Lögregla með sjálfstæða rannsókn á falli Sunnu Elviru Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 27. apríl 2018 18:21 Hér liggur Sunna Elvira inni á sjúkrahúsi á Spáni. Sunna lamaðist við fallið. Vísir/Egill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, hafi átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra í Málaga á Spáni. Fréttablaðið greinir frá. Sunna slasaðist alvarlega við fallið og er í dag lömuð. Sunnu hefur verið skipaður réttargæslumaður og tekin af henni skýrsla. Sunna hefur ekki sjálf lagt fram kæru í málinu og er rannsókn lögreglunnar sjálfstæð. Fulltrúi lögreglunnar vildi ekki tjá sig um hvort umrædd rannsókn væri í gangi, í samtali við Fréttablaðið. Sigurður var hnepptur í gæsluvarðhald hjá lögreglunni á Spáni í kjölfar slyssins. Honum var sleppt ekki löngu síðar. Við komuna til Íslands, viku síðar, var Sigurður handtekinn á ný. Honum var sleppt föstudaginn síðasta en þá hafði hann verið í haldi í alls tólf vikur. Tólf vikur er hámarkslengd gæsluvarðhalds án þess að sakborningi hafi verið birt ákæra. Sigurður hefur játað aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Er hér vísað í Skáksambandsmálið svokallaða þar sem fimm kíló af amfetamíni, falin í skákmönnum, voru send til landsins, stíluð á Skáksamband Íslands. Sigurður hefur áður gerst sekur um afbrot og er í dag undir rannsókn lögreglu vegna stórfelldra skattaundanskota. Sigurður fékk uppreist æru árið 2013, meðal annars fyrir tilstilli meðmæla frá listmálaranum Tolla. Brot Sigurðar fólst í því að hann hafi í júlí árið 2003, ásamt öðrum, kveikt í einbýlishúsi í Laugardal. Sigurður var í héraðsdómi dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi en dómurinn var staðfestur í Hæstarétti. Félagið SS verk sem Sigurður átti ásamt bróður sínum og stjúpföður var tekið til gjaldþrotaskipta þann 10. janúar síðastliðinn. Sigurður er, ásamt tveimur öðrum, til rannsóknar vegna meintra skattsvika í gegn um fyrirtækið. Upphæð meintra svika nær tæpum 105 milljónum króna. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Eiginmaður og móðir Sunnu Elvíru ákærð fyrir skattalagabrot Héraðssaksóknari hefur ákært Sigurð Kristinsson fyrir skattalagabrot við rekstur verktakafyrirtækisins SS verks. 9. apríl 2018 13:46 Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið sjálfstæða rannsókn á því hvort Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, hafi átt þátt í því að Sunna féll niður um fjóra metra á heimili þeirra í Málaga á Spáni. Fréttablaðið greinir frá. Sunna slasaðist alvarlega við fallið og er í dag lömuð. Sunnu hefur verið skipaður réttargæslumaður og tekin af henni skýrsla. Sunna hefur ekki sjálf lagt fram kæru í málinu og er rannsókn lögreglunnar sjálfstæð. Fulltrúi lögreglunnar vildi ekki tjá sig um hvort umrædd rannsókn væri í gangi, í samtali við Fréttablaðið. Sigurður var hnepptur í gæsluvarðhald hjá lögreglunni á Spáni í kjölfar slyssins. Honum var sleppt ekki löngu síðar. Við komuna til Íslands, viku síðar, var Sigurður handtekinn á ný. Honum var sleppt föstudaginn síðasta en þá hafði hann verið í haldi í alls tólf vikur. Tólf vikur er hámarkslengd gæsluvarðhalds án þess að sakborningi hafi verið birt ákæra. Sigurður hefur játað aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Er hér vísað í Skáksambandsmálið svokallaða þar sem fimm kíló af amfetamíni, falin í skákmönnum, voru send til landsins, stíluð á Skáksamband Íslands. Sigurður hefur áður gerst sekur um afbrot og er í dag undir rannsókn lögreglu vegna stórfelldra skattaundanskota. Sigurður fékk uppreist æru árið 2013, meðal annars fyrir tilstilli meðmæla frá listmálaranum Tolla. Brot Sigurðar fólst í því að hann hafi í júlí árið 2003, ásamt öðrum, kveikt í einbýlishúsi í Laugardal. Sigurður var í héraðsdómi dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi en dómurinn var staðfestur í Hæstarétti. Félagið SS verk sem Sigurður átti ásamt bróður sínum og stjúpföður var tekið til gjaldþrotaskipta þann 10. janúar síðastliðinn. Sigurður er, ásamt tveimur öðrum, til rannsóknar vegna meintra skattsvika í gegn um fyrirtækið. Upphæð meintra svika nær tæpum 105 milljónum króna.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Eiginmaður og móðir Sunnu Elvíru ákærð fyrir skattalagabrot Héraðssaksóknari hefur ákært Sigurð Kristinsson fyrir skattalagabrot við rekstur verktakafyrirtækisins SS verks. 9. apríl 2018 13:46 Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Eiginmaður og móðir Sunnu Elvíru ákærð fyrir skattalagabrot Héraðssaksóknari hefur ákært Sigurð Kristinsson fyrir skattalagabrot við rekstur verktakafyrirtækisins SS verks. 9. apríl 2018 13:46
Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00