótbolta og drápu marga úr leiðindum með fjórum 1-0 sigrum í útsláttarkeppninni á leið sinni að heimsmeistaratitlinum. Sjaldan hefur þó verið jafnlítið talað um fótboltann sjálfan og það sem gerðist inn á vellinum eins og var raunin í Suður-Afríku fyrir átta árum síðan. Það var nefnilega eitt stanslaust hljóð, eða suð, úr stúkunni sem var að gera heiminn vitlausan. Suð úr hljóðfæri, ef hljóðfæri má kalla, sem fékk fólk til að horfa á leikina án hljóðs. Vuvuzela. Oj.Óþolandi og hættulegt Þetta stanslausa suð, eða ómur, úr þessu 65 sentimetra langa plaströri gjörsamlega drap mótið og eiginlega alla stemningu í kringum það. Umræðan á mótinu fór meira að snúast um hvernig hægt væri að skrúfa niður í hljóðinu svo hægt væri að horfa á leikina í sjónvarpinu. Hér heima voru Íslendingar byrjaðir að horfa á leikina á danska ríkissjónvarpinu því þeir voru búnir að stilla hljóðið þannig að minna heyrðist í þessu suði helvítis. En, á móti þurftu Íslendingar að hlusta á dönsku í 90 mínútur. Spurning hvort er verra. Á miklum upprisutíma myndbanda á netinu og Youtube voru nánast fleiri myndbönd af fólki að sýna hvernig hægt væri að komast hjá því að heyra suðið heldur en myndböndum af glæstum tilþrifum bestu fótboltakappa heims. Þannig eiga hlutirnir svo sannarlega ekki að vera. Þeir sem voru hvað mest þyrstir í fótbolta og horfðu á þrjá leiki í dag fóru með suðið í heilanum að sofa. Þetta hljóð gat farið inn í sál fólks og fært lögheimili sitt þangað.Hvað er þetta? Suður-Afríkumenn bera alla ábyrgð á Vuvuzela en það hefur aldrei náð fótfestu utan landsins. Það kemur reyndar ekkert á óvart. Fyrst sást Vuvuzela á íþróttakappleikjum í Suður-Afríku í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar en þá var það gert úr málmi. Það veit í raun enginn hvaðan Vuvuzela kemur en talið er að það sé tengt svokölluðu kudu-horni sem afrískir ættbálkar notuðu til fundarboða. Ein kirkja í Suður-Afríku sagðist hafa fundið upp á þessu og notað í pílagrímsferðum á árum áður. Kirkjan hótaði lögsókn ef hornið yrði notað á HM en stóð því miður ekki við stóru orðin. Forsvarsmenn kirkjunnar sögðu að horninu sínu hefði verið stolið af fótboltaáhugamanni sem síðar fór með það á leik stærsta liðsins í Suður-Afríku. Þegar það var svo bannað að fara inn á fótboltavelli með málmhluti var farið að framleiða Vuvuzela úr plasti og þá varð fjandinn laus. Hávaðinn í Vuvuzela er ekki bara óþolandi heldur stórhættulegur. Hann mælist hæstur 127 desibil upp við eyra á manni sem er meira en tromma, vélsög og dómaraflauta. Svissneskur hópur sem berst fyrir fræðslu um heyrnartap varaði fólk við því að nota þetta á HM. Því miður hlustaði enginn og verður þessi litli lúður að eilífu tengdur við HM í Suður-Afríku.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30 48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Saga tyrkneska landsliðsmannsins fyrrverandi Ilhan Mansiz er afar áhugaverð. 27. apríl 2018 10:00 49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30
48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Saga tyrkneska landsliðsmannsins fyrrverandi Ilhan Mansiz er afar áhugaverð. 27. apríl 2018 10:00
49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00