Lögregla með sjálfstæða rannsókn á falli Sunnu Elviru Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 27. apríl 2018 18:21 Hér liggur Sunna Elvira inni á sjúkrahúsi á Spáni. Sunna lamaðist við fallið. Vísir/Egill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, hafi átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra í Málaga á Spáni. Fréttablaðið greinir frá. Sunna slasaðist alvarlega við fallið og er í dag lömuð. Sunnu hefur verið skipaður réttargæslumaður og tekin af henni skýrsla. Sunna hefur ekki sjálf lagt fram kæru í málinu og er rannsókn lögreglunnar sjálfstæð. Fulltrúi lögreglunnar vildi ekki tjá sig um hvort umrædd rannsókn væri í gangi, í samtali við Fréttablaðið. Sigurður var hnepptur í gæsluvarðhald hjá lögreglunni á Spáni í kjölfar slyssins. Honum var sleppt ekki löngu síðar. Við komuna til Íslands, viku síðar, var Sigurður handtekinn á ný. Honum var sleppt föstudaginn síðasta en þá hafði hann verið í haldi í alls tólf vikur. Tólf vikur er hámarkslengd gæsluvarðhalds án þess að sakborningi hafi verið birt ákæra. Sigurður hefur játað aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Er hér vísað í Skáksambandsmálið svokallaða þar sem fimm kíló af amfetamíni, falin í skákmönnum, voru send til landsins, stíluð á Skáksamband Íslands. Sigurður hefur áður gerst sekur um afbrot og er í dag undir rannsókn lögreglu vegna stórfelldra skattaundanskota. Sigurður fékk uppreist æru árið 2013, meðal annars fyrir tilstilli meðmæla frá listmálaranum Tolla. Brot Sigurðar fólst í því að hann hafi í júlí árið 2003, ásamt öðrum, kveikt í einbýlishúsi í Laugardal. Sigurður var í héraðsdómi dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi en dómurinn var staðfestur í Hæstarétti. Félagið SS verk sem Sigurður átti ásamt bróður sínum og stjúpföður var tekið til gjaldþrotaskipta þann 10. janúar síðastliðinn. Sigurður er, ásamt tveimur öðrum, til rannsóknar vegna meintra skattsvika í gegn um fyrirtækið. Upphæð meintra svika nær tæpum 105 milljónum króna. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Eiginmaður og móðir Sunnu Elvíru ákærð fyrir skattalagabrot Héraðssaksóknari hefur ákært Sigurð Kristinsson fyrir skattalagabrot við rekstur verktakafyrirtækisins SS verks. 9. apríl 2018 13:46 Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, hafi átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra í Málaga á Spáni. Fréttablaðið greinir frá. Sunna slasaðist alvarlega við fallið og er í dag lömuð. Sunnu hefur verið skipaður réttargæslumaður og tekin af henni skýrsla. Sunna hefur ekki sjálf lagt fram kæru í málinu og er rannsókn lögreglunnar sjálfstæð. Fulltrúi lögreglunnar vildi ekki tjá sig um hvort umrædd rannsókn væri í gangi, í samtali við Fréttablaðið. Sigurður var hnepptur í gæsluvarðhald hjá lögreglunni á Spáni í kjölfar slyssins. Honum var sleppt ekki löngu síðar. Við komuna til Íslands, viku síðar, var Sigurður handtekinn á ný. Honum var sleppt föstudaginn síðasta en þá hafði hann verið í haldi í alls tólf vikur. Tólf vikur er hámarkslengd gæsluvarðhalds án þess að sakborningi hafi verið birt ákæra. Sigurður hefur játað aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Er hér vísað í Skáksambandsmálið svokallaða þar sem fimm kíló af amfetamíni, falin í skákmönnum, voru send til landsins, stíluð á Skáksamband Íslands. Sigurður hefur áður gerst sekur um afbrot og er í dag undir rannsókn lögreglu vegna stórfelldra skattaundanskota. Sigurður fékk uppreist æru árið 2013, meðal annars fyrir tilstilli meðmæla frá listmálaranum Tolla. Brot Sigurðar fólst í því að hann hafi í júlí árið 2003, ásamt öðrum, kveikt í einbýlishúsi í Laugardal. Sigurður var í héraðsdómi dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi en dómurinn var staðfestur í Hæstarétti. Félagið SS verk sem Sigurður átti ásamt bróður sínum og stjúpföður var tekið til gjaldþrotaskipta þann 10. janúar síðastliðinn. Sigurður er, ásamt tveimur öðrum, til rannsóknar vegna meintra skattsvika í gegn um fyrirtækið. Upphæð meintra svika nær tæpum 105 milljónum króna.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Eiginmaður og móðir Sunnu Elvíru ákærð fyrir skattalagabrot Héraðssaksóknari hefur ákært Sigurð Kristinsson fyrir skattalagabrot við rekstur verktakafyrirtækisins SS verks. 9. apríl 2018 13:46 Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Sjá meira
Eiginmaður og móðir Sunnu Elvíru ákærð fyrir skattalagabrot Héraðssaksóknari hefur ákært Sigurð Kristinsson fyrir skattalagabrot við rekstur verktakafyrirtækisins SS verks. 9. apríl 2018 13:46
Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00