Íslenskar bækur verða í nýju hljóðbóka-appi Þórarinn Þórarinsson skrifar 28. apríl 2018 10:00 "Á meðan sala á hljóðbókum hefur farið mjög svo vaxandi erlendis hefur hefur skort á að við Íslendingar getum notið hljóðbóka í símum og snjalltækjum,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, um hljóðbóka-appið. Forlagið gefur í dag út hljóðbókar-app sem gerir notendum mögulegt að hlusta á bækur frá fjölda íslenskra bókaútgefanda í símum og öðrum snjalltækjum. „Við höfum fundið fyrir mikilli eftirspurn eftir lausn sem þessari og erum afskaplega ánægð með að geta loksins boðið bókaunnendum upp á þessa lausn,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. Egill Örn segir nýja appið ekki sérstakt viðbragð við sænsku hljóðbókaveitunni Storytel sem haslaði sér völl á íslenskum hljóðbókamarkaði í febrúar. „Við erum að selja allt aðra vöru. Hér kaupirðu einstakar hljóðbækur án skuldbindinga á meðan Storytel býður upp á áskrift,“ segir Egill Örn. Þegar sú Storytel var opnuð lýstu nokkrir íslenskir rithöfundar, meðal annars Forlagshöfundar, efasemdum og óánægju með. „Þessar óánægjuraddir snerust fyrst og fremst um áhyggjur af því hvernig gert er upp í svona hlaðborðsfyrirkomulagi. Það er ekki vandamál þegar við erum að selja stök eintök og ég veit að margir höfundar sem voru óánægðir á sínum tíma bíða spenntir eftir þessu appi.“Appið, „Forlagið – hljóðbók“, má nálgast í App Store og Play Store. Bækur í appinu verða á sérstöky kynningarverði út maí.Fréttablaðið hefur haft spurnir af óánægju annarra útgefenda með app Forlagsins. Egill Örn kannast ekki við slíkt. „Nei, alls ekki. Ég hef ekki heyrt um neina kergju og dettur ekki neitt annað til hugar en að hún muni þá stafa af ranghugmyndum um að þeim yrði ekki hleypt inn í þetta app. Það er alls ekki tilfellið. Ég vil, þvert á móti, hafa sem allra flestar bækur annarra útgefenda þarna, rétt eins og í bókabúð Forlagsins á Fiskislóð. Appið stendur galopið öðrum útgefendum og engum einum útgefanda verður hampað umfram annan.“ Meðal þeirra bóka sem koma út sem hljóðbækur í fyrsta sinn í dag eru Amma best eftir Gunnar Helgason, Ekki vera sár eftir Kristínu Steinsdóttur, Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur, Stofuhiti eftir Berg Ebba, Myrkrið veit og fleiri bækur Arnalds Indriðasonar eru nú einnig fáanlegar sem hljóðbækur á íslensku í fyrsta sinn. Aðspurður hvort ekkert óeðlilegt sé við að stór útgefandi sé einnig efnisveita af þessu tagi bendir hann á nágrannalöndin. „Þvert á móti. Ef við horfum til nágrannalandanna, svo sem í Svíþjóð og Noregi, þá eru hljóðbókaverslanir stórra útgefenda meðal stærstu endursöluaðilanna.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Sjá meira
Forlagið gefur í dag út hljóðbókar-app sem gerir notendum mögulegt að hlusta á bækur frá fjölda íslenskra bókaútgefanda í símum og öðrum snjalltækjum. „Við höfum fundið fyrir mikilli eftirspurn eftir lausn sem þessari og erum afskaplega ánægð með að geta loksins boðið bókaunnendum upp á þessa lausn,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. Egill Örn segir nýja appið ekki sérstakt viðbragð við sænsku hljóðbókaveitunni Storytel sem haslaði sér völl á íslenskum hljóðbókamarkaði í febrúar. „Við erum að selja allt aðra vöru. Hér kaupirðu einstakar hljóðbækur án skuldbindinga á meðan Storytel býður upp á áskrift,“ segir Egill Örn. Þegar sú Storytel var opnuð lýstu nokkrir íslenskir rithöfundar, meðal annars Forlagshöfundar, efasemdum og óánægju með. „Þessar óánægjuraddir snerust fyrst og fremst um áhyggjur af því hvernig gert er upp í svona hlaðborðsfyrirkomulagi. Það er ekki vandamál þegar við erum að selja stök eintök og ég veit að margir höfundar sem voru óánægðir á sínum tíma bíða spenntir eftir þessu appi.“Appið, „Forlagið – hljóðbók“, má nálgast í App Store og Play Store. Bækur í appinu verða á sérstöky kynningarverði út maí.Fréttablaðið hefur haft spurnir af óánægju annarra útgefenda með app Forlagsins. Egill Örn kannast ekki við slíkt. „Nei, alls ekki. Ég hef ekki heyrt um neina kergju og dettur ekki neitt annað til hugar en að hún muni þá stafa af ranghugmyndum um að þeim yrði ekki hleypt inn í þetta app. Það er alls ekki tilfellið. Ég vil, þvert á móti, hafa sem allra flestar bækur annarra útgefenda þarna, rétt eins og í bókabúð Forlagsins á Fiskislóð. Appið stendur galopið öðrum útgefendum og engum einum útgefanda verður hampað umfram annan.“ Meðal þeirra bóka sem koma út sem hljóðbækur í fyrsta sinn í dag eru Amma best eftir Gunnar Helgason, Ekki vera sár eftir Kristínu Steinsdóttur, Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur, Stofuhiti eftir Berg Ebba, Myrkrið veit og fleiri bækur Arnalds Indriðasonar eru nú einnig fáanlegar sem hljóðbækur á íslensku í fyrsta sinn. Aðspurður hvort ekkert óeðlilegt sé við að stór útgefandi sé einnig efnisveita af þessu tagi bendir hann á nágrannalöndin. „Þvert á móti. Ef við horfum til nágrannalandanna, svo sem í Svíþjóð og Noregi, þá eru hljóðbókaverslanir stórra útgefenda meðal stærstu endursöluaðilanna.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Sjá meira